Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 9
hár og grannur sem kúreki, og hugsaði fram úr hófi mikið úm fötin sín. Hann dundaði við að búa til sjónvarpsþætti. Hann notaði dýran rakspíra og ilm- aði dásamlega. Mér geðjaðist að honum ... nei, ég elskaði hann. af því að hann var léttlyndur eins og ég. Hann var líka góður félagi, reiðubúinn til þess að hlæja hvenær sem var, og hafði eitthvert líkamlegt að- dráttarafl. Hann bjó aðeins nokkurra mínútna gang frá litlu fallegu íbúðinni minni, en kom alltaf til mín á hverjum degi, til þess að ræða við mig og hjálpa mér að elda (hann var mjög góður matreiðslu- maður), og svo til þess að daðra dálítið við mig. Við vorum saman á hverjum degi, og okk- ur leið ágætlega, Við skemmt- um okkur, og annað slagið rif- umst við dálítið, en það gerði bara samveruna skemmtilegri á eftir. Ég steig út úr leigubílnum og leit upp í gluggann á íbúð- inni minni — klukkan var fimm og þetta var á dimmu desemberkvöldi. En glugginn var myrkur, svo Joe var ekki heima. Ég borgaði leigubílinn og opnaði dyrnar. Hlýjan frá upp- hituninni vafðist um mig eins og skinnfeldur, þegar ég gekk upp dimman stigann með þykku ábreiðunum. Húsið var frá átjándu öld, og því hafði verið breytt á þennan undar- lega hátt, sem sumum enskum arkitektum tekst að breyta gömlum húsum. Það hafði ekki glatað neinu af sínum fyrri persónuleika. Þiljurnar, gyll- ingin, gluggahlerarnir og loftið var allt eins og það hafði áður verið. Ég gekk upp á þriðju hæð og opnaði dyrnar á íbúð- inni. „Halló, vina.“ „Joe! Þú gerðir mér svo bilt við!“ Hann hafði þegar kveikt upp í arninum, og eldurinn varpaði bjarma á vinalegt herbergið, sem ég hafði útbúið aðeins fyrir mig eins og væri það málverk frá Viktoríu-tímabilinu. Hann hafði legið á teppinu fyrir framan eldinn. Nú stóð hann upp, ó hann sýndist svo hár þarna sem hann gekk yfir til mín í bjarmanum og kyssti mig. „Jæja, hvernig hefur þér gengið í dag?“ „Oh, ég er dálítið niðurdreg- in. Ég held stöðugt áfram að hugsa um hana.“ Ég fór úr kápunni og kastaði henni yfir sófann. „Aumingja litla stúlkan mín. Komdu hingað.“ Ég fór til hans hlýðin eins og hundur. Joe dró mig niður á mjúka ábreiðuna til sín. Ég lagðist þétt upp að honum, og andaði að mér þessum sterka ilmi, sem af honum var, glöð yfir að vera nálægt honum, að finna þennan vöðvamikla hlýja líkama nærri mér, hann sem var framtíð mín, og lét mig gleyma því, hversu sak- bitin ég var. „Ellie sagði að ég hefði átt að fara og verða viðstödd jarð- arförina." „Ellie er bjáni. Hvernig áttir þú að geta það? „Þú veizt, hve oft hún hefur á réttu að standa.“ „Ég viðurkenni, að það hefði verið rétt.“ „Oh, Joe! Þú meinar þó ekki...“ „Elsku, bezta Martine mín, láttu nú ekki svona. Þú veizt þó fullvel, að þú tilbaðst Dotty. Hún hefði aldrei getað átt dótt- ur, sem virti hana meira. Og svo var nú heldur engin skömm að þér. Hún geislaði sannar- lega, þegar hún fór út með þig að borða. Þú varst allt, sem hún hafði óskað sér fyrir barn. Hættu bara að stynja og emja yfir því, að þú gazt ekki verið nærstödd til þess að slétta úr koddanum, á meðan hún lá veik eða til þess að gefa henni hægðasaltið og aka síðan í einum þessara vagna með svörtu fjöðrunum!" „Þú ert voðalegur drengur." „Ég veit það, ástin mín. Ég náði okkur í eina af anga litlu steikunum frá Jacksons. Þær eru ljúffengar. Mjög svo erfið- ar að matreiða.“ Joe og mér þótti gaman að fara í kvikmyndahús, og eftir að hafa borðað kvöldverð, sem hann bjó til, á meðan ég baðaði mig (Ég kom með dálítið af þessari nýju olíu handa þér, hún á að vera góð fyrir húðina, sagði mér kaupmaðurinn í Curzon Street), fórum við út að sjá ítalska mynd. Á eftir „Ekki einn eyrir ...“ endur- tók ég. Það' var eins og ég væri lömuð ... dönsuðum við í litlum klúbb handan við Walton Street. Við nutum þess að dansa saman, og það var orðið framorðið, þegar við komum að lokum heim aftur, geispandi, inn í húsið, dimmt og hlýtt eins og ofn. Hann kyssti mig og við stóðum þétt saman, vöfðum hvort annað örmum, róleg, hamingjusöm, algjörlega að- skilin frá borginni, sem niðaði eins og á fyrir utan. Síminn vakti mig klukkan tíu morguninn eftir. Hann reif mig upp úr fasta svefni. „Já?“ sagði ég, og reyndi að vakna til lífsins. „Ungfrú Black? Þetta er hjá Turnbull og Co. Herra James Turnbull vill tala við yður“ ... „Martine? Þetta er James. Hvernig líður þér?“ „Dálítið þunglynd.“ „Jæja. Auðvitað. Þetta var svo mikið áfall — heldurðu að þú gætir ekki komið hingað til þess að tala við mig núna fyrir hádegi?“ „Verð ég að koma?“ „Já, Martine, ég held þú verðir að gera það.“ Ég ók ólundarlega í leigubíl niður til City, nokkuð seint þó. Mér virtist það óréttlátt af James Turbull, sem ég hafði þekkt frá fæðingu, að senda eftir mér á þennan hátt. Hann hefði eins vel getað litið inn og fengið sér sherry-sopa eða eitthvað því um líkt. Ég hafði alltaf hatað City. Þar var allt svo óhreint, og menn létu sig ekki muna um að hrinda manni út í göturæsið jafnvel þótt maður væri klæddur í mink. Skrifstofa James Turnbull hafði verið í Sugar Lane um langt skeið. Hún var í gömlu húsi með þröngum stigum. Einkaritarinn var hálfblind og sat í klefa, sem líktist einna helzt skriftastól. Hún pírði augunum á mig og bauð mér virðulega að ganga beint inn. Mér var fylgt inn í rykuga skrifstofu James með þeirri formfestu, sem dró nokkuð úr sárindum mínum. Á skrifstofu- gólfinu var tyrknesk ábreiða, þar logaði eldur, og skrifborð- ið var yfirfullt af drasli. James stóð upp og heilsaði mér. Þegar ég var barn, hafði hann verið stimamjúkur, ungur maður, í miklu uppáhaldi hjá mömmu. En þegar hann eltist varð hann geysilega feitur, og þessa dagana virtist ýstran vera að yfixtaka hann, eins og skrýmsli, sem réði yfir James Hann brosti til mín á sama ve!- viljaða háttinn og hann hafði gert frá því ég var átta ára, og benti mér á óþægilegan »tól á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.