Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Side 28

Fálkinn - 02.12.1963, Side 28
Liljur Sallyar FramhaJd af bls. 13. Við keyptum hús í útjaðri borgarinnar. Þar var allt — fjöldi herbergja, fallegur garð- ur með tjörn og eplatrjám. Aiveg eins hús og ég hafði lofað fA'.ijy. Celia sagði að hún vildi aíveg eins lítið hús, en ef ég viidi frekar þetta, þá skyldum við eiga það. Við vorum hamingjusöm, auðvitað vorum við það, hvern- ig gátum við annað þar sem við höfðum allt? Ég kynnti Celie fyrir Marie Benodet, sem sagði á sinn sérstæða stutta hátt: — Þér eruð heppnir aftur. — Ég kann vel við Marie Benodet, sagði Celia. — Hún var alltaf mjög góð við Sally, sagði ég fráhrind- andi. Celia leit undrandi á mig, og lagði svo hendina sína á mína. — Segðu mér hvað þýðir þetta með liljurnar hennar Sallyar? Ég sagði henni frá laugar- dagskvöldunum og frá bláa vasanum. — Ég hafði ekki ráð að kaupa handa henni liljur þá, sagði ég önugur. — Við skulum fara til París- ar, sagði ég skyndilega. Við vorum stödd í þröngri gamalli götu og mér leið eins og ég væri að reyna að komast út úr skugg- anum, en kæmist ekki, ég var að reyna að hugsa minna um Sally eins og þegar hún var að koma heim á sumarkvöldunum með fangið fullt af blómum. — Parísar? Hvenær? Cellia hló að mér. — Um páskana. í apríl. Þú veizt, elskan — París á vor- in..... Skyndilega fannst mér það skrítið að Celia skyldi líka vilja ferðast. Kannske skildi hún þetta. — Allt í lagi þá förum við til Parísar, samþykkti hún. Við höfðum það alveg dásam- legt í París. En þó var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Mér virtist Celia draga sig inn í sjálfa sig. Manneskjan sem gekk við hliðina á mér og tal- aði og hló var ekki sú sama, hún var eitthvað fjarlæg mér. Túlipanarnir voru sprungnir út þegar við komum heim. Allt heimilið leit svo vel út þegar við komum. Ég leit á Celia og hugsaði hreykinn. Ég get gefið þér allt. — Hvers vildir þú helzt óska þér af öllu? spurði ég hana. — Ég? Svaraði hún út á þekju. NÝTÍZKU HÚSGÖGN ELDHOSSETT FALLEG, VÖNDUÐ, ÖDYR. SENDUM UM ALLT LAND. HIMOTAN HOSGAGNAVER^LUN Þórsgötu 1 — Sími 20820. — Já, einhvern hlut, svaraði ég, — eitthvað sem konur lang- ar í — svo sem pels, uppþvotta- vél eða nýja eldavél? Hún varð alvarleg á svipinn og tók svo andlitið á mér á milli sinna fallegu handa, og sagði: — Það þýðir ekkert að vera að gefa mér fallegar gjafir, ég vil aðeins ást þína. Ég keypti dýrindis pels handa henni í afmælisgjöf, en hún leit hræðilega illa út í honum, hún var eins og lítil stúlka sem hef- ur stolizt út í fötum af móður sinni. — Ég er of lítil til að geta gengið í pels, sagði hún og strauk gljáandi hárin. Ég keypti líka handa henni nýjustu gerð af eldavél, en hún virtist ekkert vera hrifin af henni. Hún vildi vita hvort Sally hefði óskað sér að eiga svona eldavél en leit út eins og hún vissi svarið fyrirfram. — Við höfðum ekkert eldhús í Seville Street, hreytti ég út úr mér. — Við höfðum aðeins eina hellu til að elda á . Ég gekk út í garð og starði á eplatré í dimmunni. Ég minnt- ist þess, hvað Sally hafði