Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Side 38

Fálkinn - 02.12.1963, Side 38
„Var hún tilbúin?“ hváir hann og undrunin leynir sér ekki í röddinni. „Já já, hún var það og þú hefðir bara átt að sjá hana. Það lá við að ég fengi vatn í munninn, hún var svo falleg.“ „Fékkstu vatn í munninn?“ hrópar Ásmundur og rís ógn- andi úr sæti sínu. „Þú verður að fyrirgefa mér, en hún var svo girnileg,“ segir Stjáni hikandi. „VAR? Hvað áttu við með því?“ segir Ásmundur og lít- ur brúnaþungur á Stjána. „Það kom dálítið óhapp fyr- ir á leiðinni út að bílnurn," segir Stjáni og snýr húfunni óstyrkur á milli handa sér. „Þetta var nú eiginlega ekki mér að kenna, því að ég hélt eins varlega og ég gat á henni.“ „Hélztu á henni?“ öskraði Ásmundur og augu hans skutu gneistum af reiði. „Já, ég viðurkenni að það hefði verið öruggara að nota sjúkrakörfuna, en Gvendur var alveg á móti því.“ „Sjúkrakörfuna? En hvað skeði?“ hálf hvíslar Ásmundur og kreppir og réttir úr hnef- unum á víxl. Það er auðséð á honum að taugar hans eru að nálgast há- spennu. „Ég missti hana niður,“ styn- ur Stjáni upp rámraddaður. „Misstirðu hana niður?“ hrópar Ásmundur grátklökkur. „Já, en hún skemmdist bara lítilsháttar. Bakarinn getur hæglega lagað það“ svarar Stjáni uppörvandi. „Bakarinn? Hvað meinarðu mannandskoti? Heldurðu að ég fari að láta bakarann þukla á konunni minni?“ „Konunni þinni?“ hváir Stjáni alveg grallaralaus. „Já, varst þú ekki sendur eftir henni eða hvað?“ „Nei, ég var ekki sendur eftir konunni þinni,“ svarar Stjáni og skilur hvorki upp né niður. „Nú, um hvað hefurðu verið að tala allan tímann?“ spyr Ásmundur og öll reiði er horfin úr röddinni. „Nú auðvitað um afmælis- tertuna þína,“ svarar Stjáni og tvístígur órólega. „Afmælistertuna mína,“ styn- ur Ásmundur upp um leið og hann hlammar öllum sínum 120 kílóum ofan í sterklegan stólinn. Hann situr þarna með vindil- inn lafandi út um hægra munn- vikið alveg svipbrigðalaus. En svo er eins og hann fari að skilja samhengið, því hann hallar sér í stólnum og hlær hátt og innilega. „Það var þá tertan, sem þú misstir,“ stynur hann upp milli hláturskviðanna. „Skemmdist hún mikið?“ „Nei nei, það var bara smá- vegis,“ svarar Stjáni og brosir nú í fyrsta skipti. „Jæja, það var ágætt,“ svar- ar Ásmundur og þurrkar sér um augun með vasaklútnum. Stjáni hefur það á tilfinning- unni að honum sé ofaukið þarna og ætlar að fara að kveðja, þegar dyrnar opnast skyndilega og inn kemur mið- aldra kona, fasmikil. Hún virð- Foreign Trade Enterprise centrozap 7 Ligonia, Katowice Pólland P. 0. Box 825 Flytur út: VALTAVÉLAR vf»ifi vultu: Hálfkældar steypujárnsrúllur Kældar steypujárnsrúllur Kúlulagaðar steypujárnsrúllur SteypustálsrúIIur Smíðastálsrúllur Kældar, fægðar steypujárnsstuðlarúllur 38 FÁLKINN ir Stjána ekki viðtals, en vagg- ar að skrifborðinu. „Ó, hvað það var elskulegt af þér að senda hann Baldvin eftir mér, þú ert alltaf svo hugulsamur Mundi minn.“ Síðan heyrist smellur, líkt því og þegar tappi er dreginn úr brennivínsflösku. En Stjáni sér að það er ekki það, sem skeð hefur. Heldur hefur hin elskulega eiginkona kysst mann sinn. Fyrrgreint hljóðmerki átti þá upptök sín, þegar þykkar varir frúarinnar smullu á rjóð- um vanga Ásmundar. „Ég var að hugsa um að kaupa handa þér tertu,“ held- ur frúin áfram. „En hann Bald- vin sagði mér að allir starfs- mennirnir á stöðinni hefðu slegið saman í eina veglegá afmælistertu handa þér. Því eins og Baldvin sagði: „Það er ekki á hverjum degi, serp slökkviliðsstjórinn er íimmtug- ur.“ „Nei, sem betur fer,“ tautar Stjáni um leið og hann læðist út úr skrifstofunni alls hugar .feginn. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spitalastig 10 Sími 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Alls konar eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. JálkiHH {jhjflur út

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.