Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1963, Page 42

Fálkinn - 02.12.1963, Page 42
Úfilegumenn Framh. af bls. 41. Hann þreif stein einn mikinn og sendi í haus hundsins, er hann kom upp bakka kvíslar- innar og steinrotaði hann. En þegar útilegumenn sáu afdrif hundsins, kölluðu þeir til Er- lends: „Þú nýtur þess, að það er langt til vaðsins.“ f rlendur vár jafnan drjúgur yfir skiptum sínum við útilegumenn, en aldrei sagði hann neitt, sem hægt væri að að hafa á um skipti sín við þá eða hvar þeir hefðu aðallega heimkynni. Voru menn þess fullvissir, að hann hefði heitið þeim að segja sem minnst frá þeim og unnið þeim þagnar- eiða. Það styrkti mjög trú fólksins í þessa átt, að þeir sem höfðu séð Erlend beran, urðu þess varir að hann hafði ljótt og rautt ör yfir þverar herðar, eftir áverka mikinn. Var Er- lendur algjörlega frábitinn því að segja frá, hvernig hann hefði fengið ör þetta, hvernig sem ttnetua leituðu eftir því við hann, bæði kenndan sem ókenndan. Erlendur reyndi fremur að hafa góð kynni og vinsamleg af höfðingjum og valdamönn- um. Mælt er, að hann hafi verið vel kunnugur Bonnesen sýslu- manni Rangæinga, og jafnvel gefið honum gjafir, svo að hann garfaði ekki í lausamennsku hans og flakki. Svo er talið, að einu sinni hafi svo borið við í Hallgeirsey í Landeyjum, þeg- ar stungið var út úr lambhúsi um vor, að í einu horni lamb- hússins findust nokkrir pening- ar. Voru þeir færðir til sýslu- manns. Grunur lá á, að Erletnd- ur Helgason hefði fólgið þarna peeninga, þegar hann fór í ver til Vestmannaeyja um veturinn, og ætlað að vitja þeirra, þegar hann kom til baka um vorið, en ekki fundið þá aftur. Ekki varð nein rannsókn um peninga- fund þennan. Svo segja sagnir um afdrif Erlends, að hann hafi um haustnótt í frosti allmiklu legið drukkinn úti milli bæja í Land- sveit. Hann kól þá mikið á höndum og fótum. Var hann svo fluttur til Skúla læknis Thor- arensens á Móeiðarhvoli. Skúla gekk illa að græða hann og varð upp á von og óvon að taka framan af tám hans og fingrum. En það dugði ekki, og dó Er- lendur úr kalinu. Sagt er, að á meðan hann stóð uppi, hafi læknir orðið var við hann. Kom hann á kvöldin í rökkrinu til læknis og otaði að honum stúf- unum nöktum hryllingslega. Skúli lét sér ekki bilt við verða. Hann krufði lík Erlends, tók úr honum hjartað og brenndi á báli til ösku. Eftir það varð hann aldrei var Erlends. Er- lendur dó upp úr 1840. c vo liðu árin. Sagmr um Erlend Helgason voru farn- ar að dofna og fölna í minni manna svo og hin einkennilegu örlög hans. Nýjar kynslóðir voru uppi í landinu, breyttir og nýir tímar. Fólk var að undir- búa atvinnu- og samgangnabylt- ingu í landinu. Nýir vegir voru að teygja sig um sveitir og byggðir, lagðir af vegagerðar- mönnum, er kunnu vel til verka. Austur Holt í Rangár- þingi var lagður vegur, allt frá Þjórsárbrú og austur að Rangá, er líka var brúuð. Eitt sinn er vegagerðarmenn voru við vinnu sína og rótuðu jarðefni í hinn nýja veg, varð þeim allein- kennilega við. í uppmokstrinum varð vart peninga, gamallar myntar, sem þeir einir þekktu, er við aldur voru. Þegar betúr var farið að gæta að, fundust þarna talsverðir peningar. Menn urðu undrandi á þessu og vissu ekki hverju sætti. En fróðir og minnugir menn í sveitinni gizkuðu á, að hér væri fundinn hluti af peningum Er- lends Helgasonar, því að lítið fannst eftir hann látinn, þrátt fyrir að allir vissu, að hann ætti peninga allmikla. Heimildir: Huld, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Blanda, Jólablað Suðurlands og fleira. Eins og þjófur á nóttu Framh. af bls. 27. raunverulega aldrei þorað að vera fullkomlega viss um hina endurfundu hamingju mína. Ég hafði alltaf verið hrædd um, að Johnny kynni að skipta um skoðun. Það eina, sem ég þráði núna, var að komast til hans og vera alltaf hjá honum. Hina dauft upplýstu klukku í mælaborðinu vantaði tíu mín- útur í.átta, þegar ég ók í gegn- um Felbury. Til allrar ham- ingju er ekki meira en ein míla Framhald á bls. 43 Hvrmn. sjálfan ertu að tlr'K j aut með tolta ineð þer læknir f Petta er ekkl tiolti. Þettá er TÖPHAraiA, sem gerir stunaum 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.