Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 32
Velklædd kona vandar val sitt. Hún kýs sér beztu og þægilegustu föt, yzt sem innst. Það er þýðingarmikið að velja sér hentug og þægileg slankbelti og brjósthaldara. SLANKBELTIÐ MODEL 700 gerir vöxtinn mjúkan og spengilegan. Fáanleg með og án renniláss í 3 stærðum í hvítu og svörtu. BRJÓSTHALDARI MODEL 235, Með eða án hlírabanda í A og B skálastærðum bæði í hvítu og svörtu. Fást í vefnaðarvöruverzlunum um Iand allt. Ileildsala: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO., H.F, Reykjavík. LADY H.F. Iífstykkjaverksmiðja, Laugavegi 26 — Sími 10-11-5. HVAD GERIST í NÆSTU VIKU ? Hriitsmerkiö (21. marz—20. avríl). Það segja sumir að grípa eigi gæsina þegar hún gefst og ef það er satt ættuð þér að reyna að grípa þá gæs, sem yður gefst í þessari vikú. Þér skuluð samt fara varlega í sakirnar þvi kapp er bezt með fors.iá. NautsmerkiÖ (21. apríl—21. maí). Þér ættuð enn sem fyrr að taka lífinu með ró og dveljast sem mest innan veggja heimilisins Þvi það er yðar vettvangur. Þér skuluð gæta þess vel að gerast ekki of ráðríkir á vinnustað því það mundi koma sér mjög illa. Tvíburamerkiö (22. mai—21. júní). Ef þér getið notfært yður þá möguleika, sem yður gefast í þessari viku getið þér átt von á þvi að ná kærkomnu takmarki, sem þér hafið lengi keppt að bæði leynt og ljóst. Þér verðið þó að fara varlega því minnsta yfirsjón gæti orðið yður dýr. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig en ofan segja menn og Þér ættuð að hugleiða sann- leiksgildi þessara orða og breytá eftir þeim. Þér ættuð að hugleiða vel ástandið á vinnustað. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. áqústi. I þessari viku munuð þér komast yfir erfiðleika, sem þér hafið átt við að stríða að undanförnu en hætt er við að lífið muni samt reynast yður nokkuð brogað. Þér getið þó huggað yður við að góðir tímar eru framundan. Jómfrúarmerkiö (2í. áaúst—23. sept.). Þér ættuð enn sem fyrr að leggja allt traust á yður sjálfan en ekki aðra yður nákomna því það getur reynzt yður nokkuð hættulegt. Þér ættuð að reyna að koma ýmsu í lag, sem aflaga hefur farið að undanförnu. Voaarskálarmerkiö (2h. sept—23. okt.). Þessi vika verður ekki með neinum sérstökum hætti og verður einhver sú rólegasta, sem þér hafið upplifað lengi. Þriðjudagurinn kann þó að reynast undantekning. Sporödrelcamerkiö (2h. olct—22. nóv.). Þessi vika veröur ekki eins skemmtileg og sú síðasta en eingu að síður verður hún með skemmtilegra móti. Þér komið til með að kynnast persónu í þessari viku, sem á eftir að hafa mikil áhrif á yður. Boaamannsmerkiö (23. növ—21. des.). Þér verðið að aðhafast eitthvað s.iálfur I mál- unum en ekki leggja allt traust yðar á aðra. Tæki- færin koma ekki upp í hendurnar á yður h''I'i,,,. verðið þér að skapa yður þau siálfur. Steinqeitarmerkiö (22. des.—20. janúar). Það er ekki ástæða til þess fyrir yður að leggja í neina tvísýnu í þessari viku heldur skuluð þér geyma það eins og hálfan mánuð þvi þá verða heppilegri afstöður fyrir yður. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Þér verðið að gæta þess vel að verða ekki fyrir miklum áhrifum frá öðrum því það er ekki sem heppilegast fyrir yður. Þér skuluð taka Iífinu rólega þessa vikuna og sjá hvað setur. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Þessi vika verður með ýmsu móti skemmtileg fyrir yður og þér ættuð að notfæra yður Þau tækifæri, sem gefast og reyna að keppa að því marki, sem þér hafið verið að hugsa til undan- farna mánuði. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.