Fálkinn - 06.01.1964, Side 37
„Búðu þig, herra, tíminn er
liðinn, nú er ég kominn eftir
þér.“
Hertoginn svaraði þessu engu
og stóð á fætur og þrammaði
út í garðinn á eftir púkanum,
en þar beið ógnarlegur mann-
grúi. En í sama bili ryðst
smalamaðurinn í gegnum mann-
þröngina beint til púkans og
sepir: „Flýðu, flýðu, eða þú
munt hafa verra af.“
„Hvernig vogarðu þér að
tefja mig? Manstu ekki, hvað
ég sagði við þig?“ hvíslaði púk-
inn að smalamanni.
„Flónið þitt, mér er sama
um hertogann, en ekki þig.
Kata er lifandi og spyr eftir
þér.“
Ekki hafði púkinn fyrr frétt
af Kötu, en hann hvarf og skildi
hertogann eftir. Smalamaður
hló að sjálfum sér og var feg-
inn að hafa getað frelsað her-
togann með þessu bragði. í
staðinn gerði hertoginn hann
að ráðgjafa sínum og var við
hann eins og bróður sinn. En
þar var hann líka stálheppinn,
því smalamaðurinn fátæki var
ráðhollur hertoganum og hinn
kurteisasti hirðmaður. Ekki
hélt hann eftir skilding af gull-
Stkkjunum tveimur, heldur
skipti á milli þeirra, sem ráð-
gjafarnir höfðu haft þá af, með
rangindum.
KvenþjóAin
Framhald af bls. 35.
cm. frá brún. Endið með lítilli
stjörnu í hverju horni.
Saumið einfaldan kross-
saumsramma 1 cm. frá litlu
stjörnunum.
Brjótið sauiminn 1 cm. breið-
an, faldið upp í höndunum á
röngunni meðfram krosssaums-
röndinni.
Holdift er veikt
Framh. af bls. 15.
tilgangurinn með samkvæm-
inu. Við hlógum þangað til við
grétum.
Frú Marin, sem hefði ef til
vill verið mild í okkar garð,
hefðum við hegðað okkur í
samræmi við áætlun hennar
fyrirgaf okkur ekki. Hún
hataði okkur og var samt of
huglaus til að sýna hatur sitt
í verki.
Það var Maímánuður. Ég
hitti Mörtu sjaldnar heima hjá
henni og svaf þar aðeins, þeg-
ar ég gat skrökvað einhverju
upp til að segja foreldrum min-
um svo að ég gæti verið hjá
henni um morguninn. Ég gerði
þetta einu sinni eða tvisvar í
viku. Mig furðaði hvað ég gat
komizt upp með þessa lygi.
Satt að segja þá trúði faðir
minn mér ekki. Hann var ótrú-
lega mildur og lokaði augunum
fyrir öllu, með því skilyrði, að
hvorki bræður mínir né þjón-
ustufólkið vissi það. Það var
nóg fyrir mig að segja eins og
daginn, sem ég gekk til Sénart-
skógarins, að ég yfirgæfi húsið
klukkan fimm að morgni. En
móðir mín pakkaði ekki lengur
niður í körfu fyrir mig.
Faðir minn lét sér þetta allt
vel líka og svo gerði hann
stundum uppreisn og ávítaði
mig fyrir iðjuleysið án þess að
nokkur breyting yrði. Rifrildið
var ofsafengið, en hjaðnaði
skyndilega eins og bylgjur sjáv-
arins.
Ástin þolir engan keppinaut.
En ástin er góðviljað iðjuleysi,
líkt og mildur regnúði frá
himni, sem vökvar jörðina.
Ef æskan er bjánaleg, er það
af því að henni hefur verið eytt
í iðjuleysi. Fræðslukerfi okkar
eru gölluð, af því að þau eru
ætluð fyrir meðalmennskuna,
það er að segja fyrir fjöldann.
Því að iðjuleysi er óþekkt fyrir-
brigði framsæknum huga.
Aldrei lærði ég meira en á þess-
um löngu dögum, sem hefðu
virzt tómir í augum venjulegs
manns, á dögum sem ég hafði
gát á mínu óreynda hjarta eins
og nýliði hefur á framkomu
sinni við kvöldverðarborð.
Þegar ég svaf ekki heima hjá
Mörtu eða með öðrum orðum,
hér um bil á hverjum degi, fór-
um við út eftir kvöldverð og
gengum meðfram Marne til
klukkan ellefu. Stundum leysti
ég bát föður míns.
Marta greip til áranna meðan
ég lagðist niður og hvíldi höf-
uðið í kjöltu hennar. Ég var
fyrir henni. Skyndilega rakst ár
í mig og minnti mig á, að þetta
daður gæti ekki staðið að eilífu.
Það virðist liggja í hlutarins
eðli, að ástin deili fegurð sinni
með öðru. Vegna þessa verður
atkvæðalítil ástmær ástleitin og
vefur örmum um háls elskhuga
sins og finnur upp þúsund smá-
atriði til að trufla hann, ef
hann er önnum kafinn.
Mig langaði aldrei eins
mikið til að kyssa Mörtu
eins og þegar einhver sýslan
dró athygli hennar frá mér,
aldrei langaði mig eins til að
gæla við hár hennar og þegar
hún var að greiða það upp,
áður en hún fór út. í bátnum
kastaði ég mér yfir hana og lét
kossana rigna yfir hana svo að
hún sleppti árunum og bátinn
rak inn í grasið og hvítu og
gulu vatnaliljurnar nálægt
bakkanum.
