Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 22
Ein sögufrægasta skipalest síðari heimsstyrjaldarinnar yar PQ-17. Rúmlega þrjátíu skip lögðu upp úr Hvalfirði, en tæplega þriðjungur þeirra komst til Hússlands. I næstu blöðum hefur Fálkinn viðtal við einn Islending, sem sigldi með þessari frægu skipalest. Það eru margir firðir við ísland, sem bjóða upp á ófeg- urra landslag en Hvalfjörður. Þó ekki væri nema Þyrill, þá er það nokkuð til að vera stoltur yfir. Þá er ekki verið að tala um Botnsúlur eða Hvalfell. En Hvalfjörður er sjaldan látinn njóta sannmælis í sambandi við fagurt lands- lag og sennilega á bílvegurinn fyrir hann sinn stóra þátt í því. Þessi bílvegur, sem svo marga þreytir, er um hann leggja leið sína. Þegar menn aka þennan veg, finnst þeim fjörðurinn bæði óendanlegur og leiðinlegur og þeir bölva veginum sem stundum er bæði ansi holóttur og krókóttur. Þá segja menn, að yfir þennan fjörð ætti fyrir löngu að vera komin bílferja. Svo falla þessar samræður niður í Melasveitinni eða á Kjalarnesinu allt eftir því hvert ferð- inni er heitið. Og sennilega fáum við aldrei ferju á Hval- Skipalestirnar, sem fara áttu til Rússlands, komu fyrst saman i Reykjavík og Hvalfirði, en sigldu síðan vestur og norður fyrir land og tóku stefnu á Norður-Noreg. Myndin sýnir Hvalfjörð á stirjaldarárunum og liggja þar flugvélamóðurskip, orrustuskip, beitiskip og minni herskip. V/iWttfW-WW .V : ■ '■" ■ ■ - • '<■: ■ ' i.. . -•« - . WíMb‘ít/1 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.