Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 34
Saumið sumarhattinn sjálfar t.d. úr sama efni og sumarkápan eöa sumarkjóllinn Efni: y2 mtr. bómullarefni og vhiseline allra þynnsta gerð. x. Ath. að hver ferhyrningur er 5X5 cm. Klippið 1 kollstykki, 1 toppstykki og 2 skyggnistykki. Vilji maður hafa skyggnið stíft, er það einnig klippt úr vhiseline. Saumið kollinn saman að aftan- verðu. Pressið. Saumið því næst topp- inn við kollinn. Pressið sauminn. Saumið skyggnistykkin saman að aftanverðu, saumarnir pressaðir. Leggið nú skyggnistykkin saman rétt á réttu, látið saumana að aftanverðu mætast. Vhiselinið lagt ofan á og öll þrjú stykkin saumuð saman, þegar ytri brún skyggnisins er saum- uð. Snyrtið sauminn og skyggninu snúið við og pressað. Nú er kollurinn þræddur við skyggnið, þannig að rétta á kolli og skyggni mætist. Ath. að þræða og sauma í vélinni aðeins gegnum efra lag og fóður skyggnisins, þar sem neðra borð skyggnisins er saumað við í höndunum á röngunni. Ef vill getur skyggnið verið frábrugðið að lit. Einnig er hægt að sauma band yfir samskeyti kolls og skyggnis. Allt eftir smekk hvers og eins. Appelsí n umarmelaði með hleypi. 3 appelsínur 1 sítróna 3y2 dl vatn 1 kg sykur V2 pk. pektin 2 tsk. sítrónusafi. Ávextirnir þvegnir vel, hakkaðir í söxunarvél, eða skornir í þunnar sneiðar. Soðið í 10 mínútur ásamt vatninu. Sykri og sítrónu- safa, hrært saman við. Soð- ið við bráðan hita í 1 mín- útu. Tekið af eldinum, hleyp- inum hrært saman við. Froða tekin ofan af ef þarf. Hrært í 5 mínútur. Hellt í hrein glös, þegar það er farið að kólna dáltið. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.