Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 7
Nú er rétti tíminn að
kaupa fötin
GLÆSILEGRA DRVAL EN
NOKKRU SINNI FYRR.
NYUSTU SNIÐIN.
BEZTU EFNIN.
mm & lautii h.f.
Ókurteisi eða hvað?
Kæri Fálki.
Mig langar til að minnast á
atvik sem kom fyrir á einum
þekktasta veitingastað borgar-
innar. Ég kom ásamt vinkonu
minni og bandarískum her-
manni þar inn og ætlaði að fá
mér að borða. En á þennan
stað höfðum við oft komið
vegna þess að við töldum þetta
rólegan og þægilegan stað. Nú
en þegar við komum inn til-
kynnti „daman“ okkur að það
þýddi ekkert fyrir okkur að
setjast vegna þess að við fengj-
um enga afgreiðslu. Og hún
gerði raunar meira. Hún hótaði
að hringja í lögregluna ef við
færum ekki út strax. Mér
finnst þetta nokkuð langt geng-
ið hjá þessari háttvirtu dömu
jafnvel þó henni kunni að vera
persónulega í nöp við Ameríku-
menn. Það er ekki nein afsökun
fyrir hana því ég veit að þessi
staður er jafnt opinn fyrir þá
og aðra útlendinga. Og hvorki
þessi afgreiðsludama né annað
af starfsfólki þessa staðar hafa
neitt slæmt af neinu okkar að
segja. Mér finnst þetta ekki
beint góð kynning á hinni ís-
lenzku gestrisni og kurteisi,
er alltaf er verið að tala um.
Nú langar mig til að leita
eftir áliti ykkar á þessum at-
burði. Finnst ykkur þetta ekki
einum of frekt? Finnst ykkur
að persónulegt álit afgreiðslu-
dömunnar skipti máli á vinnu-
stað? Svo þakka ég ykkur kær-
lega fyrir birtinguna (þ. e. a. s.
ef þið birtið bréfið). Eins þakka
ég ykkur fyrir blaðið, sem er
að mínu áliti bæði gott og
skemmtilegt.
Virðingarfyllst.
N. J.
Svar:
Ef ekki hafa veriS neinar upp-
festar tilkynningar á þessum veit-
ingastaö um þaO aó Bandaríkja-
hermönnum væri meinaður að-
gangur þá má flokka þetta undir
ðkurteisi. Og ef ekkert ykkar
þriggja hefur nokkru sinni hegð-
aö sér ósæmilega á þessum sama
staö þá er þetta enn meiri ókurt-
eisi. Persönulegt álit starfsfðlks-
ins á ekki aO skipta máli á vinnu-
staO.
James Darrin
kemur enn betur í leitirnar.
í sumar birtum við bréf frá
nokkrum lesendum þar sem
beðið var um heimilisfang
James Darren. Báðum við þá
lesendur er vissu þetta heimilis-
fang að senda okkur línu og
gefa það upp. Um daginn
barst okkur svo bréf sem við
birtum hér á undan. í því bréfi
er utanáskrift að vinnustað
Darren. Nú hefur ekki borist
annað bréf með heimilisfangi
og birtum við það hér.
Kæri Fálki.
Ég hef tekið eftir því, að
hér i Pósthólfinu hefur verið
spurt um heimilisfang James
Darren, en svar ekki fengist.
En hér kemur það: Heimilis-
fang James Darren er: 9614,
Heather Road Beverly Hills,
California, U.S.A..
Með kveðju,
E. G.
Viö þökkum þér E. G. fyrir
þetta bréf.
James Darren
kemur í leitirnar.
Háttvirta Pósthólf.
Ég ætla að senda ykkur
heimilisfang hins margum-
spurða James Darren. Hann
heitir fullu nafni James Ercol-
ani og er fæddur 8. júni 1936
í Philadelphia og er giftur
dönsku fegurðardrottningunni
Ewy Nordlund og þau eiga einn
son sem heitir Charles.
Heimilisfangið er: James
Darren c/o. Columbia pictures,
1488 N. Cower St. Holly-
wood 28.
Bless.
M.
Svar:
ViO þökkum þér kærlega fyrir
þessar upplýsingar M. og nú geta
allir þeir, sem spurt hafa um
þetta langþráOa heimilisfang skrif-
aO kappanum og mun þaO án efa
gleOja hann mikiö.
Nokkur orð um Stjörnuspána.
Kæri Fálki.
Eitt af því sem ég les alltaf
í Fálkanum er Stjörnuspáin.
Nú er það svo að mér finnst
þetta heldur furðuleg spá svona
stundum og lítið af því kemur
fram. Ég hefði gaman af því
að sjá framan í þennan sem
semur þessa spá fyrir ykkur.
Ég held að hann ætti að æfa
sig svolítið betur.
Með þökk.
Stjarni.
Svar:
ViO viljum í upphafi taka þaO
fram að stjörnuspáin er ekki
„samin" eins og þú virðist liálda.
ViO fáum spána utanlanás frá,
frá stofnun, sem hefur marga
menn í sinni þjónustu viO aö lesa
úr stjörnunum og spá fyrir fólk.
ÞaO er ekki okkar sök þótt þú
viröist ekki geta notiO stjörnu-
spárinnar. ViO fáum. iöulega bréf
frá lesendum þar sem þeir tala
um hvaO spáin í Fálkanum sé góO.
FÁLKINN 7