Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Síða 40

Fálkinn - 02.12.1963, Síða 40
(jtilcgumenn Framh. af bls. 23. hvar hann bjó. Erlendur var, eins og þegar var sagt, á æsku- árum einrænn og dulur, jafnt í máli og háttum, en þrekmað- ur til vinnu og trúr húsbænd- um. Eitt sinn er mælt, að bóndi sendi Erlend til skógartöku, er þá var allvíða enn fremur góð. Mælti bóndi svo við Erlend, að hann skyldi taka skóginn, þar sem hann væri beztur og mest- ur. Erlendur fór trúlega eftir fyrirmælum húsbónda síns, og valdi sér hinn bezta stað til skógarhöggsins, þar sem skóg- ur var hvort tveggja í senn hár og þéttur. En honum brást hrap- allega bogalistin. Hann lenti í landi annars en húsbónda síns, og var kærður fyrir gripdeild. Erlendur var yfirheyrður um skógartökuna af sýslumanni og síðan saksóttur. Erlendur var alldulmáll í svörum við yfir- heyrsluna og talaði stundum í líkingum eða á huldu. Vissi því sýslumaður á stundum ógjörla, hvort hann meðgekk eða neit- aði. Spillti þetta allmikið mál- stað hans. Fór því svo að sýslu- maður dæmdi Erlend til sektar, að hýðast, eins og þá var siður fyrir minni háttar yfirsjónir. En húsbóndi hans slapp, án nokkurrar sakar. Þetta varð þung raun ungum manni, lítt hörðnuðum, og ekki sízt, þegar hann fann glöggt sjálfur, að sér hafði verið gert rangt til, og hann hefði í raun réttri engan glæp framið. Að afstaðinni þessari raun, varð Erlendur greinilega var' þess, að fólk fyrirleit hann og sniðgekk. Hann varð því fljót- lega allt annar maður, tor- tryggði alla og treysti fáum. Erlendur varð því enn þá ein- rænni en áður. Hann fór tíðum e nförum og forðaðist samneyti s °m allra mest við fólk, sérstak- > a sveitunga sína. Honum rekk fremur illa að fá vist, þrátt fyrir atgjörvi sitt og dugnað. Hann tók því að stunda lausamennsku, án þess að fá til þess leyfi. Flakkaði hann því milli bæja, og fékk sér vist við og við. Voru bændur fúsir að taka hann í vinnu um tíma, þar sem hann var alþekktur að dugnaði og trúmennsku við alls konar störf. Á vertíðum stund- aði hann sjómennsku, oftast í Vestmannaeyjum en stundum suður með sjó. Erlendur tók kaup sitt, annað hvort í vel seljanlegri kaupstaðarvöru eða peningum — en aðeins sleginni mynt. — A 0 þennan mund var mikill gróðahugur í ungum mönnum. Fleiri tækifæri gáfust en áður að komast áfram. Menn söfnuðu peningum eftir getu og varðveittu þá á kistu- botni eða í handraða, þar til þeim tókst að eignast svo mikið, að þeir gætu keypt jörð eða jarðarpart og hafið búskap. Menn lögðu yfirleitt ekki pen- inga sína á vöxtu eða lánuðu þá gegn vöxtum. Þó var heim- ilt eftir 1822 að leggja peninga á vöxtu í konungssjóð, en sára- fáir notfærðu sér það, aðallega ríkismenn og embættismenn. Erlendur Helgason varð snemma mikið fyrir að safna peningum og gekk þessi fýsn hans úr hófi fram, svo að furðu gegndi. Á stundum jaðraði gróðafýsn hans við gripdeildir. Hann fór passalaus milli sveita, en það var algjörlega óheimilt. Var hreppstjórum skylt að handsama slíka menn og til- kynna sýslumönnum um ferðir þeirra og jafnvel að ráðstafa þeim, þar til þeir kæmust til heimkynna sinna. J f W rið 1825 er Erlendur á ferð eða í lausamennsku suður á Álftanesi og komst þar í kast við hreppstjóra Álftnes- inga og var settur í hald, eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Ólafur Finsen sýslu- maður í Gullbringusýslu sendi sýslumanninum í Árnessýslu eftirfarandi lýsingu á Erlendi 21. maí 1825: „Erlendur Helga- son, að sögn hans 32 ára gam- all, fæddur í Landmannahrepp í Rangárvallasýslu, strauk frá Ráðagerði í Álftaneshreppi inn- an Gullbringussýslu nóttina milli þess 19. og 20. þ. m. Hann er meðalmaður á hæð, nokkuð þrekvaxinn, ljóshærð- ur, skegglítill, bleikur í andliti, kinnfiskasoginn, hökulangur og nokkuð undirleitur, óframar- legur og seinn í tali við fólk.“ Ekki er mér kunnugt um, hvað úr þessari kæru varð. Helzt er ég á, að Erlendur hafi sloppið við frekari rekagátt. Eftir því, sem greint er í heimildum, stundaði Erlendur 00 ////'/', /4' Einangrimargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. alls konar prang. Hann eignað- ist hesta nokkra og keypti að- eins hina völdustu gripi, trausta og þolna. Hann eignaðist líka útbúnað nokkurn til ferðalaga og valdi hann einnig með það fyrir augum, að til langferða væri kjörinn. Erlendur eignað- ist föt traust og skjólgóð og held eftir því, sem þá var framast kostur. Erlendur komst á snoð- ir um það, að hann myndi hafa meira upp úr sér á sumrum, éf hann færi norður í land, haf- andi með sér ýmsar vörur til sölu og stunda jafnframt kaupá- vinnu. En á þessum árum treystust fáir að fara fjöll norð- ur, og sízt af öllu einir síns liðs, sakir útilegumanna og annarra orsaka. En Erlendur lét það ekki aftra sér. Hann hóf norðurferðir og gekk allt sæmilega. r rlendur fór einn síns liðs norður í land mörg sumur. Hann flutti með sér skreið á nokkrum hestum, allt upp í fjóra til sex. Jafnframt keypti hann smíðisgripi þarfa, svo sem rokka og fleiri búsáhöld. Þótt- ust menn hafa af því sannar fregnir, að hann kæmi ekki méð þessa hluti norður til byggðar, heldur seldi þá á fjöllum úti- legumönnum. Þótti fólki þetta hátterni einkennilegt og vakti það talsvert umtal. En jafn- framt kaupskapnum stundaði Erlendur kaupavinnu fyrir norðan og varð gott til fjár. Hann var vel vitandi þess, hve lítið þeim mönnum varð úr peningum, er áttu pappírspen- inga á æskuárum hans. Hann tók því alls ekki á móti slíkum verðmætum, heldur aðeins sleginni mynt. Er mælt, að hann hafi átt talsvert mikið af peningum. En hann var í vand- ræðum að varðveita þá. Bróðir Erlends hét Þorkell. Hann fekk gott gjaforð og varð bóndi Framh. á bls. 41. ► 40 FALKINN I

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.