Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Qupperneq 29

Fálkinn - 06.01.1964, Qupperneq 29
„Það er svoleiðis með mig,“ segir Rannveig, „að ég sé bara allt í einu rautt.“ „Og hvers vegna sérðu allt i einu rautt?“ segir fógetinn. „Ég sé rautt þegar mér finnst ég beitt órétti,“ segir Rannveig. Hún lofar samt að bæta ráð sitt, og er áreiðanlega öll af vilja gerð. Sannleikurinn er líka sá að fyrir utan þennan eina ósið er hún einstaklega prúð og væn stúlka, kurteis og h'æglát og nægjusöm. Hún er að vísu óánægð með kjörin hjá kaupmanninum og kaupfélag- inu og finnst það hart eins og fleirum að þurfa að drepa sig með vinnu til þess að geta lifað. ► En það er öðru nær en hún gangi með eggjárn á sér. Það er bara svona með fólk sem vinnur í fiskhúsum: það má ' héita umkringt af bitvopnum. Þegar Rannveig byrjaði að sjá rautt, þurfti hún ekki annað en teygja höndina í næsta bita til þess að hafa hníf í henni. Hún var líka alltaf óttalega sorgbitin þegar hún var búin að blóðga fólk, og hún bað til dæmis Kjartan pólití afsökun- ar árið um kring; og eftir fund- inn hjá fógetanum tók hún það upp hjá sjálfri sér að einsetja sér að telja upp að tíu næst þegar hún þættist verða þess vör að byrjaður væri að renna roði í umhverfið. En góður ásetningur einn saman er ekki nógur. Lítið á allan þann stórkostlega ásetn- ing sem fylgir í kjölfar timbur- manna. Ef helmingurinn af honum kæmist í gagnið, þá gæti Áfengisverzlunin lokað strax á morgun. Eins var það með Rannveigu. Hún kreisti aftur augun, beit saman tönn- um og taldi upp að tíu. Og um leið og höfuðið sagði tíu, seild- ist höndin til hnífsins sem stóð í bitanum, og verkstjórinn sem hafði verið að ausa sér yfir hana saklausa mátti í snar- heitum fara til héraðslæknisins. Jæja, þegar Rannveig af- greiddi verkstjórann, var hún orðin átján ára, sem er lög- aldur sakamanna. Og þegar Kjartan pólití leiddi hana fyrir fógetann, þá þóttumst við í Þrönguvík hafa ástæðu til að ætla að nú mundi Rannveig Jórunnardóttir fá sína af- greiðslu líka. Þó vildi svo ein- kennilega til að Kjartan pólití var ósár aldrei þessu vant. Hann hafði verið svo forsjáll að fá lánaðan potthlemm í kaupfélaginu áður en hann lagði hendur á Rannveigu. Kann líka að vera að fógetinn Framhald á bls. 31. FALKINN Fyrir nokkru síðan kom út í Danmörku bók sem vakti allmikla athuygli. Hér hún „Kan man det“ og höfundurinn var Sara Kordon. Nú hefur verið gerð kvkmynd sem byggð er á þessari bók og heitir Rikki og mennirnir. Verð- ur hún sýnd í Tónabíó. Myndin segir frá ungri konu, Rikki, og hefst hún þegar hún er að skilja við mann sinn. Við skilnað- inn fær hún að halda íbúðinni og dótturinn og fer í þann starfa sem hún hafði áður en hún giftist. Síðan fylgjumst við með henni, samlífi hennar með tveimur elskhugum, fjár- hagsvandræðum og þar til svo er komið að hún er farin að þiggja greiðslu fyrir blíðu sína. Og síðan ... Gliita Nörby fer með hluterk Rikki í þessari mynd. Hún er okkur löngu kunn fyrir leik sinn í mörgum myndum sem hér hafa verið sýndar uppá síðkastið. Þó höf- um við jafnan séð hana í gamanmyndum. Af öðrum leikurum í myndinni má nefna Paul Reichhardt. Hann lék m. a. í Grænlandsmyndinni Qivitoq, Taxa K 1640 eftrerlyst og Englen í sort. Holger Juul Hansen, Preben Marth, Bodil Steen og Bendt Rothe. RIKKI o<; >brwiiiMn í TÓNABÍÓ

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.