Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 15
Kannski er þarna tilvonandi aflakóngur Ólafsvíkinga að „stíga fyrstu sporin.“ Svona báta smíða strák- arnir í Ólafsvík í tugatali og raða scr á höfnina. hvorttveggja í senn: nýtízkuleg og einkennandi fyrir Ólafsvík. Árangurinn varð sá að Hákon Hertevig arkitekt teiknaði kirkju sem nú er verið að smíða og verður fögur, stílhrein og sérstæð. En sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessari kirkjusmiði nú þegar mikið er deilt um kirkjubyggingar. Alexander Stefánsson er enn ungur að árum en hefur komið mikið við sögu Ólafsvikur undanfarin áratug. Hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík og þekkir því vandamál fólksins frá blautu barnsbeini, var í vegavinnu og brúarsmíði er hann komst á legg og síðan lá leiðin í Samvinnuskólann. Þar lauk hann námi áTÍð 1943 og sama ár er stofnað kaupfélagið Dagsbrún í Ólafsvík af litlum efn- um. Alexander setti á stofn fyrstu trésmiðju Ólafsvíkur árið 1946 en í árslok 1947 er hann ráðinn kaupfélagsstjóri. Þá var félagið heldur lítið og óburðugt, velta þess aðeins 1,6 milljón fyrsta árið sem Alexander veitir því forstöðu. Þá var högum svo háttað að atvinnutæki voru öll eða flest í höndum Reykvíkinga og má nærri geta að slíkt fyrirkomulag hefur ekki verið mikil lyftistöng fyrir héraðið. Skömmu eftir að Alexander varð kaupfélagsstjóri hófst hann handa um að byggja nýtt frystihús á staðnum. Þar var við marga örðugleika að etja en þó kom þar að frystihúsið gat tekið til starfa árið 1956 og var þar með hrundið áhrifalavaldi hinna sunnlensku kaupsýslumanna. Frystihúsið varð stærsta atvinnutæki á staðnum og var nú skammt stórra högga á milli því kaupfélagið lét einnig smíða tvö stór fiskiskip. Jafnframt var gerð mikil endurbót á verzl- unarháttum og er það til marks um framkvæmdadug og nýjunga- girni hins unga kaupfélagsstjóra að hann kom á fót fyrstu kjörbúð Vesturlands. Og kjörbúðin var einmitt staðsett í elzta verzlunar- húsi landsfjórðungsins, húsi sem erlendir kaupmenn höfðu reist á sínum tima, árið 1844. En Ólafsvík er með elztu verzlunarstöðum á landinu og þar voru mikil umsvif á skútuöld og útgerð jafnan með miklum blóma eftir því sem við var komið hverju sinni. Arið 1961 reis síldar- og fiskimjölsverksmiðja á staðnum, kaup- félagið rekur einnig sláturhús með útflutningsleyfi. Og nú er velta kaupfélagsins orðin 42 milljónir. Það er engin furða þótt málefni hreppsins hafi orðið útundan í þessum miklu umsvifum en árið 1962 sagði Alexander lausri stöðu kaupfélagsstjóra og var ráðinn sem nokkurs konar fram* kvæmdastjóri hreppsins. Og þar bíða mörg og örðug verkefni. Barnaskólinn er löngu orðinn of lítill og nú er unnið að því að reisa nýjan skóla, skólaskyld börn í Ólafsvík eru rúmlega 200 að tölu. Þar sáum við nýtizkulegt iþróttahús sem verður notað fyrir sundlaug að sumarlagi, gólfinu lyft upp eða látið síga eftir því sem við á. Við höfum áður minnst á kirkjubygginguna en auk þess er Ennisvegur reyndist niikil samgöngubót þó sífellt sé hætta á grjóthruni. nýlega lokið við hús þar sem sveitastjórnin hefur að- setur sitt og skrifstofur, þar er jafnframt dómsalur. Þá Vantar tilfinnanlega félagsheimili, enn er notast við hús frá aldamótum. Gatnagerð öll hefur dregist úr hömlu en nú er ætlunin að bæta úr því eftir þvi sem hægt er. Nýlega er lokið við 4 kílómetra langa vatnslögn inn í þorpið. Það er því langt frá að Ólafsvíkingar séu bölsýnir þótt þeir hafi átt takmörkuðum skilningi að mæta hjá stjórnarvöldum þegar hafnarmálin eru annars vegar. En nú er farið að rofa til i þeim efnum, ríkið hefur heitið 8 milljónum króna til hafnarframkvæmda og á fjárhags- áætlun hreppsfélagsins ei' gert ráð fyrir 750 þúsund Framhald á bls. 31 FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.