Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 28
var þrýstiloftskútur5 irt tómur og ekki um annað að gera en að reyna að koma vélinni af stað með kaðli; sömu aðferð og þeir höfðu áó^i reynt árangurs- laust. Það fcv einnig á sömu leið. Þeiv stríddu við það lengi dags að k./ma vélinni í gang og gáfust Ui>- er liðið var fram á kvöld. Það voru vonsviknir menn, máttfarnir af hungri og þorsta, sem hættu þeim tilraun- um. Þeir ræddu um horfurnar og þeim kom öllum saman um að ef þeir hefðu eitthvað að drekka, þá væri allt annað hé- gómi. Sulturinn var sár, en hvað var hann á móti þorstan- um? Ef bara væri hægt að breyta öllum þessum sjó í nokkrar flöskur af vatni. Allt í einu tók Kjartan viðbragð. Hann sagðist kunna að brugga, og því ekki að brugga vatn úr sjónum? Þeir hófust allir handa af endurnýjuðum krafti. Kjart- an náði í olíurörið frá vélinni, mjótt eirrör og hringaði það upp. Hann kom með brúsa und- an smurolíu og hálffyllti hann aí sjó og þeir náðu í vatnsfötu með sjó. Þeir skáru í sundur bjöigunarbelti til þess að fa kork í tappa og síðan var end- anum á eirrörinu stungið í gegn um tappann á brúsanum, vafn- ingarnir látnir niður i fötuna með köldum sjónum og brúsirm settur á ofninn. Nú biðu allir í ofvæni. Skyldi þeim heppnast þetta og að slökkva sárasta þorstann? Sjórinn hitnaði í brúsanum og hann þandist út — og sprakk. Lúkarinn fylltist af gufu og reyk og það lá við við að eldurinn dræpist. En þeim tókst að lífga hann við og þeir náðu í annan brúsa, sem hélt og brátt dropaði vatn út úr þeim enda eirrörsins, sem lá út yfir fötubarminn. Það var dýrðleg sjón. Þeir héldu áfram að eima þar til korr'.ir. var full flaska og eftir að hafa kælt vatnið, skiptu þeir því jafnt á milli sín. Það slökkti sárustu kvalirnar en heldur ekki meir. Þeir héldu áfram að eima alla nóttina og allan daginn eftir. Þetta var mikið bras. Þeir urðu að vera tveir við eiminguna, því bæta þurfti í eldinn, halda tækjunum þegar báturinn valt og síðast en ekki sízt: Varð- veita flöskuna sem vatnið draup í. Aðfaranótt mánudags 26. FOTIN FRÁ febrúar er rétt vika var liðin frá því þeir fóru í þennan langa róður, sáu þeir að veðra- breyting var í aðsigi. Guðmund- ur skipstjóri, sem alltaf hafði haldið leiðarreikning í hugan- um, áætlar að þá hafi vb. Krist- ján verið 120 mílur undan landi. Þegar leið á morguninn lygndi og brátt vaggaði Kristján á lognslét'um sjónum. Seglin rétt blöktu og spegluðust í sjávar- fletinum. Skyggai var gott, en þeir sáu hvergi til lands. Menn- gengu vaktir og reyndu að hvíla sig þess á milli, en þeir gátu ekki sofið nema örstund í einu vegna kuldans. En verst- ur var þorstinn þrátt fyrir vatn- ið, sem fékkst úr bruggtækj- unum. Þau voru í gangi dag og nótt og þrjár til fjórar flöskur af vatni eimuðust daglega Sult- urinn svarf að og mennirnir þjáðust, þótt engir.n mælti æðruorð. En hve lengi mundu mer.nirnir þola þessa raun? Logtiið hélzt alla nóttina, en þriðjudagsmorguninn 27. and- aði á vestan. Golan fyllti seglin og nú var stefnan tekin til lands og stýrt vestur að norðri. Vind- herti eftir þvi sem á daginn leið. Guðmundur hafði lát.ið taka rif úr stórseglinu og nú sigldi vb. Kristján hraðbyri til lands. Um kvöldið var komið rok og sjór var vaxandi. Eftir að rafmagnið kláraðist höfðu þeir haft luktina af baujunni til þess að lýsa á áttavitann. Nú