Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Síða 31

Fálkinn - 02.12.1963, Síða 31
Liljur Sallyar Framh. af bls. 28. ég lágt, — og bláan vasa til að setja þær í, af því að yður líkaði þær, sagði hún. — Þér hafið verið heppnir í tvö skipti. Og annað skiptið nægir yður ekki. Ég hoppaði upp í bílinn án þess að kaupa sígarettur. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í forstofuna, voru blómin í bláa vasanum. Ég leit á þau og fékk samvizkubit. Hún gerði þetta til að gleðja mig, hugsaði ég. Celia! hrópaði ég tauga- óstyrkur, næstum hræddur um að það væri nú þegar orðið of séint að fá hana aftur. Hún kom fram á tröppubrún- ina, hafði skipt um föt og þveg- allt make-up af sér, og hárið hangandi niður herðarnar, hún leit út fyrir að vera fjórtán ára. — Komdu hingað, sagði ég og rétti út hendurnar. Hún leit undrandi á mig og kom hægt gangandi til mín. — Þú lítur út fyrir að vera fjórtán ára, sagði ég, — elsku- lega litla stúlkan mín. Ég hef aldrei séð þig svona áður. Þeg- ar þú ferð á blaðið ert þú alltaf svo fín að þú lítur út eins og sýningarstúlka. .... Ég talaði mig hásan, en hún skildi hvað ég var að reyna að segja. Ég sá að spenningurinn hvarf smám saman af andlitinu Kæri Astró. Mig langar mikið að vita eitthvað um framtíð mína og leita ég því til þín í von um áð fá svar sem fyrst í vikublað- inu Fálkanum. Ég er fædd klukkan tvö að nóttu. Hvernig verður heilsan í framtíðinni og hef ég kynnzt tilvonandi eigin- manni mínum, ef ég þá á eftir að giftast og hve mörg börn mundi ég eignast. Einnig lang- ar mig til að vita hvort maður- inn minn ef einhver verður yrði yngri að aldri en ég og yfir- leitt allt, sem hægt er að lesa úr stjörnunum í sambandi við mig, ef það er þá þannig að það sé hægt að setja það á prent. Hvort verð ég í dreifbýli eða þéttbýli í framtíðinni. Gjörið svo vel að sleppa fæðingardegi, mánuði, ári og stað við birt- ingu. Ég vonast fastlega eftir svari sem fyrst. Með þakklæti fyrir birtinguna. Ein forvitin. á henni, og heit bylgja af létti gagntók mig. Ég elska þig, hvíslaði ég, — þig — þig,— Celia. Hún hjúfraði sig upp að mér. — Ég trúi því, hvíslaði hún þreytt. — Ég hef nokkuð að segja þér sem þú kannski vildir heyra. Þetta starf hjá „Gazette“ var bara laust í mánuð, því rit- stjórinn yfir kvennasíðunni kemur þá til baka af sjúkrahús- inu. — Ó, ástin mín, ég hef sakn- að þín svo mikið.Við skulum kaupa okkur minna hús þar sem við getum lokað okkur inni tvö ein. Ég leit á borðið. — Og hafa liljurnar með. ÞÍNAR einka liljur, elskan, og setja í bláan vasa. Hún hristi höfuðið. — Liljur? í bláum vasa? En það tilheyrir Sally. Ég hristi höfuðið. — Harissi liljur eru fallegar í blá- um glervasa. Það var Sally, en þessar eru fyrir þig — og mig, nú og alltaf — til að minna mig á hvað mikið að ég elska þig. Gleðin sem Ijómaði af andliti hennar fékk mig til að finnast ég vera mjög, mjög, lítill. Ég elskaði hana með sterkri þrá og löngun sem ég ekki hefði trúað að ég ætti nokkru sinni eftir að elska aftur. Ég leit á blómin enn einu sinni og brosti með sjálfum mér. Hún hafði hagrætt þeim vand- lega I vendi af liljum í gamal- dags lágum vasa úr Ijósbláu gleri. Þú hefur nokkuð erfiðar af- stöður varðandi hjónaband og náinn félagsskap við sterka kynið. Plútó í sjöunda húsi bendir venjulega til þess að undarlegar aðstæður skapist í sambandi við giftinguna eða óvenjulegar. Oft bendir hann einnig til þess að fólk skilji að skiptum um óákveðinn tíma og taki saman aftur síðar. Af þess- um sökum má vel vera að þú hafir þekkt manninn áður, sem þú spyrð um í bréfi þínu. Þeir karlmenn, sem að öðru jöfnu ættu bezt við þig eru þeir, sem fæddir eru undir merki Ljóns- ins eða á tímabilinu frá 24. júlí til 23. ágúst eða undir merki Bogmannsins frá 23. nóv. til 21. des. Einnig undir