Fálkinn - 02.12.1963, Page 15
kyn afkvæmanna með 75% vissu. Hinar hægfara, en sterku
kvensáðfrumur hjá karlmanninum lifa í tvær vikur, vill
Asger halda fram. En hinar hröðu, veikbyggðu karlsáðfrum-
ur deyja hins vegar innan viku. Dag hvern er framleiðslan
4 milljónir sáðfrumn af báðum kynjum í sæði karlmannsins.
Ef þessi framleiðsla er geymd í þrjár vikur verður árang-
urinn að lokum þessi:
Framleiðsla fyrstu vikunnar er öll dáin. Frá annarri vik-
unni lifa 14 millj. kvensáðfruma, og jafnmikill fjöldi karlsáð-
fruma dáinn. En í þriðju vikunni er framleiðslan bæði karl-
og kvensáðfrumur 14 milljónir af hverju kyni og eru allar
lifandi Nú eru kvensáðfrumurnar orðnar tvöfalt fleiri en x
upphafi. Ef frjóvgunin fer fram á þessu tímabili verður barnið
þess vegna stúlka.
Skilyrði er þó að samræði fari fram á hinum rétta degi,
og stund svo frjóvgunin fari saman með egglosinu.
Konan á þess vegna fyi'st í þrjá mánuði að mæla líkams-
hita sinn á hverjum morgni. Toppur hitalínuritsins sýnir á
eftir nákvæmlega þann tíma sem egglosið fer fram. Á þennan
hátt getur Asger afráðið hvaða dag frjóvgunin á að fara fram,
frá síðustu tíðum konunnai', svo hjón geti fengið hinn lang-
þráða son. Eða dóttur.
Þessi hundruð hjóna sem skrifa Asger Lindberg til að fá
vitneskju um, hvei'nig þau geti eignast dóttur, fá eftirfarandi
boð:
Konan reiknar út daginn, sem hún byrjar tíðir og dregur
síðan þrjár vikur frá þessum degi.Frá þeim degi skal maður-
inn byrja að safna fyrir komandi frjóvgun. Næstu þi’jár
vikurnar má maðurinn ekki hafa neitt samræði, svo að hann,
á hinum ákveðna frjóvgunardegi hafi hinn ákveðna fjölda
af karl og kvensáðfrumum. Á þeim degi, sem egglosið á sér
stað hjá konunni, má aðeins vera eitt samræði á milli þeirra.
Og með aðeins einu sáðfalli. Þá fæðist dóttir í fyllingu timans.
En þau hjón.sem vilja þvert á móti eignast dreng, skulu
sjá um að í sæði mannsins sé mikill fjöldi af nýgerðum karl-
sáðfrumum. Þess vegna ráðleggur Asger verðandi foreldrum,
sem ekki geta haft samræði 5—6 sinnum á dag, sem frjóvgun-
armöguleikarnir til að eignast son eru mestir, að eyðileggja
það sæði frá manninum sem er eldra en 4—5 tíma gamalt.
Eftir þennan reikning fullvissar Asger okkur um, að við
verðum foreldrar af því kyni, sem við einmitt óskuðum eftir.
Hann fullyrðir minnst 97% öryggi fyrir þá sem fylgja ráð-
um forskriftarinnar út í yztu æsar.
Hann hefur þegar aðstoðað mörg hundruð hjón, og vinnur
hann nú að því að safna nægilegum fjölda, eða 2—3 þúsund
tilfellum, sem hann geti notað sem fullnægjandi sönnun í
doktorsritgerð um þetta efni.
Hann bendir líka á að hægt sé að nota kenningu sína til
hins gagnstæða.
Til að takmarka barneignir. Með því að leggja nokkuð að
sér getur hver kona lært hvenær egglos hennar sé, og gæta
sín svo vel næstu fjóra daga á undan og eftir til að eiga ekkert
á hættu. En framleiðendur á lyfjum til getnaðarvarna eru
ekkert allt of hrifnir að að fá mig í samkeppnina, segir
Asger Lindberg hlæjandi, sem rétt fyrir þetta viðtal hafði
fengið sönnun fyrir, hve mikilvæg uppfinning hans væri.
Verkfræðingur í Kaupmannahöfn hefur nýlega skrifað Asger,
Framh á bls. 29.
15
FALKINN