Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 11.05.1964, Blaðsíða 19
leið þeirra. Og þess var heldur ekki langt að bíða. Þeir komu að togara, sem togaði í svipaða stefnu og báturinn sigldi. Þeir á vb. Kristjáni biðu ekki boð- anna og kveiktu í kyndlunum, sem loguðu glatt í skjóli við stýrishúsið. En togaramenn virt- ust bæði sjónlausir og eftirtekt- arlausir. Á aðra klukkustund sigldu skipin svo til samsíða, vélbáturinn sem var hjálpar þurfi og brezki togarinn, sem þarna skóf botninn nokkrar mílur frá landi. O, farann í andskotann, hugsuðu þeir á Kristjáni þegar togarinn breytti stefnu og hvarf út í hríðina. Nú var komið fram á kvöld og enn sigldu þeir sömu stefnu. Guðm- undi taldist svo til að þannig ættu þeir að komast í landvar þar sem hægt yrði að leggjast fyrir akkeri unz hjálp bærist. Guðmundur snéri nú bátnum uppí og þeir lóðuðu dýpið, sem reyndist vera 40 faðmar. Akk- erisfestin á vb. Kristjáni var aðeins þrír liðir (45 faðmar) svo ekki var ráðlegt að leggjast að svo komnu. Þeir ræddu horf- urnar og voru allir vongóðir. Þeir hlytu að ná landi fljótlega með einhverjum hætti. Eftir miðnætti rofaði til og þeir sáu Reykjanesvitann. Þeir vissu þá að þeir voru komnir suður undir Reykjanesröst og lögðu nú bátnum yfir og settu stefnu eins nærri vindi og hægt var. Stefnan var því sem næst norð-austur. Enn hafði veður- hæðin aukist en öðru hverju rofaði til. Þeir sigldu þessa stefnu í tvo tíma, en lögðu bátn- um uppí og lóðuðu. Nú var ennþá dýpra en fyrr. Þá rak til hafs svo ekki varð um villst. Bátinn dreif meira af, en það sem vannst með seglunum. Þeir lögðu aftur yfir og settu stefn- una suð-vestur og undir morg- un höfðu þeir landkenningu og sáu Reykjanesvitann. Þeir lóð- uðu þá dýpið en fundu ekki botn. Guðmundi skipstjóra var ljóst, að nú gilti að verja bát- inn og að hamla því að ræki vestur í haf, vestur úr því svæði, sem leitarskipin vænt- anlega færu um. Þeir þrírifuðu stórseglið og lögðu yfir, sigldu beitivind til norð-austurs. Báturinn varði sig nú vel og fór vel í sjó þótt hvasst væri. Sama stefna var sigld alla nótt- ina og var Guðmundur lengst af við stýrið. Kjartan vélamað- ur hafði allan tímann unnið við vélina og var nú búinn að gera á henni þá viðgerð, sem aðstæð- ur leyfðu. Þeir lögðu sig til skiptis, en aldrei lengi í einu, því alltaf bjuggust þeir við að hitta skip, sem mundi veita þeim aðstoð. Þriðjudagsmorguninn 20. febrúar reyndi Kjartan að koma vélinni í gang. Það hafði tekist að hita „glóðarhausinn“ þrátt fyrir að prímusinn var í ólagi. Þrýstiloftið á kútnum snéri henni nokkra snúninga en allt kom fyrir ekki. Mönnunum hugkvæmdist að reyna gang- setningu með kaðli, sem vafið væri utan um kasthjólið. Þeir reyndu þetta lengi dags en allt kom fyrir ekki. Vélin fór ekki í gang. Ennþá hélst austan rok og snjókoma og þeir sigldu beitivind til skiptis suð-austur og norð-austur, tóku þó alltaf lengri slagi norður eftir til þess Framh, á bls. 27. Guðmundur sagði hásetum sínum, að setja upp neyðarmerki fána í frammastur og kúlur í afturmastur. Síðan gengu þeir í að setja upp segl; þeir heistu fyrst messanseglið á afturmastrið, en síðan fokku og stðrsegl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.