Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 23
varð því í Danaveldi árið 1813,
og urðu bankaseðlarnir dönsku
nær því verðlausir. Fyrstu
kynni íslenzkra kaupmanna,
bænda og búaliðs af pappírs-
peningum varð því bitur. Þeir
töpuðu að mestu þeim verð-
mætum, sem þeir höfðu unnið
sér inn með hörðum höndum
og sárum svita. Svo varð fyrsta
gengislækkunin er íslendingar
reyndu. íslenzkir alþýðumenn
höfðu í marga áratugi hreina
óbeit á bankaseðlum, og marg-
ir voru, sem alls ekki vildu eiga
þá nema um stundar sakir. Til
þess er að rekja, að allir pen-
ingasafnarar og peningamenn,
áttu peninga sína í sleginni
mynt lengi fram eftir 19. öld.
Svo gróinn var ótti almennings
við peningaseðla, að ég veit að
eldra fólk, enn þann dag í dag,
man eftir því, að fólk hafði
óbeit á bankaseðlum. f gengis-
hruninu danska í byrjun 19.
aldar, hélt slegin mynt alveg
verðgildi sínu. Þeir sem áttu
peninga sína í slíkum verðmæt-
um töpuðu því engu.
Þess skal getið til fróðleiks,
að að afstöðnum Napóleons-
styrjöldunum, stofnuðu Rang-
æingar til samtaka í verzlun.
Sennilegt tel ég, að það séu
elztu samtök til verzlunar hér
á landi, jafnvel eldri en þing-
eysku samtökin.
r
rlendur Helgason fór
ungur í vist til bónda eins í
Landsveit. Ekki er mér kunn-
ugt um, hvað hann hét eða
__. . Framh. á bls. 40,
fXlkinn 23