var hún einnig á þrotum svo þeir sáu ekki á hann eftir að dimmdi. Þeir reyndu að halda stefnunni eftir sjó og vindi og ekki hefir sú sigling verið heigl- um hent, í stórsjó og roki. Þetta veður hélst alla nóttina og dag- inn eftir snérist vindurinn til suð-vestanáttar og gekk á með éljum. Nú var sjólag orðið mjög slæmt og mikillar aðgæzlu þörf við siglinguna. Báturinn varði sig vel sem fyrr. Það var tekið að dimma þetta kvöld og Sig- urður háseti var við stýrið. Allt í einu sá hann ljós framundan. Hann leit undan og síðan aftur í þá átt sem hann hafði séð ljósið. Þeir höfðu svo marg- sinnis séð ljós, sem ekki reynd- ist annað en blekking. En þarna var virkilega ljós. Sigurður batt stýrið og flýtti sér fram að lúkarskappanum og kallaði til Guðmundar að koma upp. Hann var í fyrstu vantrúaður á ljósið, en sá það brátt eins og Sigurður og eins allir hinir, þeir Kjartan, Sigurjón og Haraldur, sem allir höfðu komið upp úr lúkarnum. Ekki verður fögnuði þeirra með orðum lýst, er þeir sáu loks merki þess að þjáningum og hrakningum þeirra yrði brátt lokið. Þeir útbjuggu í flýti eld- stæði á framþilfari, lóðastamp og settu þar í gúmíhring og spýtur ásamt olíu. Guðmundur áleit þá út af Garðskaga, en ljósin á brezkum togurum og stóð sú staðarákvörðun heima við leiðarreikning hans. Þeir sigldu brátt að þeim togara sem næstur var og tendruðu bál á þilfarinu. En í stað þess að veita hinum nauðstadda báti og skipshöfn hans aðstoð, slökkti togarinn ljósin og flýtti sér burt. Sama sagan átti sér stað með alla togarana sem þarna voru. Þeir ýmist létust ekki sjá neyðarmerkin eða flýttu sér burt. Auðvelt er að gera sér í hugarlund vonbrigði mannanna á vb. Kristjáni, sem búnir voru að berjast við náttúruöflin, kvaldir af hungri, þorsta og vosbúð í næstum tólf sólnr- hringa, er þeir á þriðja klukku- tíma sigldu milli upplýstra tog- aranna, sem gjörsamlega virtu neyðarmerki þeirra að vettugi. Þeir voru komnir austur fyrir þá þegar Guðmundur fyrirskip- aði að taka niður fokkuna og leggjast til drifs og bíð:i birt- ingar. Þá var klukkan þrjú eft- ir miðnætti, aðfaranótt 29. fe- brúar. Þeir höfðu ennþá enga landsýn um kvöldið,, en með birtingu sáu þeir landið. Það var hvítt niður í fjöruborð. Þeir sáu nú Stafnes og Reykjanes- vita. Vindstaðan var nú orðin vest-norð-vestan og gekk á með hvössum éljum. Sjólag fór óð- um versnandi og um miðjan morgun kominn stórsjór. Þeir heistu fokkuna og sigldu beiti- vind norðaustur í stefnu fyrir Skaga. Síðdegis hinn 19 febrúar voru allir Sandgerðisbátar komnir að, nema vb. Kristján. Bátarnir höfðu átt í erfiðleik- um, en ekki hlotið áföll. Þegar komið var fram að miðnætti og báturinn var ennþá ókominn, hringdi útgerðarmaður hans, Lúðvík Guðmundsson í Sand- gerði, til Slysavarnafélags ís- lands, sem sendi björgunarskút- una Sæbjörgu strax af stað til leitar. En Sæbjörg varð einskis vísari og heldur ekki varðskipin Ægir og Óðinn, né heldur vél- bátar úr verstöðvum á Reykja- nesi sem leituðu næstu daga. Heldur þótti leit þessi og skipu- lag hennar laust í reipunum. Um helgina 25. febrúar birtu útvarp og blöð frétt um að Kristján væri talinn af og nöfn mannanna sem á honum hefðu verið, ásamt venjulegum upp- lýsingum er þannig stendur á, látin fylgja. Landmennirnir sem unnið höfðu við útgerð 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.