Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Síða 22

Fálkinn - 02.12.1963, Síða 22
Ííslenzk frasogn eftir Jón Gíslnson * (7tilegmmenn ú fgötlum agf ffuit í fgötu v 'I m aldamótin 1800 bjuggu í Heysholti á Landi í Rangárþingi hjónin, Helgi Er- lendsson og Sigríður Þorkels- dóttir. Þau áttu margt barna Og voru heldur fátæk, en kom- Ust þó af, án þess að þiggja af fiveit. Börn Heysholtshjóna kurfu að heiman jafnóðum og þau komust upp, fóru í vist eða Vinnumennsku í nágrenninu eða í nærliggjandi sveitir. Með- al barna Helga og Sigríðar, var Sveinn, er Erlendur var heit- inn. Hann er talinn 9 ára árið 1801, þegar manntalið er tekið. Hann er því fæddur um 1792. Erlendur var snemma hinn gervilegasti á allan vöxt og til burða og vinnu. En fljótt bar é því, að hann væri undarleg- ur í háttum, einrænn og dulur. En margt varð um örlög hans á þann veg, að þetta ágerðist. Af Erlendi verður sagt nokkuð í þessum þætti. Á æskuárum Erlends í Heys- holti, voru miklir umbrota- og ólgutímar. Landið mátti heita að mestu aðdráttarlaust um árabil, meðan Napóleonsstyrj- aldirnar geisuðu. Á þessum ár- Um dróst ísland í fyrsta skipti að verulegu leyti inn í heims- atburðina. Það var ekki lengur fjarri þjóðbraut stórþjóðanna. Að sjálfsögðu fylgdist íslenzkt alþýðufólk lítt með þeim at- burðum, er gerðust út í heimi, nema að því leyti, að afleiðing- arnar bitnuðu á hag þess og varð að biturri reynslu, er bjó Um sig í hugum þess í nokkra ættliði. Það hafði lengi loðað við hina dönsku Aldinborgar- konunga, er ráðið höfðu ríkj- tnn í Danaveldi, síðan um mið- bik 15. aldar, að þeir voru lítt til fjármála gefnir, þrátt íyrir það, að þeir sópuðu saman ógrynni fjár úr skattlöndunum, jafnt af íslandi, Noregi og víð- ar. Danska yfirstéttin lifði í nokkurs konar stórveldsdraum- um, kaus sízt að hafa samvinnu við þær þjóðir, sem þeim var hollast, en leitaði til þeirra, er leiddu til skelfingar og jafnvel á þrep kreppu og hruns. Svo varð í byrjun 19. aldar. anski konungurinn, hóf samvinnu við hinn volduga Frakkakeisara, Napóleon mikla, og tók að nokkru hlutdeild í tilraunum hans að gerast hæst- ráðandi í Norðurálfu, að for- dæmi einvalda miðalda. En áð- ur en langt um leið, varð ann- að ríki voldugra Frakklandi í Evrópu, og bar siguorð af Dön- um. Bretar hertóku Kaup- mannahöfn árið 1801, og í ann- að sinn árið 1807, án þess, að Danir fengju rönd við reist. Enda er þeim annað betur lagið, en að verja land sitt og borgir í styrjöld, eins og oft hefur berlega augljóst orðið á seinni öldum. Það þykir ef til vill undar- legt við fyrstu sýn, að atburð- ir suður við Eyrarsund og á víðlendum Norðurálfu, skipti máli fyrir örlög fátæks sveins um aldamótin 1800 uppi á Landi í Rangárvallasýslu. En svo er það samt, og skal það rakið að nokkru. Verzlunarmál fslendinga höfðu um langan aldur verið í hinum mesta ólestri eða allt frá því, að einokun komst á hér á landi árið 1602. Verzlun- arskipulagið, er hinir dönsku einokunarkaupmenn mótuðu í upphafi einkokunarinnar, var hið herfilegasta. Landinu var skipt í verzlunarumdæmi, og urðu íbúar þeirra að verzla á einum stað, er þeim var skikk- að. Til dæmis áttu allar sýsl- urnar þrjár, Árnes-, Rangár- valla- og Vestur Skaftafells- sýsla að sækja verzlun til Eyr- arbakka. Og meira að