Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 22
af stað eða slúðursögum um mig. Við vorum því vinir, meðan hjónaband mitt stóð. Allt annað sem sagt er um það efni er hrein ímyndun. Áður hef ég minnzt á yngri systur keisarans, Fatima. Hún var ekki í Teheran fyrst eftir að við giftum okkur, því að hún bjó ásamt eiginmanni sínum í Kaliforníu. Síðar skildi hún við hr. Hillyer og giftist persnesk- um flugmanni að nafni Moham- med Khatam. * I JBL Sadabad hitti ég auðvitað ýmsa bræður keisarans. Aðeins þrír elztu gegndu opinberum stöðum. Hinir áttu litla bú- garða. Ali Reza var eini albróðir keisarans. Hann var hávaxinn og alvörugefinn maður, sem hafði farið á Rosay College í Sviss ásamt Mohammed Reza. Síðar bjó hann um hríð í París og þar gekk hann að eiga frá- skilda pólska konu að nafni Christiane Sholevsky. Hún fæddi honum son, en siðar sneri Ali Reza aftur heim til Teheran án konu sinnar og sonar. Þegar ég kynntist honum bjó hann með konu, sem aldrei var kynnt fyrir mér. Ekkjudrottn- ingin sætti sig ekki við að prins arnir kæmu með vinkoi\ur sín- að eða hjákonur til hirðarinn- ar. Þó vil ég taka fram að Ali Reza var enginn Casanova, né heldur hafði hann verulega ánægju af samkvæmislífi. Hann lifði mjög kyrrlátu lífi og virtist alltaf vera hálf angr- aður yfir því að keisarinn kom nákvæmlega eins fram við hann og aðra bræður sína. Einu sinni flaug fyrir að samsæri væri í undirbúningi til að ryðja keisaranum úr vegi og setja Aii á veldisstólinn. En Ali unni bróður sínum og var alveg laus við metorðagirnd á stjórnmála- sviðinu. Eina ástríða hans voru veiðar. Á heimili sínu hafði hann óteljandi skinn og minja- gripi frá veiðum í hitabeltis- löndum Afríku, Indlands og Afganistan. Næstelzti sonurinn var Gol- am Reza, eina barn Reza keis- ara og þriðju konu hans, og hann skildi við hana einu ári eftir fæðingu Golams. Þessi prins er forseti ólympíunefnd- arinnar og hefur sérlega mikinn áhuga á íþróttum. Þar sem Golam og eiginkona hans, Homa, áttu bústað í Sada- bad rétt hjá okkur hittum við þau nær daglega. Homa var af þekktri persneskri læknaætt. Framhald í næsta blaði. Þeir skrifa um kvikmyndir í dagblöðin Pétur Ólafsson hefur skrif- að um kvikmyndir í Morgun- blaðið síðan seinni hluta árs 1962. Áður en hann fór að skrifa gagnrýni hafði hann skrifað um kvikmyndir í lesbók sama blaðs, kynnt leikstjóra og ýmsar kvik- myndir sem ekki höfðu verið sýndar hérlendis. Pétur er úrsmiður að at- vinnu. — Hvenær hófst hinn sér- staki áhugi þinn fyrir kvik- myndum, Pétur? — Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara þessu. Sennilega get ég þó sagt að áhugi minn hafi vaknað með þeirri fyrstu mynd, sem ég sá vestur í Bolungavík, en þar er ég fæddur. Á dugg- arabandsárum mínum þar var lítið um kvikmyndir og kvikmyndasýningar á þeim árum þóttu stór viðburður vestra. Þetta þótti mér stór- kostlegt allt saman og áhug- inn hefur haldizt enn þá þótt smekkurinn hafi breytzt. Svo lá leið mín norð- ur að Akri og þar var enn minna um kvikmyndir held- ur en vestra. Ég var kominn um fermingaraldur, þegar ég fór að sjá kvikmyndir að ráði og síðan hef ég sannar- lega bætt það upp og verið reglulegur „filmnarkoman“. Ég man að þegar kvik- myndaklúbburinn Filmía tók til starfa, þá varð það mér mikið ánægjuefni og ég hef alltaf verið félagi þar, að vísu stalst ég inn á lánskorti fyrsta árið. En þar sem ég minnist á Filmíu þá vildi ég gjarna víkja nánar að þeim félagsskap, sem mun vera einn stærsti kvikmyndaklúbbur á Norðurlönd- um og það er ábyggilega hlutur sem fáir vita um. En félagið á við marga erfiðleika að etja. Það þarf til dæmis að greiða alls konar skatta, söluskatt, menningarsjóðsgjald og aðstöðugjald og síðast en ekki sízt þungaskatt af kvikmyndum! í því sam- bandi má kannski geta þess, að þegar rætt var um undanþágur á sumum þessara gjalda, vegna sér- stöðu, var upplýst af opinberum aðila ráðuneytis að kvikmyndir væri ekki list og ættu því enga kröfu á sérstöðu. Það má ef til vill segja að ekki séu allar kvikmyndir listaverk, fremur en allar sögur séu bókmenntir. En ég held að víðast hvar í heiminum séu kvikmyndir viðurkenndar sem listgrein. — Hvaðan hefur félagið fengið myndir til sýn- inga? — Það mun æði erfitt að afla kvikmynda til sýninga. Lengi vel fékk félagið myndir frá danska kvikmyndasafninu, en nú er það hætt að lána út. Um svipað leyti og Filmía byrjaði, voru stofnaðir í Danmörku margir klúbbar á sama grundvelli. Filmía mun nú nær eini starfandi klúbburinn af þessum. Það er aðallega einn aðili í Bretlandi sem lánar félaginu myndir, en það er mörgum annmörk- um háð, þar sem hann hefur ekki alltaf útlánsrétt fyrir Island á þeim myndum sem óskað er eftir. En Filmía hefur unnið merkilegt starf í þágu list- menningarinnar, í landi sem ein listmenningar- snauðasta þjóð álfunnar byggir, þrátt fyrir alla sína menntun. Filmía er eini aðilinn sem kynnir kvikmyndalist að fornu og nýju og á hennar veg- um hafa mörg af mestu kvikmyndaverkum heims- ins verið sýnd almenningi. Hér á landi er ekki til neitt kvikmyndasafn, sem ég mundi telja afarmikla nauðsyn. Alls staðar í nágrannalöndum okkar eru til slík söfn og þau lána út myndir til félaga eins og Filmíu og sýna þær í eigin húsakynnum. Hér mun vera til fræðslu- myndasafn ríkisins, en því hefur ekki verið ætlað verkefni á sviðum listarinnar, en ef við teljum kvikmyndir til listgreina, þá er ekki meira að fara fram á kvikmyndasafn heldur en til dæmis Lista- safn. — Att þú nokkra sérstaka uppáhalds leikara eða leikstjóra? — Þú ert kannski með þessari spurningu að fiska eftir mínum „stjörnum", en ég- er algerlega á móti þessari stjörnudýrkun. sem er ákaflega hvimleitt fyrirbrigði. Mér dettur til dæmis í hug þetta frá- munalega dekur við kynkvendi það sem kennt er við Kleópötru. Aftur á móti met ég marga leik- stjóra mikils og þar aet ég nefnt tvo: Sergei M. Framhald á bls. 26. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.