Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 4

Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 4
Endurbætt þjónusta í Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Nýlega hafa verið gerðar tniklar breytingar á Husgagna- verzlun Reykjavíkur. Stálbitar klæddir tekki settir í loft og tjöld hengd í þá svo mjög einfalt er að skipta verzlun- lnni niður í misstór herbergi, þannig að viðskiptavinir verzlunarinnar eiga hægara með að gera sér grein fyrir húsgögnunum, sem til sölu eru, en þau eru bæði fram- leidd hjá verzluninni sjálfri og nokkrum öðrum fyrir- tækjum. Það, sem þó vakti mesta athygli okkar, cr að verzlunin mun einnig hafa á boðstólum íslenzk listaverk. í þetta sinn voru mólverk og teikningar eftir Hafstein Austmann, Hring Jóhannesson og Hauk Sturluson, höggmyndir eftir Jón Benediktsson og veggteppi eftir Barböru Árnason. Keramik er einnig £ miklu úrvali, bæði frá Glit h.f. og Edinbourgh College of Art, eru það eingöngu módelsmíði. Verzlunin hefur ráðið til sín Sigurð Karlsson „dekuratör“ til að aðstoða viðskiptavini fyrirtækisins við kaup og val á húsgögnum og eins fyrirkomulag í íbúðum þess, ef ósk- að er. - Myndin til hægri er af járnmynd eftir Jón Benediklsson og á bak við sjást rnyndir eftir Hring Jóhannesson. 4 í FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.