Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 14
ÞAR STAIMDA BÁTARNIR Á ÞliRRIJ kleift að húsbyggingin megi takast. Og það er í sjálfu sér ánægjulegt að í Ólafsvík virðist efnalitlu fólki jafnt öðrum takast að koma upp mannsæmandi húsakynnum. Þó lítill tími og kraftar séu aflögu til að halda uppi félagslífinu hafa konur þó gengið því röskegar til verks, segir Alex- ander okkur, kvenfélagið á staðnum hefur starfað af miklum krafti og látið mjög til sín taka. Og þá má ekki gleyma leikfélag- inu sem aldrei hefur látið undir höfuð leggjast að færa upp eitt leikrit á ári hvað sem aflamagni og umsvifum h'ður. Nú síðast „Orrustan á Hálogalandi" sem hlaut góðar undirtektir og hefur þegar verið sýnt í nágrannasveitunum. Og það er eftir- tektarvert að í Ólafsvík er kirkjusókn góð og talin betri en víðasthvar á íslandi. Áreiðanlega gætir þar áhrifa séra Magnús- ar Guðmundssonar, sem lengi var sóknar- prestur staðarins, hinn ágætasti klerkur og fullur af eldmóði og trúarhita. Hann lét sér mjög annt um allan hag sóknarbarna sinna og varð vinsæll með afbrigðum. Hann var ekki síður í miklum metum hjá útgerðarmönnum og bátaeigendum, því séra Magnús þótti snillingur að fást við vélar af öllu tagi og gera við þær. Nú hefur ungur prestur tekið við embætti, séra Hreinn Hjartarson og unnið sér álits og vinsælda, einkum þykir hann laginn að fá unglinga til starfs við sig. Enn fer þó litlum sögum af kunnáttu hans í vélfræði. Alexander Stefánsson er formaður sókn- arnefndar í Ólafsvik og hefur staðið fyrir því að þar verður reist kirkja sem ekki á sinn lika á íslandi. Þegar þess var farið á leit við hann að taka að sér formennsku í sóknarnefndinni setti hann það skilyrði að í Ólafsvík yrði reist kirkja sem yrði Stefán Kristjánsson: — Ég dans- aði með Maríu Markan á hand- leggnum. Karlarnir í frystihúsi Kirkjusands h.f. rabba saman í sól- skininu áður en aftur er tekið til við vinnuna. Myndin er tekin I kaffihléinu, ekki þarf að taka það fram. Stúlkurnar í Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur stunda vinnuna alvar- legar í bragði og ábyrgðarfullar á svip. En væntanlega hefur létst á þeim brúnin - á ballinu um kvöldið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.