lang- aði í eplatré. — Þetta var minn- ing sem mig langaði ekki til að rifja upp. Þegar ég kom til baka inn í eldhúiið, sá ég að Celia hafði grátið. — Ég kann ekkert á þessa nýju eldavél, stamaði hún og benti á eldavélina. — Það gerir ekkert til, sagði ég stutt. — Skilaðu pelsinum aftur sagði ég biturt. — Og fáðu þér hvað sem þig langar í. Andlit hennar fékk allt í einu á sig kaldan svip. — Ég er ekki Sally, sagði hún, — og ég get aldrei orðið nein eftir- mynd af Sally. — Vertu ekki hlægileg, sagði ég ergilegur. Eg skildi seinna hvað það var sem ég sagði við Celiu. Celia svaraði biturt: — Ég get ekki þolað að vera eftirmaður einhvers, David. Ég veit hvers vegna að ég giftist þér. En ert þú viss um hvers vegna að þú giftist mér? — Af því áð ég elska þig. — Eða af því að þér fannst ég minna þig á Sally. Hún var orðin æst. Hún gerði mig reiðan. Hún hafði eitt and- artak snert við sári sem var ekki fullgróið enn. — Allt í lagi þá keypti ég afmælisgjöf handa þér sem þú ekki vildir fá. En ég veit bara ekki hvað þú vilt. Stundum finnst mér að ég viti ekkert um þig, sagði ég seinlega. — Reyndu þá að kynnast mér, sagði hún kalt. — Ég ætla að byrja að vinna aftur, sagði hún rólega. — Geoff Clark hef- ur boðið mér vinnu við að sjá um kvennasíðuna í blaðinu „Gazette“. — Þú ert þá ekki að hugsa um að taka þessa vinnu? hróp- aði ég. f> i — Ég tek vinnuna, ekki pen- ingana. Ég leit á hana og sá einhvern: kraft leggja frá henni. Allt í lagi hugsaði ég, en svona hafði ég aldrei séð hana fyrr. Og mér líkaði ekki alls kostar þetta sem ég sá. c->J Svo kom hún óvænt til mín og lagði hendurnar um hálsinn * á mér og sagði: — Ég elska þig ) David, — svo mikið að ég vildi ! óska að ég væri eins og þú vild- ir að ég væri. — Ég vil ekki að þú byrjir að vinna í „Gazette" aftur, - sagði ég. — Hvers vegna ekki? Frú Milner gerir öll húsverk líka. Og það er ekkert meira fyrir mig að vinna þar heldur en fyr- ir hana. Ég kom alltaf á undan henni heim, en ég vildi ekki segja henni hvað ég saknaði hennar mikið. Fyrsta laugardaginn eft- ir að hún byrjaði að vinna sagði hún: „Ég ætla á Gildersbridge leikritið í kvöl ætlar þú að koma með mér? — Ég á að spila golf með Bill Start, minnti ég hana á. Henni virtist falla þetta þungt. En það var ekki liðinn langur tími eftir að hún var farin, að Bill hringdi og sagði að hann gæti ekki spilað golf þennan dag. Ég hafði ekkert að gera svo ég fór út í garð að ganga og varð þá var við að ég var sígarettulaus og varð að fara í borgina til að kaupa þær. Þetta var lítil tóbakssölubúð við hliðina á Benodet. Ég sá stúlku koma út úr búðinni með blómabúnt í fanginu. Svo kom Marie í gættina lét hendurnar á dyrakarminn og leit kulda- lega á mig. — Hún er farin, sagði hún stutt. — Hún var hér fyrir tíu til fimmtán mínútum síðan. — Hver? spurði ég, og svo rann það upp fyrir mér að hún ætti við Celiu. — Konan þín, sagði hún. — Hún keypti liljur. Hún gaf mér merkilegt rannsakandi augna- tillit sem ég skildi ekki fyrr en seinna. — Liljur, endurtók Framhald á bls. 31. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.