segja, um skeið að reka sláturfé sitt til Hafnarfjarðar. Að vísu verzluðu vertíðar- og útróðr- armenn úr austanverðu verzl- unarumdæminu talsvert í Vestmannaeyjum, því að danski einokunarkaupmaðurinn þar, var skyldur að hafa opna búð annað veifið á vertíðinni. En slík verzlun var ekki svo mikil að neinu verulegu munaði. Bændur úr austurhluta Rangárvallasýslu og úr Vestur Skaftafellssýslu, kvörtuðu tíð- um undan því við yfirvöldin, hve erfitt væri að sækja verzl- un til Eyrarbakka. Þessar kvart- anir báru ekki árangur fyrr en 1783. Þá var stofnað útibú frá Vestmannaeyjaverzzlun í Bakkahjáleigu í Austur Land- eyjum. Þangað áttu að sækja verzlun, auk Vestur Skaftfell- inga, bændur úr Eyjafjalla- sveit, Fljótshlíð, Hvolhrepp og úr Landeyjum. Þetta útibú varð þessum sveitum til mikils hag- ræðis og hagsbóta, þrátt fyrir það, að sama ár og það var stofnað, yfirdyndi ein hin mesta plága um alla sögu, Skaftáreld- arnir. að fríhöndlunin hófst, var fyrst í stað haldið áfram verzlun í.Bakkahjáleigu, og virðist þar hafa verið rekin verzlun, þangað til siglinga- teppu Napóleonsstyrjaldanna fór að gæta. En þá lagðist verzl- un þar niður og hefur ekki verið 22 fXlkinn rekin síðan. Það virðist í sjálfu sér allfurðulegt, að á þessum tima, skyldi vera hægt að flytja vörur úr Vestmannaeyjum upp í Landeyjar, þegar þess er gætt, að landsmenn voru mjög illa búnir skipum og bátum. En á því er skýring nokkur. í Landeyjum voru betri skipa- smiðir en annars staðar. Þar var skipasmíði iðkuð af fornri erfð og kunnáttu. Útgerð var talsverð við Landeyjasand og undir Eyjafjöllum á þessum ár- um. Stærri skipin leituðu síð- ari hluta vertíðar til Vest- mannaeyja og voru gerð þar út til vors. Landeyingar og Fjalla- menn voru því þaulvanir Eyjaferðum og gjörþekktu sjó- lag og allar aðstæður við hina sollnu strönd Landeyjanna. Skipakostur var líka góður og traustur. Eftirtektarvert er, að eftir að verzlun lagðist niður í Bakkahjáleigu, leituðu nokkrir kunnir skipasmiðir úr Landeyj- um og fluttust til Suðurnesja. Enda varð það svo, að fyrri hluta 19. aldar, eru beztu skipa- smiðir Suðurnesja ættaðir úr Landeyjum. Einnig má geta þess, að bezti og þekktasti skipasmiðurinn í Vestmanna- eyjum, um og eftir miðbik 18. aldar, var úr Landeyjum ætt- aður. Það var Guðmundur í Þórlaugargerði, er smíðaði hina miklu kirkju á Breiðabólsstað í Fljótshlíð í tíð síra Högna Sigurðssonar prestaföður. 1 rátt fyrir illt árferði fyrst í stað, eftir að verzlun hófst í Bakkahjáleigu, batnaði verzlun Rangæinga stórlega. Það var hvorttveggja í senn, að bændur gátu sótt þangað og flutt vörur sínar þangað með hægara móti en til Eyrarbakka. Með fríhöndlunarskipuninni árið 1787, voru danskir pening- ar lögleiddir á íslandi, jafnt slegin mynt sem bankaseðlar, Hagsýnni bændur færðu sér það í nyt, og gátu oft á tíðum haft talsvert af peningum heima til geymslu í kistuhandr- aða, að loknum viðskiptum við kaupmenn. Þetta var í fyrsta sinn, síðan á þjóðveldisöld, að skotsilfur nokkuð var í eigu al- mennings í Rangárþingi. En gjaldmiðill þessi reyndist fall- valtur eins og brátt verður sagt. Eftir að Bretar hertóku Kaupmannahöfn í síðara skipt- ið 1807, varð danska ríkið nær þv* gjaldþrota. Gengishrun

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.