Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 26
Maðuxinn, sem sagði að i)löðin hefðu EITTHVAÐ fyrir AIIA,hefur aldrel átt heima í hragga með 75 öðrum gæjumíí M. ijSmt ) King Fcaturea Syndicate, Inc., 1963. World righta re.-terved.C Butl’s það — ha, — hann á nóga peninga, peninga eins og skít, en hann er aumingi samt. — Það getur svo sem verið — sagði ég og athugaði hvort maðurinn færi ekki að koma. — Ertu giftur? — Já. — Og er konan þín ánægð með þig? — Það held ég. — Þú heldur það, jahá, en veiztu ekkert um það? — Ég trúi að hún sé það. — Áttu peninga? — Nei. — Það getur bjargað málinu, blankir menn eru betri en ríkir. — Hvað meinarðu? spurði ég. Hún varð dularfull á svipinn og virtist nú hugsa um hríð, og spurði svo: — Eruð þið saman? — Stundum. — Og sofnar hún alltaf? — Það held ég. — Þú heldur það — já, en veizt það alls ekki. — Jú, ég veit það. Hún leit í kringum sig, eins og til að gá að, hvort nokkur heyrði til hennar. — Ég ætla að segja þér dá- lítið — uss — það má enginn heyra — sko maðurinn minn — hann er vesæll — ég hata hann út af lífinu skal ég segja þér, hann hefur ekkert haft handa mér — ekki í sex löng ár, heyrir þú það? — Hvað er að heyra? sagði ég og vissi ekkert hvað ég átti að segja. — ... svo bara gefur hann mér einhverja gjöf, eða pen- inga — hringi og skran, ha? — Eru ekki peningar góðir? Með ógurlegri fyrirlitningu leit hún á mig, eins og ég væri ógeðslegur og rotinn, og færði sig burt frá mér og kallaði. — Þjónn. Einn Manhattan, þjónn, strax. Pétur Ólafsson Framhald af bls. 22. Eisenstein og Luis Bunuel. Ég hef séð flest verk þessara meist- ara og þeir eru mér afar hug- stæðir. Einnig hafa kynni mín af list Antonionis vakið áhuga fyrir verkum hans. Mig langar til að víkja hér að einu atriði. Mörgum, sem sjá kvikmyndir, er alls ekki nógu Ijós þáttur leikstjórans í henni. En það er fyrst og fremst leikstjór- inn sem gerir hverja mynd að því sem hún er. Myndin er mestan part hans verk, í flest- um tilfellum, og ef leikstjórinn er raunverulegur listamaður og fær að ráða sér sjálfur, þá ber myndin vitni um hans persónu- lega stíl og verður ekki ruglað saman við annarra verk. Klipp- ing eða skeyting myndar er einnig mikilsverður þáttur í gerð kvikmyndar og margir leikstjórar vilja fá að skeyta saman myndir sínar sjálfir, eða hafa þar hönd í bagga, a. m. k. Evrópuleikstjórar, en í Banda- ríkjunum er þessu nokkuð á annan veg farið. Þar ræður framleiðandinn — producer — mestu. Ég held að nokkuð sé að draga úr stjörnudýrkun að minnsta kosti hjá öðrum en gelgjuskeiðurum og frekar sé nú farið að taka tillit til þess hver gert hefur myndina, það er til dæmis nóg að tala um Hitchcock-mynd og þá vita allir hvað um er að ræða. — Hvað vilt þú segja um kvikmyndaeftirlit? — Ég vil hafa það sem allra minnst. Að banna mynd eða klippa úr henni er álíka vafa- samt og að banna bækur. Ég er líka þeirrar skoðunar að full- orðið fólk eigi sjálft að ráða hvaða myndir það sér og hvað ekki. Og þá komum við að öðru atriði í þessu máli og það eru börnin. Mér finnst kvikmynda- eftirlit gagnvart börnum, að sumu leyti strangara en það er nú, vera sjálfsagður hlutur og ætti að fylgja því betur eftir en gert er. Það er sjálfsagt að banna myndir innan ákveðins aldurstakmarks, en reynslan í öðrum löndum hefur sýnt að oft hefur kvikmyndaeftirliti tekist að skemma og eyðileggja góð kvikmyndaverk. Kvik- myndaeftirliti með skæri á lofti til að „velja“ kvikmyndir handa mér afneita ég algjör- lega. — Nokkuð, sem þú vilt taka fram að lokum? — Það væri þá helzt í sam- bandi við val kvikmyndahúsa á kvikmyndum. Hér er skranið oftast látið ganga fyrir góðum myndum. Það er fyrst og fremst hugsað um hvaða mynd gefi mestan gróða. Þegar maður spyr hvað þessu valdi er svarið venjulega á þessa leið: Það þýðir ekki að sýna hér góða mynd, fólk vill ekki sjá hana. Þeir, sem svara svo, hafa ekki gert sér ljóst að þetta er þeim sjálfum að kenna, þar sem þeir hafa gætt þess að halda ruslinu að fólki og ýta undir lægsta FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.