Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 4
Við vitum raunverulega lítið um þessa stúlku hér á myndinni annað en það að hún heitir Lorna Maitland, og er átján ára. Það er sagt að hún hafi mikinn hug á að komast upp á stjörnuhimininn og útlitið hefur hún með sér hvort sem hún getur leikið eða ekki. Og enn eitt hefur hún með sér: Þeir eru sagðir í vandræðum með kynbombur í Hollywood þessa dagana. Vera má að þessi saga sé ekki í höfuðatriðum alveg rétt en við skulum samt taka hana sem slika. Sagan hófst dag nokkurn þegar Sigurður hringdi heim af skrifstofunni og sagði við konuna sína: — Hann Jóhann er fertugur í dag og við ætlum að halda honum smá selskap! — Allt í lagi, sagði konan en vertu ekki seint á ferð- Inni því þú þarft að fara í vinnuna á morgun. Og Sigurður var heldur ekki mjög seint á ferðinni því hann var kominn heim klukkan fjögur. Og klukkan hálfníu næsta morgun ýtti konan við honum í bólinu og sagði að nú væri kominn tími til að vakna og fara á skrifstofuna. Og Sigurður sem alltaf hefur verið dug- legur og áhugasamur þegar vinnan hefur átt í hlut, fór fram á baðið þvoði sér og rakaði og klæddi sig síðan. Að því búnu fór hann fram í eldhúsið til að fá sér morgunverðinn, en það er haft fyrir satt að hann hafi ekki litið mjög vel út. Hann settist við eldhúsborðið með Morgunblaðið fyrir framan sig og braut á egginu, sem stóð í eggjabikar á borðinu. Hann leit rétt af blaðinu og á eggið og þá hróp- aði hann upp: — Emma, sjáðu músina, sem kemur upp úr egginu! Konan leit ekki við en Sigurður sá músina koma upp úr egginu, horfa á hann sínum faliegu músaraugum, síðan ganga eftir borðinu og hoppa niður á gólfið og hvarf fram í holið. —■ Hún fór fram, sagði Sigurður. i— Hver? spurði konan. — Músin. 1— Það er rétt að þú farir inn og leggir þig og hugsir ekki um skrifstofuna í dag, sagði konan. Það gerði hann líka en einhvern veginn hefur sagan lekið út. LORIMA MAITLAND 'á leið upp á stjörnuhimininn Að lialda viiisæl«lum síiuini Fyrir stuttu síðan var hér á fjórðu síðunni rætt lítillega um vaxandi vin- sældir Humphrey heitins Bogart. Þá minntumst við á það hversu Clark Gable væri fallinn í skuggann. Menn eru fljótir að gleyma stjörnum og til- einka sér nýjar. Og það sem hver stjarna óttast er að falla í skuggann þegar í lifanda lífi, og þær gera auðvitað allt sem þær geta til að við- halda vinsældum sínum. Og því vinsælli sem stjarnan er því meira fær hún borgað. Alan Ladd hélt vin- sældum sínum allt til dauðadags. Hann átti mikinn hóp aðdáenda og sagt var að mynd með Alan væri aldrei neitt fjárhagslegt spursmál — hún borgaði sig alltaf. Það er einnig viðurkennt að af þessum aðdáendum voru um 70—80 prósent undir sextán ára aldri. En hverju máli skiptir það svo sem? Sagt er að Jack Lemm- on haldi stöðugt sínum vinsældum og bæti held- ur við sig. Sama er sagt um Doris Day. Hún er alltaf jafn vinsæl. Jerry Lewis heldur sínum vin- sældum en þær minnk- uðu talsvert eftir að hann hætti að leika með Dean Martin. Nú hefur honum upp á síðkastið vegnað vel aftur. Jack Lemmon. Doris Day.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.