Fálkinn - 02.12.1963, Side 16
RAYMONP
RADIOUET
Ég hugsaði um Jacques. „Við
skulum vona, að hann sé vopn-
aður.“ Þótt ég væri svo hrædd-
ur við dauðann, gugnaði ég
ekki. Þvert á móti hefði ég
verið samþykkur komu Jac-
ques með því skilyrði, að hann
dræpi okkur bæði. Önnur
lausn virtist mér hlægileg.
Að horfast rólegur í augu
við dauðann hefur aðeins gildi,
ef maður gerir það einn. Daúði
með öðrum er ekki dauði leng-
ur, jafnvel fyrir vantrúaða.
Sorgin ligjgur ekki í því að yfir-
gefa lífið, heldur það, sem gef-
ur því gildi. Og ef ástin er líf
okkar, hvar er þá munurinn á
því að lifa saman og deyja
saman?
Ég hafði engan tíma til að
líta á sjálfan mig sem hetju,
því að með því að hugsa mér
það, að Jacques dræpi aðeins
mig eða aðeins Mörtu, kafaði
ég í djúp minnar eigin sjálfs-
elsku. Og vissi ekki hvort af
slíkum slysum væri verra.
Þegar Marta hreyfði sig ekki,
hélt ég, að mér hefði orðið á
skyssa og að einhver hefði
hringt á dyr húseigandans. En
bjallan glumdi aftur.
„Þegiðu. Hreyfðu þig ekki,“
hvíslaði Marta. „Þetta hlýtur
að vera mamma. Ég var alveg
búin að gleyma því, að hún ætl-
aði að koma við eftir messu.“
Ég var hamingjusamur að
vera vitni að einni fórn hennar.
Ef ástmær eða vinur er of seinn
á stefnumót, lít ég strax á þau
sem dauð. Svo að ég batt þessa
kvöl við móður Mörtu og hlakk-
aði yfir skelfingu hennar með
þeirri hugsun, að það væri mér
að kenna, allt, sem hún þjáðist.
Við heyrðum garðhliðinu
lokað eftir nokkrar samræður.
(Frú Grangier spurðist ber-
sýnilega fyrir um það á fyrstu
hæð, hvort dóttir hennar hefði
sést þennán morgun).
Marta athugaði hana bak við
gluggahlerana og sagði: „Það
er mamma.“ Ég sjálfur gat ekki
haft af mér þá nánægju að sjá
frú Grangier fara, með bæna-
bók í hendinni, áhyggjufulla yf-
ir hinni óskiljanlegu fjarveru
dóttur sinnar. Einu sinni enn
sneri hún sér við og horfði á
glugatjöldin, sem voru dregin
fyrir.
Nú þegar ég átti ekkert eftir
til að óska mér, fór ég að verða
ósanngjarn. Sú staðreynd trufl-
aði mig, að Marta skyldi geta
logið svo samvizkulaust að
móður sinni, og í ósanngrni
minni ásakaði ég hana fyrir að
geta logið. Og þar sem ástin
auk þess er sjálfselska tveggia,
fórnar hún öllu til að þjóna
eigin tilgangi og nærist á lyg-
um.
Knúinn af sama djöflinum
ásakaði ég hana fyrir að hafa
haldið leyndri fyrir mér komu
eiginmanns síns. Fram að þessu
hafði ég haft hemil á harð-
stjórn minni og fundizt, að ég
hefði engan rétt til að notfæra
mér vald mitt yfir Mörtu. En
ákafi minn hljóðnaði stundum,
og þá stundi ég:
„Brátt muntu hugsa um mig
með hryllingi. Ég er eins og
maðurinn þinn, alveg eins
ruddalegur. „Hann er ekki
ruddalegur," sagði hún. Og að
svo búnu hélt ég áfram: „Svo
þú svíkur okkur báða. Haltu á-
fram, segðu að þú elskir hann.
Hafðu ekki áhyggjur, eftir viku
geturðu svikið mig með hon-
um.“
Hún beit á vörina, grátandi:
„Hvað hef ég gert til að gera
þig svo ótugtarlegan?
„Ó, eyðileggðu nú ekki fyrsta
dag hamingju okkar.“
„Þinn fyrsta hamingjudag,“
hrópaði ég. „Þú hlýtur að hafa
þokkalegt álit á mér, ef það er
satt.“
Sá, sem greiðir slík högg, er
sjálfur sá, sem særist af þeim.
Ég trúði engu af því, sem ég
var að segja, og samt fannst
mér ég þurfa að segja það. Það
var ómögulegt fyrir mig, að út-
skýra fyrir Mörtu, að ást mín
væri að aukast. Eflaust hafði
hún þá náð þeim óþægilega
aldri, og þessi illkvittna stríðni
var breyting ástarinnar í
ástríðu.
Ég þjáðist og ég sárbændi
Mörtu að gleyma árásum mín-
um.
Vinkona húseigandans ýtti
bréfunum undir hurðina. Marta
tók þau. Það voru tvö frá
Jacques. Eins og til svars við
efasemdum mínum sagði hún:
„Gerðu það, sem þú vilt, við
þau.“ Ég skammaðist mín. Ég
bað hana að lesa þau, en aðeins
fyrir sjálfa sig. Knúin af einu
af þessum viðbrögðum, sem
hvetja okkur til villtustu mik-
ilmennsku, reif Marta annað
bréfið. Það var svo erfitt að
rífa það, að bréfið hlýtur að
hafa verið langt. Þetta gaf mér
nýtt tækifæri til að ávíta hana.
Ég hataði þessa mikilmennsku-
sýningu og iðrunina, sem hún
myndi áreiðanlega finna til síð-
ar. Þar sem ég vildi ekki, að
hún eyðilegði seinna bréfið,
lagði ég mig fram um að hindra
það og minntist ekki á það, að
þetta hefði sannfært mig um,
að Marta væri langt frá því
fullkomin. Hún las það sam-
kvæmt ósk minni. Það getur
verið, að eðlishvöt hafi knúið
hana til að rífa fyrsta bréfið,
en það var eitthvað annað sem
kom henni til að gráta, þegar
hún las hitt: „Guð hefur laun-
að okkur fyrir að rífa ekki þetta
bréf. Jacques segir mér, að öll
leyfi hafi verið afturkölluð í
hans deild, og hann verður ekki
hér fyrr en eftir mánuð.“
Ástin ein afsakar slíkan skort
á háttvísi.
Þessi eiginmaður var farinn
að fara í taugarnar á mér —
jafnvel meira heldur en ef hann
hefði verið viðstaddur og það
hefði verið nauðsynlegt að vera
viðbúinn. Bréf frá honum varð
skyndilega jafnmikilvægt og
vofa. Við borðuðum hádegis-
mat seint. Um fimmleytið
gengum við meðfram ánni.
Marta stóð steinhissa, meðan ég
dró körfu mína undan gras-
hnappi beint fyrir augunum á
varðmanninum. Henni var mjög
skemmt að heyra söguna um
körfuna. Ég var ekki lengur
hræddur um, að hún væri
hlægileg. Við gengum áfram
og tókum það ekki til greina,
hve ósiðsöm við hlutum að
er
16
FALKINN