Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 38
VARIÐ YKKUR A „ÞRENNINGUNNl1* Danni gekk eftir m.ióum skógarstíg og blístraði fjörlega og sló til flugnanna með litlu priki, sem hann hafði í hendinni. Fyrir stuttu síðan hafði hann verið félagi og aðstoðarmaður aðals- manns. Héðan í frá var hann Danni og ekkert annað. Þótt hann væri ekkert hrifinn af siðustu rás viðburðanna, var hann ákveð- inn í að taka bví, sem að höndum bæri, með heimspekilegri ró. Danni stefndi 1 átt til Axarhæða og ætlaði að koma við á krá, sem hann vissi af á þeirri leið. Er hann nálgaðist krána heyrði hann úr talsverðri f.jarlægð drykkjulæti og söng. Þar var ber- sýnilega gleðskapur I fullum gangi. Er hann kom að girð- ingunni umhverfis krána, hikaði hann andartak við. Svo ákvað hann að fara ekki inn fyrir en gekk bak við krána. Danni vissi alls ekki, hvaða eðlisávísun varð þess valdandi, að hann fór ekki inn. Hann staðnæmdist andartak og hugsaði ráð sitt og hlustaði á gleðskapinn. Svo tók hann epli af grein, er slútti fram. gekk skamman spöl og settist niður á stein. Hvað á ég nú að taka til bragðs? hugsaði hann. Vasaþjófnaður og svindl í þrautum freistuðu hans ekki mjög lengur. Svo minntist hann eiðsins, sem hann hafði svarið með þeim Ara og Ottó, um að berjast gegn Norðmönnunum. „Sjáum nú til,“ tautaði hann, „vasaþjófnaður og svind) eru ill iðja, samkvæmt áliti Ottós. En það getur ekki verið neitt rangt við að stela frá þjófum!" Skyndilega lagði hann við hlustirnar. Svo stakk hann hnif sínum niður i jörðina og lagði eyrað við skaftið. „Ríðandi menn ..tautaði hann. Bugða á stígnum kom i veg fyrir að Ottó sæi komumenn. Hann svipaðist um í flýti og klifraði síðan upp í tré, þar sem hann sást ekki, en hafði hins vegar ágætis útsýni. 1 gegnum laufið sá hann giampa á hjálma, með tveimur hornum, sínu hvorum megin... beir virðast vera tilvaldir til að verða fyrstu við- skiptavinir mínir.“ sagði liann glottandi við sjálfan sig. „Ó, nei, þeir eru fjórir. það er oí mikið fyrir almúgamann eins og mig!“ Hann fylgdist með þeim, er þeir nálguðust, en skyndilega leit' hann við í hina áttina, því hann heyrði einnig hófadyn úr henfri. Hann sá einn reiðmann nálgast beygjuna, eftir örfá andartök myndi hann ríða beint í flasið á Norðmönnunum. Skyndilega greip Danni fastar um greinina af einskærri undrun. Hann þekkti manninn, sem kom ríðandi einn síns liðs... rALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.