Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Side 17

Fálkinn - 13.04.1964, Side 17
hún setur sterkan svip á stofuna — Hver gerði þessa mynd Bald- vin? — Hann heitir Hreiðar Sæmunds- son. — Eru margir góðir teiknarar í skólanum? — Já, við erum það heppin . að hafa hér fjóra góða teiknara og þeir eru hver á sínu sviði. Sá, sem gerði þessa mynd var að vinna við hana í tvo daga. Við fengum að taka árs- hátíðarfríið nú síðustu dagana fyrir páska því þá höfðum við meiri tima til að skreyta. Fyrsti og annar bekk- ur voru hér í gær og nú eru eldri bekkirnir hér í kvöld. — Hver sér um skreytingarnar? — Það er svokölluð skreytingar- nefnd. Hún sér um allar skreytingar í sambandi við árshátíðina. — Og hvað eru margir í þessari nefnd? — Við erum sjö. Við yfirgefum þessa stofu og höld- um í þá næstu. Þeir kalla hana Cosy Bar og Baldvin segir okkur að fjórði bekkur sé með hana. Þar selja þeir gos og slikkirí og smurt brauð og safna í ferðasjóð sinn. Það er fjórði bekkur, sem heldur árshátíðina ár hvert og allur ágóðinn af henni rennur í ferðasjóðinn. Að skóla loknum fer svo bekkurinn í þriggja til fjögurra daga ferðalag; í vor mun áætlað að fara á Snæfellsnes. Þessi stofa er ekki síður skemmtilega skreytt en sú fyrri. Net og kúlur hanga niður úr loftinu, myndir á vegg, stórt afgreiðsluborð, stórar gosflöskur við lág borð innan við netin og lýsingin er mjög rómantísk: dempuð rauð Ijós. — Er ekki mikið verk að skreyta svona Baldvin? — Jú, það er drjúgur fími, sem fer í þetta en menn hjálpast að og þá gengur allt eins og í sögu. Við leituðum til nokk- urra fyrirtækja til að fá lánaða hluti og okkur var alls staðar vel tekið. Kristján O. Skagfjörð lánaði okkur þessi net og Sanitas gosflöskurnar svo ég nefni nokkur dæmi. — Hvernig er svo skemmtiskráin? — Fyrst verður leikþáttur eftir fjóra nemendur, sem kalla sig Stubba, þá verð- ur fluttur annáll ársins, síðan syngja fimm nemendur og að lokum vérður fluttur þáttúr úr Delerium Bubonis. Framh. á bls. 40, Þeir sungu á skemmtuninni talið frá vinstri: Sigurður Snorrason, Stefán Jökulsson, Birgir Jakobsson, Snorri Ö. Snorrason og Stefán Friðfinnsson,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.