Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 2
Fjórum sinnum sterkbyggðari en venjulegt er, og samt fallegur og stílhreinn............................ Á erfiðustu vegleysum Englands, sem sérstaklega eru notaðar við athuganir á endingarþoli brezkra brynvagna, hefur hin nýja CORTINA að fullu sannað hinn einstæðasta styrkleika sinn. CORTINA er gerð fyrir verstu vegi er hugsast getúr, frá rykmettuðum eyðimerkum Ástralíu, um mýrarfen Afrískra regnskóga, til bítandi frosthörku Ishafslandanna. En til að reyna CORTINUNA við enn erfiðari aðstæður en jafnvel landslag og veðurfar skapa, sendi FORD bílinn í 800 km. miskunnarlausa prófun á reynslubrautum brynvagna brezka hers- ins. Tveir bílar í sama verðflokki, en frá öðrum framleiðendum, tóku þátt í þolrauninni. Annar varð að hætta eftir 120 km., en hinn eftir 200 km. Aðeins CORTINAN lauk við hina erfiðu þraut. Þrátt fyrir styrkleika sinn er CORTINAN létt og stílhrein í lögun, er rúmgóð fyrir fimm farþega. Hún er viðbragðsfljót, en eyðir samt litlu eldsneyti. — FORD tryggir gæðin. Ennþá eitt dæmi um að það borgar sig að kaupa FORD. FORDUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, LAUGAVEGI 105 - SIMI 22470 SVEINN E6ILSS0N HF

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.