Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 8
í gærkvöldi. Hann var hálf afsakandi, en þeir vilja flýta þessu ... Ameríkanar þola ekki þessa hluti. Þeir vilja Ijúka þessu af ... „Þú hefðir ekki verið nema tólf klukkustundir á leiðinni,” sagði Ellie. Hún var langleit, dökkhærð, ólagleg stúlka, gift prófessor við Lundúna-háskóla, og hún var sú eina af vinkonum mín- um, sem ekki var smekkleg í klæðaburði. í dag, þarna sem hún lét fara vel um sig í íbúð- inni sinni í Islington, með slétt hárið og ómálað andlitið, klædd peysu eiginmannsins og göml- um grænum gallabuxum, leit hún ekki út fyrir að vera degi eldri en sú Ellie, sem hafði komið mér til að hlægja í skól- anum. „Ég geri ekki ráð fyrir, að Fyrsti kafli. Móðir mín, ófyrirgefanlega falleg og rík, var uppspretta auðæfa minna, og fram til þess dags, er ég heyrði um dauða hennar — sem borið hafði að mjög skyndilega — í New York, lifði ég á þann hátt, að allir öfunduðu mig. Ég var laus við allar áhyggjur, spillt af eftirlæti, jafnvel dáð — fólk dáði mig — af því að ég var ung, vel klædd og tilfinninga- rík. Og fögur líka. Það hefði mátt búast við því, að telpa, sem farið hafði verið með um alla Evrópu eins og ferðatösku, sem gengið hafði í sex klaust- urskóla allt frá Dublin til Madrid, og að lokum varð skilin eftir í ensku klaustri á af- skekktasta stað í Devon, þegar móðir hennar giftist til Banda- ríkjanna, hefði orðið eitthvað undarleg. En það var nú eitt- hvað annað. Ég elskaði enska klaustrið. Mér leið vel þar og ég var aldrei einmana. Öllum líkaði vel við mig. Ég gaf stelp- unum í skólanum þær stærstu kökur, sem hugsast gat, ég fékk Jeyfi til þess að halda mínar eigin afmælisveizlur fyrir alla 110 nemendurna, en allt þetta kallaði vinkona mín Ellie, sem lét sér fátt um finnast, „bjána- skapinn úr henni Martine.“ Enda þótt móðir mín færi til Bandaríkjanna og sendi að lokum eftir mér (Komdu til okkar, elskan), settist ég að í Englandi. Ég lauk námi og fór í háskóla í London. Ég skemmti mér konunglega, vegna þess að ég hafði það tvennt til að bera, sem með þurfti, glaðlyndið og peningana. Mamma kom annað slagið yfir um til þess „að heim- sækja“ mig, með sína háu, kjánalegu rödd og allt of ung- lega klæðaburð, ónauðsynlegu andlitslyftingar og sífellda hlátur og hún var peningaupp- sprettan mín. Enginn gat sagt um mömmu, að hún væri ekki rausnarleg. Það þurfti ekki annað en minnast á að maður hefði ekki eitthvað til að óánægjusvipur kæmi á hana. Auðvitað verðurðu að fá það. Við skulum skjótast yfir um í litlu búðina, vina mín, þú veizt, þessa fínu, sem verið var að opna í síðasta mánuði. Nú var vika liðin síðan ég fékk fréttirnar. Ég gat ekki hætt að hugsa um mömmu. Það var ótrúlegt að hún væri dáin. „Ætlar þú ekki að fara að jarðarförinni?“ sagði Ellie. „Hún var brennd í gær. Don hringdi til min frá New York I þessu blaði hefst ný og spennandi framhaldssaga, eftir SUZANNE EBEL. Hún hefur skrifað mikið af smásögum og útvarpsefni, bæði á ensku og frönskú. Suzanne Ebel er gift blaðafulltrúanum við The Royal Shakespeare Theater í Stratford-upon-Avon og eiga þau þrjú börn. Saga sú, sem hér hefst, segir frá ungri og fallegri stúlku, sem á ríka móður í Ameríku — eða heldur það, er kannski réttara að segja. En skömmu eft- ir að sagan hefst fær hún þær fréttir, að móðir hennar hafi verið orðin alls- laus, og unga stúlkan, sem vart hefur difið hendinni í kalt vatn, verður nú allt í einu að fara að vinna fyrir sér. En áður en það verður fer hún í smá ferðalag .... Annars er víst ekki rétt að segja meira svona í upphafi, en við óskum ykkur góðrar skemmtunar. Við höfum tekið upp þann hátt, við myndskreytingu sögunnar, að fá nem- endur úr leikskóla Þjóðleikhússins, til þess að leika atriði úr sögunni, og væntum við þess að lesendum þyki í því nokkur fengur, því auk þess sem sagan verður miklu líflegri, gefst ykkur einnig kostur á að sjá upprennandi Ieiklistarstjörnur okkur, sumar hverjar óþekktar. Þau, sem skreyta blaðið í dag, eru Anna Herskind og Arnar Jónsson, þa@ skipti nokkru máli, þó ég hafi ekki farið að jarðarför- inni.“ „Mér finnst það. Ég er svo mikið fyrir svört sorgarklæði, syrgjendur, bílhlöss af blóm- um, og fjári dýran legstein. Og fólk, sem heimsækir gröfina á hverjum sunnudegi. Það er ein- hvern veginn notalegra að hugsa um þá dauðu.“ Ég fór frá henni og tók mér bíl heim í íbúðina mína við Eaton Square. Dauði móður minnar var einmitt ekki nota- legur. Hann var hræðilega þjakandi. Hún var svo mikið fyrir minka og demanta, ang- aði öll af frönskum ilmvötnum, svo maður varð að hörfa undan, þegar komið var inn í herbergi þar sem hún hafði verið . .. hún skildi eftir sig ilman svo að hægt var að finna hana, hvar sem hún var í húsinu ... hún var svo glysgjörn og kát. Það hæfði mömmu ekki að vera dáin. Ég var trúlofuð þegar hér var komið sögu, manni, sem kall- aður var Joe. Ég hafði verið trúlofuð tvisvar eða þrisvar sinnum áður — einu sinni Ameríkana, þegar ég dvaldist hjá mömmu í New England, einu sinni skemmtilegum Frakka, og einu sinni leiðinleg- um spænskum rithöfundi, en frá honum hafði ég sloppið á síðasta augnabliki. Við Joe höfðum þekkzt í eina sex mánuði og ætluðum að gifta okkur með vorinu. Ég var tuttugu og fimm ára gömul, en leit út og hagaði mér eins og ég væri miklu yngri. Sein- þroska, eins og mamma hafði verið, ef hægt var að segja að fimmtíu ára táningur þroskað- ist yfirleitt. Joe var aðlaðandi. Hann var 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.