Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Side 20

Fálkinn - 13.04.1964, Side 20
SJALFSÆVISAGA ir voru afleitir og ferðin tók marga daga. 11 Í.T Jtóðir mín segir að ég hafi þá þegar verið mjög þrjózk lítil skrudda. Því til sönnunar hefur hún alltaf gaman af því að segja sögu frá þessari ferð, þegar ég varð skyndilega mjög svöng og hróp- aði: „Soraya vill fá ál!“ Móðir mín reyndi að útskýra fyrir mér, að það gæti reynzt torvelt að finna ál inni í miðri persnesku eyðimörkinni og bauð mér kex og súkkulaði í staðinn. En síðan við eyddum sumarleyfunum í Bansin hafði áll verið uppáhaldsréttur hjá mér og ég hélt fast við kröfu mína: „Nei, Soraya vill fá ál.“ Um kvöldið áðum við í litlu þorpi og bjuggumst til að gista þar um nóttina. Við fórum á einu krána í þorpinu og móðir mín reyndi að róa mig og sagði: „Nú fáum við ál, Soraya." En eins og í flestum persnesk- um krám var ekkert að fá nema hænsnakjöt. Þegar kjúkl- iingurinn var framborinn leit ég á hann með viðbjóði og kall- aði upp: „Þetta er ekki áll! Soraya vill ál.“ Þrátt fyrir að ég var mjög svöng neitaði ég að snerta á kjúklingunum fyrr en móðir mín brá fyrir sig klókindum og sagði: „En þetta er persneskur áll! Þeir kalla hann kjúklinga-ál eða ál-kjúkling,“ sagði hún sannfærandi. „Hann er alveg jafn góður og állinn í Bansin." Ég lét þá undan og smakk- aði á og mér er sagt að ekki hafi liðið löng stund unz lítið var eftir af kjúklingnum. Eftir fjögurra daga ökuferð sáum við skyndilega gullna móðu lengst út við sjóndeildar- hringinn. Þegar nær dró sást skuggamynd af stórri borg. Ótal grænbláar þakhvelfing- ar og minerettur glömpuðu í kvöldsólinni. Framundan var Isfahan, heimili föður míns. Ég get ekki látið sem okkur hafi verið fagnað sérlega í fyrstu. Komið var fram við for- eldra mína sem óæskileg og áhrifalaus og yfirvöldin litu þau tortryggum augum. Þau máttu ekki yfirgefa borgina án leyfis lögreglunnar. En að öðru leyti voru þau látin í friði og ég vissi ekkert um þetta allt. Ég hafði alltof mikið að gera að kynnast þessari nýju veröld. Meðan við bjuggum í Berlín hafði faðir minn oft sagt mér sögur úr Þúsund og einni nótt. Nú var ég sjálf komin til þessa lands, þar sem ævintýrin höfðu gerzt og ég varð fljótlega eins og heima hjá mér. Þótt ég væri aðeins fimm ára gömul sagði hið austurlenzka blóð í æðum mínum strax til sín. Ég var agndofa af aðdáun er ég sá Maidan-i-Shah, stærsta torg heimsins með hinum stórkostlegu mósaikhellum og moskum. Ég fór með frændum minum á bazarinn og sá teppa- 20 FÁLKINN gerðarmennina og sílfursmiðina við vinnu sína. Ég horfði á þegar ösnunum og úlföldunum var gefið að éta. Síðan kom háttatíminn og barnfóstran sagði mér enda- laust ótalmörg persnesk ævin- týri og þjóðsögur og hetjusög- ur. í æsku höfðu henni verið sagðar þessar sögur og nú gengu þær áfram til mín. — Þessi undursamlegu austur- lenzku ævintýri höfðu stórkost- leg áhrif á mig, jafnvel þá þegar ég leit aðeins á þau sem fögur og dýrleg ævintýri og var of ung til að skilja hina leyndu vizku og boðskap sem þær fluttu. Þegar ég óx úr grasi hélt ég alltaf tryggð við þessar sögur, og ég hef alltaf haft mikið yndi af persneskum ljóð- um og sögum. A ÁTwL mma mín lét okkur fa einn af sveitabæjum hennar til íbúðar og þar fæddist bróðir minn Bijam skömmu eftir heimkomu