merki Hrúts- ins eða á tímabilinu frá 21. marz til 20. apríl. Þau árin sem framundan eru verða happa- sælli í ástamálunum heldur en verið hefur til þessa hjá þér, og ekki trúlegt að undanfarnir mánuðir og jafnvel siðastliðið Hungurvaka Framh. af bls. 25. Ber, sem uxu rétt hjá, og blöð plantnanna, sem greru allt í kring, innihéldu 80% vatn. Það, sem dró flugmennina daglega nær dauðanum, var hungur, sem berin gátu ekki satt: hungur eftir eggjahvítuefnum. Eggjahvítuskortur leiðir til nokkurs konar andlegrar hnign- unar, til sljóleika. Jafnvel ótt- inn við dauðann gefur mönn- um, sem þjást af þeim skorti í ríkum mæli, ekki nægilegan kraft til þess að hrista af sér doðann. Dauði þeirra verður eins og þegar skar útbrunnins kertis lognast út af. 27. dagur í kjarrinu. „Ég ætlaði að fara að fremja heimskulegan verknað. En héðan í frá mun ég halda söns- um, allt til dauðans. Bíða ró- legur unz Guð kallar mig.“ Rannsókn á líki da Costas og á flugvélinni leiddu í ljós, hvað hann átti við. Spegillinn í flugmannsklefanum var brot- inn. Da Costa hafði reynt að skera sig á púlsinn. 33. dagur í kjarrinu. Nemandinn Fernandes til konu kennarans: „Maðurinn yðar hefur beðið mig um að skrifa yður. Hann hefur ekki lengur kjark til þess. Hann er alltaf að tala með tárin í aug- ár kunni að marka tímamót í þessum efnum hjá þér. Það sem mesta athygli vek- ur í sambandi við stjörnukort er hve margar plánetur eru staðsettar í öðru húsi. Þar er að finna Venus, Mánann, Úran- us, Sól, og Merkúr. Venusinn og Máninn eru áhrifamestu páneturnar þar eð þær eru fremstar í húsinu og bendir til lánsemi í fjármálunum yfirleitt. Þér mundu t. d. fara vel úr hendi gjaldkerastörf eða af- greiðslustörf. Eftir samstöðu Mánans og Venusar að dæma þá ættirðu að eiga auðvelt með að skapa þér vinsældir. Annars benda þessar plánetur til þess þér sé talsvert umhugað um fjármuni, og ef til vill liggur hér hundurinn grafinn út af hverju þér hefur gengið sein- lega að afla þér maka. Það mun fátt fara eins mikið í taugarnar á karlmönnunum eins og það að stúlkur byrji á því að spyrja þá um banka- unum um ást ykkar, sem ekk' vitið, hvort við erum lifandi eða látnir.“ 40. dagur í kjarrinu. Nú skrifar da Costa aftur: „Ef lík okkar finnast, vii ég láta jarða mig í Catumbela, þar sem ég á heima. Kona mín og börn eiga að biðjast fyrir við gröf mína á hverjum laugardegi. Ég bið konu mína um að gifta sig ekki aftur.“ Nemandinn, Fernandes, skrif- ar ekki oftar. Bersýnilega eru kraftar hans á þrotum. 51. dagur í kjarrinu. „í vasa mínum er þúsund Escudo seðill. (Nálega 1500 ísl. krónur). Hann er eign þess, sem færir konu minni þessi blöð.“ f vasa da Costa fannst aðeins blár vasaklútur. Sýnilegt er því, að er hann hefur þetta skrifað, hefur hann ekki getað hugsað skýrt lengur. 57. dagur í kjarrinu „Ég, Acacio Lopes da Costa óska utan úr alheiminum öll- um gæfu og góðrar heilsu. Sjáumst aftur hinum megin.“ Þessi orð eru tæplega lesandi, en þó unnt að stafa sig fram úr þeim. Talið er fullvíst, að Costa hafi neytt síðustu krafta sinna við að skrifa þau og dáið fljótlega á eftir. Og nálega samtímis nemanda sínum, Fern- andes. Hungurvaka þeirra í kjarr- inu varði í 57 daga. innstæður. Það á ekki við á þessu stigi málsins að hefja umræður um slíkt. Nógur tími síðar. Hið rísandi merki þitt er Bogmaðurinn, bendir til þess að fyrir þér eigi að liggja að ferðast eitthvað til útlanda. Þú þarft að kynna þér hinar ýmsu hliðar trúarbragðanna og heimspeki. Þér mun vegna betur við að búa í sveit heldur en kaupstað, þar sem þú gætir lagt stund á nautgriparækt. Neptún í áttunda húsi bendir til þess að þér stafi nokkur hætta af eitrun niðursoðinna matvæla, einnig vatni og táuga- styrkjandi lyfjum séu þau notuð í óhófi. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.