Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Page 27

Fálkinn - 13.04.1964, Page 27
mín. — Ætlið þér líka að fá striga, ungfrú Clinton? Nick Stanford leit á mig í fyrsta skipti og ég fann að ég roðnaði dálítið við athugr ult augnaráð hans, -— Já, takk, sagði ég. Ég valdi striga af þeirri stærð, sem ég hafði ákveðið og lagði síðan litatúburnar á afgreiðsluborðið, ásamt hæfilega mörgum penslum. Einn af misheppnuðu vesalingunum hélt áfram að horfa á mig, fullur athygli, og nú var hún blönduð þeirri virðingu, sem virtur listamaður á heimtingu á að sér sé sýnd. — Þér eigið annríkt framundan, sagði hann og kinkaði kolli í átt til hlut- anna, sem ég var að kaupa. — Já, sagði ég og ljómaði öll. — Ég er alveg orðinn ómögulegur, sagði hann við mig. — Ég veld einhvern veginn engu, sem ég byrja á- Ég held að myndin verði eins og ég vil hafa hana, — og skyndiiega sé ég, að það er allt saman tóm della og skef alt í burtu og byrja upp á nýtt. — Góður listamaður er aldrei ánægður með verk sitt, skaut Whelks spámannlega inn. Ég fann vissulega til með þessum list- bróður mínum, og það kom eins og af sjálfu sér, að við urðum samferða út úr verzluninni. Hann var vel höfðinu hærri én ég og þegar við gengum hlið við hlið niður High Street í sólskininu, — hann hélt á pökkunum mínum — fann ég til einkennilegrar öryggistilfinningar. Mér fannst hann vera furðulega hirðusamur af listamanni að vera, í dökkgráum fötum og tandurhreinni hvítri skyrtu. Á horninu skildust leiðir okkar. Hann stanzaði andartak. — Annars heiti ég Nick Stanford, sagði hann og rétti mér hendina. — Og ég heiti Dee Clinton. Við tókumst hátíðléga í hendur. — Heyrið mér, mig langar til að hitta yður aftur, hélt hann áfrám og var óða- mála. Mér finnst. . . já mér virðist við eiga ýmislegt sameiginlegt. Ég brosti. — Ég vil gjarna hitta yður aítur. Breitt bros breiddist yfir andlit hans, sem hafði verið örlítið áhyggjufullt. —• Gott. Viljið þér þá snæða með mér kvöld- verð á morgun? Eigum við að segja á Royal, klukkan hálfátta? Ég hugsaði um dagsbirtuna og málverk- ið mitt og hvaða tíma það myndi taka að fara í bað og skipta um föt. — Getum við ekki heldur hitzt klukkan átta? — Auðvitað. Á ég að koma og ná í yður? — Nei, takk, sagði ég fljótmælt. Ég hitti yður á Royal. Héðan í frá sveipaðist tilvera mín rós- rauðum skýjum. Allt féll saman í eina heildarmynd, og miðpunktur hennar var Nick Stanford. Og málverkið, sem nú fór smám saman að taka á sig heildarform, barmafyllti hamingjubikar minn. Við Nick hittumst svo að segja hvert einasta kvöld, og við hittumst líka oft í hádegishléinu, þegar hann gat losnað af skrifstofunni. Þið skiljið — hann var ekki listamaður að atvinnu. Þegar fyrsta kvöld- ið uppgötvaði ég, mér til allt að því léttis, Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.