Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 29
KVIKMYNDA JT Pepe og Debbie Reynolds. Pepe, Edward G. Robinson og hesturinn sem gegn- ir stóru hlutverki í myndinni. ff I>3E |>E ►f I STJÖRMBÍÓ Um þessar mundir er Stjörnubíó að láta setja íslenzkan texta á tvær myndir. Aðra þessara myndar höf- um við þegar kynnt í þessum þætti — Mynd- ina um Franz Lizt. Hin myndin sem verið er að setja texta á er stórmyndin Pepe sem við munum kynna i þessum þætti. Það hefur ekki verið venja að rekja sögu- þræði þeirra mynda, sem hér hafa verið kynntar þar sem við teljum það óþarfa þar sem sjón er sögu ríkari. . Leikarar í myndinni eru margir og allir mjög þekktir. Allt stór- ar stjörnur eins og sagt er. Sá sem fer með stærsta hlutverkið er Cantinflas. Það er óþarfi að kynna hann nánar svo ógleyman- legur sem hann var í myndinni Umhverfis jörðina á 80 dögum. Edward G. Robin- son fer einnig með veigamikið hlutverk. Hann er bæði kunnur sem leiksviðs- og kvik- myndaleikari. Meðal leikrita sem hann hef- ur leikið í má nefna Allir synir mínir eftir Arthur Miller (þetta leikrit var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum árum) óg Middel of the Night eftir Thorton Wilder. Af myndum sem hann hefur leikið í má nefna Black Thusday, Hell of Frisco Bay, Nightmare og The Ten Command- ments. Með veigamikil hlut- verk fara einnig Shir- ley Jones, Dan Dailey, og Debbie Reynolds. Af öðrum leikurum sem koma fram í myndinni má nefna Frank Sinatra, Janet Leigh, Dean Martin, Kim Novak, Bing Crosby og hinn franska Chevalier. Leikstjóri og framleiðandi þessarar myndar er George Sidney, kunnur maður í sinni grein og hefur meðal annars hlotið Oscar verðlaun. Meðal mynda sem hann hefur stjórnað eru: Anne Get Your Gun, Show Boat, Scara- mounce, Kiss me Kate, The Eddy Duchin Story. Pal Joey, The Great Sebastians og Andersonville. Og eftir þessum stóru nöfnum að dæma ætti enginn að verða svikinn af þessari mynd. Pepe (Cantinflas) og Janet Leigh, FAL.KINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.