okkar. Á meðan vann faðir minn að því að að byggja handa okkur lítið hús. Litla húsið hafði þykka útveggi til að vernda okkur fyr- ir sólarhitanum. Hann kom sömuleiðis fyrir nokkrum ofnum og stórum arin fyrir veturinn, því að engin upphitun var í Isfahan á þeim árum. Auk þess höfðum við baðherbergi með heitu og köldu vatni og Persar urðu mjög hrifnir af þeim þægindum. Síð- ar reisti faðir minn stærra hús sem við bjuggum í unz við fluttum aftur til Evrópu. Faðir minn fékk starf sem skólastjóri verzlunarskóla. Og brátt leið að þeim degi, að ég hæfi skólagöngu. En á þessum árum voru skólastofur í Persíu mjög skítugar og óheilnæmar vistarverur. Mörg barnanna höfðu flær, sem geta borið með sér sjúkdóma og móðir mín var ákveðin í að ég væri ekki á slíkum stað. Til allrar hamingju hafði verið komið á fót sérstökum skóla fyrir þýzkættuð börn í Isfahan og var honum stjórnað af fröken Mentel frá Rínar- löndunum. Þetta var ákjósan- leg lausn á vandamáli okkar og ég var í skóla hjá henni þar til í júní 1941. Það var þá sem hersveitir Bandamanna hernámu Persíu. Þjóðverjar voru fluttir til Ástralíu og konur og börn send heim til Þýzkalands. Sú eina, sem varð um kyrrt var fröken Mentel. Upp frá því fór ég á hverjum morgni til heimilis hennar og hún kenndi mér þar og sömu- leiðis fór ég að læra á píanó. Þótt ég næði aldrei sérstakri leikni í listinni hef ég ætíð haft mikla ánægju af því að leika á píanó og það hefur aukið almennan skilning og þekkingu mína á tónlist. Síðar heimsótti ég Isfahan, eftir að ég var orðin keisara- ynja. Þá bauð ég fröken Mentel í opinbera móttöku og við vor- um báðar mjög snortnar þegar við rifjuðum upp atburði frá gömlum dögum. Faðir minn áleit það mjög þýðingarmikið, að ég hlyti ekki aðeins menntun eftir þýzkum aðferðum, heldur lærði einnig persneska stafrófið. Þess vegna kom persneskur kennari síð- degis hvern dag og kenndi mér um allt, sem ég þurfti að vita í því. Þar sem ég var afskap- lega fjörmikil og óstýrilát sem barn var ekki kennslan eintóm sæla fyrir veslings konuna. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að klifra í trjánum í garðinum okkar og fela mig í laufskrúð- inu hátt uppi, svo að hún findi mig ekki. Ég sá hana fyrir mér, hvar hún stóð undir trján- um og kallaði mjóróma og kurteislega: „Ungfrú Soraya, gerið svo vel að koma niður! Það gerir ekkert til þótt þú hafir gleymt lexíunum, en það væri hræði- legt ef þú dyttir niður.“ Þrátt fyrir þessa hegðun gekk mér vel í skólanum og stóðst öll próf, sem hún lagði fyrir mig á hverju ári. Þannig naut ég alls hins bezta úr tveimur veröldum. Bernska mín var óvenju ánægjuleg og eftir því sem árin liðu varð mér stöðugt ljósari gildi þessa. Það er mín trú, að hamingjurík bernsku- ár verði síðar uppspretta sem aldrei þrýtur. á finnst mér nú, að miklu hafi valdið samband okkar við hina frjálsu náttúru. Við eyddum leyfum ætíð í Garafuk þar sem faðir minn átti landareignir. Margir ætt- ingja minna bjuggu þar, bæði drengir og telpur, svo að mig skorti aldrei leikfélaga. Nær daglega reið ég út í hellana og vinjarnar í grenndinni, ekki aðeins með föður mínum, held- ur einnig með börnum á mínu reki. f eyðimörkinni voru alls kyns hættur við hvert fótmál — höggormar, úlfar, leopardar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.