Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 6

Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 6
og njótið góðra veitinga í kyrrlótu og þægilegu um- hverfi í hjarta Miðbæjarins TRÖÐ á loftinu hjá Eymundssyni Mœfíd ykkur mót * i TRÖÐ Hin fullkomna vöm gegn tannskemmdum þekkist ekki. En þetta er víst. Glerungur tannanna þarf að rofna, til að tannskemmdir geti hafizt. Fyrir nokkr- um arum uppgötvuðu tannvísindamenn, að efnið FLUORIDE styrkir glerung tannanna að miklum mun og minnkar tannskemmdir um allt að 50%. Ef þér viljið áfram hafa heilar tennur, þá breytið um í dag og notið framvegis Super Ammident tann- krem með FLUORIDE. S FÁLKINN Breytileiki í stjörnuspá. Kæri Fálki. Mig langar til að fræðast um það, hvort stjörnuspáin nái yfir vist tímabil, hvort hún sé breytileg eða um misprentun sé að ræða. Athugið 34., 35., 37. tbl. Fálkans Sérstaklega hvar 23. október er staðsettur í 34. tbl. Lesandi. Svar: 1 þessum blööum sem Jiú tilnefn- ir Lesandi góður hefur orðið nokk- ur ruglingur í sambandi við stjörnuspána. 23. október á að til- heyra Sporðdrekamerkinu. Sólgleraugu. Háttvirta Pósthólf. Mér þykir það sérlega ógeð- fellt að sjá sumt fólk alltaf með sólgleraugu hvernig sem viðrar. Að maður nú ekki tali um óskapnað að hafa sólgler- augun uppi innan dyra. Það er eins og fólkið sé að leyna ein- hverju eða er það aðeins að vekja athygli á sér. Kannski er það svona bjartsýnt að það verði að nota sólgleraugu. Jói. Svar: Ef þér er svona iTla vi0 þetta Jói minn þá skaltu bara fá þér svo dökk sólgleraugu að þú takir ekki eftir hvort aðrir séu með þau en þú. Það á að halda fyrir munninn. Kæri Fálki. Það er ekki ósjaldan sem maður sér fólk í strætisvögn- unum hósta án þess að halda fyrir munninn. Þetta er hinn mesti ósiður sem fólki ber að að leggja niður. Þegar ég var ungur var þetta eitt af því allra fyrsta sem ég lærði. Það er annað en skemmtilegt að sitja fyrir framan fólk sem hóstar, ræskir sig og hnerrar án þess að halda fyrir vitin. Mummi. Svar: Þetta er alveg rétt hjá þér, fólk á að halda fyrir munninn þegar það lióstar. En það er nú einu sinni svo að fólk gerir þetta ekki alltaf. Sumir nenna ekki að taka hendur úr vösum, aOrir muna ekki eftir því og svo eru sumir dónar. Veðmál. Kæri Fálki. Þú getur víst ekki skorið úr því fyrir okkur hvort sögnin að unna sé ann eða unni í fyrstu persónu nútíð? eða hvernig hún beygist yfirleitt? Þetta er veðmál. Með beztu þökkum, og þökk fyrir glæsilega stjörnuspá, sem hingað til hefur reynzt æði sannspá. G. M. Svar: Fyrsta persóna nútíO er ann. Sögnin beygist: Unna, unni unnaO eða unnt, t. d. ég get unnt honum þess. Ávísanir tortryggðar. Fálkinn, vikublað. Það er ákaflega hvimleitt,, að ekki verði meira sagt, þegar maður að kvöldlagi þarf að fá sér sígarettur og hefur ekki annan gjaldmiðil en ávísanir. Það eru algjörar undantekning- ar ef verzlanir taka á móti ávísunum. Það fer því oft svo að maður getur ekki orðið sér úti um sígarettur fyrr en bank- ar hafa opnað hinn næsta dag. Þetta er að mínu viti hið mesta ófremdarástand. Ávísanahafi. Svar: Því miður eru ekki allir jafn heiOarlegir gagnvart sinum ávls- unum og þú og af þvl stafar þetta ófremdarástand. Ef allir vœru á þessu sviOi heiðarlegir menn Jiá kœmi þetta ekki til. Perkins, Passer og Nörby. Kæri Fálki. Við höfum séð að undan- förnu að þú hjálpar mörgum um heimilisföng margra frægra leikara. Eins vonum við að þú hjálpir okkur. Helzt af öllu um heimilisfang Anthony Perkins. Og ennfremur ef þú getur, heimilisföng Dirch Pass- er og Gittu Nörby. Við vonum að þú svarir þessu sem fyrst. Svo þökkum við allt skemmtilegt í blaðinu. Tvær fróðleiksfúsar. Svar: Anthony Perlcins dvelst um þessar mundir i Evrópu og mun hafa aðalaösetur sitt í París. Þvl miöur vitum viö ekki heimilis- fang hans þar en viö höfum annað vestan liafs og þar mun vera lwegt aö ná sambandi viO hann: Paramount Studios, 5!f51 Marc- tlion Street Hollywood. Og eins er Jiað meö lúna dönsku vini okkar að við vitum ekki þeirra heimilisföng en bréf skrifuö til Nordisk Film í Kaupmanna liöfn mundu áreiöanlega komast til skila.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.