Ég var ekki lengur reiður út
í fjandsemi húseigandans, sem
gerði mér svo erfitt fyrir um
að koma í heimsókn til Mörtu.
Þrá mín til að eignast hana á
þann hátt, sem Jacques hafði
ekki verið fær um var óslökkv-
andi. Öll ást á sína æsku,
þroskaskeið og elli. Hafði mín
ást náð lokastiginu nú þegar,
fyrst beita þurfti brögðum til
að seðja hana?
Mér þótti svo vænt um vinstri
bakka Marne, að ég eyddi
miklum tíma á hægri bakkan-
um, sem var gjörólíkur til að
ég gæti horft á þá hlið, sem
mér þótti vænt um. Hægri
bakkinn er ekki eins mildur og
þar halda sig grænmetissalar
og bændur, en slæpingjar halda
sig aftur á móti hinum megin.
Við vorum vön að binda bát-
inn fastan við tré og leggjast
í hveitið. Kvöldgolan ýfði
hveitiakrana, svo að þeir skulfu
umhverfis okkur. Eigingirni
okkar gleymdi hleypidómum
sínum á þessum felustað, og
eins og við höfðum fórnað Jac-
ques, þannig fórnuðum við
hveitinu til hagræðis fyrir ást
okkar.
Það var í okkar valdi að
meta hið ljúfa líf; það að gera
ekki neitt. Varúð var afsök-
unin, sem ég hefði fyrir að eyða
ekki nóttinni með Möí'tu. Hún
dáðist að styrkri skapgerð
minni.
Ég ásakaði sjálfan mig fyrir
gagnrýni mína og uppgerð og
eyddi heilu dögunum í að spyrja
sjálfan mig, hvort ég elskaði
Mörtu eins mikið og ég hafði
gert. Ást mín gerði allt há-
fleygt. Alveg eins og ég rang-
túlkaði setningar Mörtu, þanníg
túlkaði ég nú þögn hennar á
svipaðan hátt. Hafði ég á röngu
að standa? Visst svar sem ekki
er unnt að lýsa, segir okkur
hvenær við höfum hitt naglann
á höfuðið. Gleði mín og kvöl
jókst núna. Þar sem ég lá við
hlið hennar, greip mig skyndi-
lega löngun til að vera einn í
rúminu, heima hjá mér, og
þetta kom mér í skilning um,
hve óþolandi venjulegt líf
væri. Á hinn bóginn mátti ég
ekki til þess hugsa að lifa án
Mörtu. Ég var farinn að taka
út refsinguna fyrir hórdóm.
Ég lét Mörtu gjalda þess, að
hún hafði samþykkt, áður en
við fórum að elskast, að búa
hús Jacques húsgögnum með
smekk mínum. Þessi húsgögn
voru að verða andstyggileg í
mínum augum af því ég hah'i'
valið þau með það fyrir augui,.
að gera Jacques gramt í geði
en ekki til eigin ánægju. Eg
varð leiður á þeim án nokk-
urrar ástæðu. Mér þótti leitt
að hafa ekki látið Mörtu um
valið.
Marta leit á mig undrandi
með sínum stóru barnaiegu
augum; þegar ég sagði bitur-
lega við hana: „Ég vona, að
þegar við förum að búa höfum
við ekki þessi húsgögn.“ Hún
virti hvert orð, sem ég sagð .
Hún hélt, að ég hefði gleymt, að
ég valdi þessi húsgögn sjálfur
og þorði ekki að minna mig á
það. En í hjarta sínu var hún
hrygg yfir hinu slæma minni
mínu.
XIX
í byrjun júní fékk Marta bréf
frá Jacques, þar sem hann í
fyrsta sinn talaði um eitthvað
annað en ást sína til hennar.
Hann var veikur og þeir voru
að senda hann til sjúkrahúss í
Bourges. Það olli mér ekki
neinnar ánægju að heyra að
hann væri veikur, en það var
léttir að hann skyldi hafa eitt-
hvað nýtt að segja. Á morgun
eða daginn þar á eftir myndi
hann fara í gegnum J...og
hann bað Mörtu að hafa gætur
á lest hans, þegar hún færi í
gegnum stöðina. Marta sýndi
mér bréfið. Hún beið eftir fyrir-
mælum mínum. Ástin hafði
gert hana eins mótstöðulitla og
þræl. Þegar ég sá svona full-
komna hlýðni, fannst mér erf-
itt að segja af og til um
það. Ég hélt að þögn mín
táknaði samþykki. Hvaða rétt
átti ég að aftra henni frá
að sjá eiginmann sinn í nokkrar
mínútur? Hún þagði líka. Og
ég fór ekki heim til hennar
næsta dag. Um það hafði verið
gert þegjandi samkomulag.
Næsta dag þar á eftir um
morguninn kom sendiboði heim
til foreldra rninna með bréf,
sem hann átti að afhenda mér
einum. Það var frá Mörtu. Hún
beið eftir mér á árbakkanurn.
Hún sárbændi mig að koma, ef
ég ætti einhverja ást afgangs
handa henni.
Ég hljóp að bekknum þar
sem hún sat og beið. Kuldinn
í kveðju hennar, sem var í svo
miklu ósamræmi við orðalag
bréfsins, kældi í mér hjartað.
Ég hélt hún væri hætt að elska
mig.
Framh. á bls. 40,
FÁLKINN 31