Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 14
KUMOMl
RADIOUET
er veikt
ekki vegna þeirrar ánægju að
vera með honum. En Marta gat
ekki treyst neinum fyrir bréf-
unum, sem skrifað var utan á
til mín, og varð að fara með
þau sjálf á pósthúsið.
Þögn mín gladdi mig meira
fyrir það að hefði ég verið fær
um að svara frásögninni um
þær kvalir, sem hún leið, hefði
ég tekið málstað fórnardýrsins.
Það komu tímar, að ég var
skelfdur yfir þvi illa, sem ég
bar ábyrgð á, aðrar stundir
sagði ég við sjálfan mig, að
Marta gæti aldrei refsað honum
nægilega fyrir þann glæp að
svipta mig meydómi hennar. En
þar sem ekkert gerir okkur til-
finningalausari en ástriður, var
ég yfirleitt glaður, að ég skyldi
ekki geta skrifað henni og að
Marta héldi þannig áfram að
reka Jacques út í örvænting-
una.
Hann fór burt niðurbrotinn
maður.
Öll álitu einveruna, sem
Marta lifði í, næga ástæðu
fyrir bilun hennar. Því að for-
eldrar hennar og maður henn-
ar vissu ekki urn samband okk-
ar. Húseigandinn og kona hans
þorðu ekki að segja neitt vegna
þeirrar virðingar, sem þau báru
íyrir einkennisbúningi. Frú
Grangier varð glöð að hafa end-
urheimt dóttur sina og að hún
skyldi búa heima eins og áður
en hún giftist. Þess vegna vissu
Grangierhjónin ekki hvað þau
áttu að halda, þegar Marta til-
kynnti daginn eftir brottför
Jacques, að hún ætlaði aftur til
J. ....
Ég sá hana sama dag. Fyrst
ávítaði ég hana með hálfum
hug fyrir vonzku hennar. En
þegar ég las fyrsta bréf Jacqu-
es varð ég skelkaður. Hann
sagði,hversu auðvelt það mundi
vera, ef Marta elskaði hann
ekki lengur, að láta drepa sig.
Ég sá ekki þvingunina í
þessu. Ég sá sjálfan mig ábyrg-
an fyrir dauða hans og gleymdi
að ég hafði óskað eftir hon-
um. Ég varð jafnvel enn ó-
skiljanlegri og óréttlátari.
Hvert, sem við snerum okkur,
blasti við sár. Þótt Marta héldi
því fram, að þaZ væri mann-
úðlegt að vekja ekki von-
ir Jacques, var það ég, sem
neyddi hana til að skrifa hon-
um vingjarnlega. Það var ég,
sem las fyrir einu hlýlegu bréf-
in, er hann fékk frá eiginkonu
sinni. Hún skrifaði þau upp-
reisnargjörn og snöktandi, af
því að ég hótaði að yfirgefa
hana, ef hún hlýddi ekki.
Jacques átti mér að þakka
einu gleði síria. Það dró nokkuð
úr iðrun minni.
Ég sá brátt hversu yfirborðs-
kennd sú ósk hans var, að
fremja sjálfsmorð, þvi að svar-
bréfin sem hann skrifaði okkur
voru fleytifull af vonum.
Ég dáðist að afstöðu minni
til vesalings mannsins, en í raun
og veru gerði ég þetta af hreinni
sjálfselsku og af ótta við að hafa
glæp á samvizkunni.
Hamingjuríkt tímabil fylgdi
á eftir, En þvi miður ríkti sú
tilfinning að þetta væri allt
tímabundið. Hún orsakaðist af
æsku minni og minu blíða eðli.
Ég gat hvorki flúið frá Mörtu
sem verið gæti að gleymdi mér
og færi að rækja skyldu sína
né gat ég rekið Jacques í dauð-
ann. Þannig var samband okkar
komið undir miskunn friðar-
yfiríýsingarinnar og endur-
komu hermannanna. Ef hann
ræki konu sína út, myndi ég
geta fengið hana. Ef hann héldi
henni, vissi ég, að ég myndi
vera ófær um að taka hana frá
honum með valdi. Hamingja
okkar var borg byggð á
sandi. En hér reið bylgjan
ekki yfir á ákveðinni klukku-
stund og ég vonaði að hún
kæmi eins seint og unnt væri.
Nú var það Jaeques, sem
tók málstað Mörtu gegn móður
hennar, sem var önug út af
afturhvarfi dótturinnar til
J......
Auk þess hafði þetta vakið
grunsemdir hennar, en hún var
geðvond að eðlisfari. Annar
hlutur var, sem henni þótti
undarlegur; Marta neitaði að
hafa þjón eigin fjölskyldu til
mikillar skelfingar og jafn-
vel enn frekar tengadfor-
eldrum sínum. En hvað máttu
foreldrar og tengdaforeldrar
sín gegn eiginmanni, sem orð-
inn var bandamaður okkar, og
það var að þakka hinum ágætu
rökum, sem ég hafði iátið Mörtu
bera fram.
Það var þá, sem J......sner-
ist gegn henni.
Húseigandinn og eiginkona
hans gerðu sér far um að tala
ekki við Mörtu. Enginn hneigði
sig fyrir henni á götu. Verzlun-
arfólkið var ekki eins dramb-
samt af eðlilegum ástæðum.
Marta stanzaði stundum í búð-
unum, þegar hana langaði til
að masa. Ef ég var í húsinu og
hún fór út til að kaupa mjólk
og kökur og var ekki komin
aftur eftir fimm minútur. hélt
ég, að hún hefði orðið fyrir
sporvagni og hljóp eins hratt
og fætur toguðu í mjólkurbúð-
ina eða bakaríið. Þar fann ég
ur hennar. Þar var látið undan
dutttlungum hennar og þannig
jók frú Grangier ást dóttur sinn-
ar til min óafvitandi. Marta
hafði íæðzt í þessu húsi. Hún
sagði Jacques, að hver hlutur
minnti sig á þá hamingjusömu
daga, þegar hún hefði verið sín
eigin húsmóðir. Hún vildi sofa í
sama herberginu. og hún 'nafði
sofið, þegar hún var ung stúlka.
Jacques bað um, að rúmi yrði
að minnsta kosti komið fyrir
handa honum. Þetta olii móður-
sýkiskasti. Marta neitaði að láta
spilla meyjarskemmu sinni.
Herra Grangier fannst þessi
hæverska fjarstæðukennd. Frú
Grangier notaði þá tækifærið
til að segja manni sínum og
tengdasyni, að þeir skildu alls
ekki kvenlega viðkvæmni. Hún
var upp með sér af því, að dótt-
ir hennar skyldi tilheyra Jacqu-
es svo lítið.AHt, sem Marta neit-
aði eiginmanni sínum um, tók
frú Grangier til sín og áleit
mótbárur dótturinnar háleitar.
Háleitar voru þær, en aðeins
fyrir mig.
Jafnvel á þeim dögum, sem
Marta þóttist vera mjög veik,
heimtaði hún að fara út. J:*cqu-
es vissi mjög vel, að það var
14
FALKINN