Fálkinn - 10.08.1964, Side 8
„Láttu mig um það, elskan.
Ég skal segja henni það. Þú
veizt, að þér gengur ekki vel
að framkvæma slíka hluti. Ég
sagði þér alltaf, að þú þarfn-
aðist mín.“
Ég sneri við og hljóp út úr
húsinu.
Tólfti kafli.
Það var búið að kveikja ljósin
í gluggum bæjar tvíburanna.
Ég hljóp upp að framdyrunum
og hringdi bjöllunni.
Heyrnarlausa kona tvíbura
tvö opnaði og brosti fallega
brosinu sínu. Enda þótt hún
heyrði ekki orð af því, sem ég
sagði, benti hún mér að koma
inn fyrir.
Báðir tvíburarnir stóðu eins
og styttur í ganginum, og tví-
buri eitt hneigði sig og bauð
mér inn í stofu.
Hún var eins rykug og gamal-
dags og stofan í læknishúsinu.
Það var búið að draga glugga-
tjöldin fyrir, og húsgögnunum
var raðað reglulega kringum
þunglamalegt útskorið borð.
„Mademoiselle ætti að setj-
ast,“ sagði tvíburi eitt, og færði
sig tignarlega til og fékk mér
stól. Tvíburi tvö settist nálægt
bróður sínum. Konur beggja
komu inn í herbergið með glasa-
bakka og flösku af heiðgulu
vini. Þær hurfu út aftur.
Ég var skilin eftir í mollu-
legu herberginu með bræðrun-
um tveimur.
Hvorugur þeirra virtist undr-
andi yfir að sjá mig. Þeir sátu
afskiptalausir og eins og tvær
samstæðar höggmyndir, báðir
klæddir í bláa galla og vinnu-
skó.
„Ég er komin út af mjög
mikilsverðu máli,“ byrjaði ég
taugaóstyrk, messieurs. Ég
þarfnast hjálpar yðar.“
„Biðjið um hana,“ var hið
undarlega svar tvíburanna, sem
voru dimmraddaðir mjög.
„Ég heyrði í dag, að sagt
sé ... ekki svo að skilja, að það
sé satt,“ sagði ég varfærnis-
lega, „að þér vitið ef til vill
eitthvað um barnið, sem ég
annast nú um.“
„Það getur verið.“
„Verið gæti, að þér hefðuð
einhvern áhuga á barninu."
„Við erum fúsir til þess að
gefa peninga fyrir góðverk,"
samþykkti tvíburi eitt.
„Messieurs,“ sagði ég, og allt
í einu var eins og losnaði um
málbeinið í mér. Höfðu þeir
ekki fundið mig liggjandi með-
vitundarlausa og flutt mig hing-
að? Hafði ég ekki alltaf fundið
til einhverrar verndartilfinn-
ingar, sem streymdi út frá
þeim, hvenær sem ég hitti þá?
„Mig langar til þess að hverfa
burt úr þorpi yðar. Vinkona
læknisins, unga stúlkan, er
komin hingað frá Englandi.
Verið getur, að hún eigi eftir
að verða eiginkona hans. Hún
vill ekki hafa mig hér, og hún
vill heldur ekki hafa barnið
í læknishúsinu."
„Greinilega ekki.“
„Mig langar til þess að fara,“
sagði ég, og röddin titraði. „Ég
vil fara. Og ég vil taka barnið
með mér.“
„Hvert?"
„Til Englands. Ég hef góð
sambönd. Ég hef fengið nokkra
menntun, og ég ætla að vinna
þar fyrir mér. Ég mun sjá um,
að barnið hljóti sömu menntun,
sem mitt eigið barn mundi fá.“
Mér fannst ég vera að biðja
um að lífi Riette yrði þyrmt,
og þessir stóru menn sátu þarna
og horfðu á mig, og hlustuðu
á bón mína. Tvíburi eitt hellti
hægt í glasið mitt.
„Við ... auðvitað ... höfum
ekki neitt vald til þess að leyfa
yður að fara,“ sagði hann. Hann
þagði í eitt eða tvö augnablik.
„Gerið það ...“
„Bíðið við.“ Hann lyfti hend-
inni eins og hann væri að blessa
yfir mannfjölda. „Við gætum
samt kannski hjálpað yður til
þess að ná takmarki yðar. Þér
eigið vini?“
„Já, — í St. Marie — Eng-
lending.“
„Kannski gætuð þér farið
akandi í kerrunni hluta af leið-
inni? Við gætum sagt lækn-
inum, að við hefðum ekið yður
til Fréjus. Það er langt í burtu.
Lestir stanza þar.“
„Oh, já!“
„Það er mikilvægt, að enginn
fái að vita, hvert þér hafið
farið með barnið?"
„Já, já,“ sagði ég. Ég hallaði
mér áfram. Hendur mínar voru
rakar.
Báðir mennirnir litu á mig.
„Við verðum samt að fara fram
á einn hlut, mademoiselle,“
sagði tvíburi eitt.
„Hvað sem þér viljið ...“ Ég
hefði lofað að gerast Múhameðs-
trúarmaður, ef ég hefði séð
fram á að fá að halda Riette.
„Þér verðið að taka við pen-
ingum fyrir fari sjálfrar yðar
og barnsins. Nei, nei. Ekki eitt
orð í viðbót. Hér eru þeir.“
Eftir tilbendingu frá bróður
sínum lagði tvíburi tvö vöndul
af peningaseðlum á skínandi
borðið á milli okkar.
Ég hraðaði mér aftur til
hússins.
Ég var svo ákveðin í að fara
burtu með Riette, að ég hafði
ekki tima til þess að vera
óhamingjusöm yfir því að lífi
mínu á þessum stað var lokið.
Þegar ég var að skipta um föt
fyrir kvöldverðinn var barið
hljóðlega að dyrum hjá mér. Ég
hrökk við eins og ég ætti von á
lögreglunni.
Þegar ég opnaði hurðina, með
farðalaust andlitið og í gamla
innisloppnum mínum, sá ég
Alexis fyrir utan.
„Má ég tala við þig?“
Ég leit á hann með skelfing-
arsvip.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
hann hafði komið inn í svefn-
herbergi mitt, frá því ég brák-
aði á mér öklann. Það hafði
breytzt mikið. Nú voru glugg-
arnir opnir og í einu horninu
stóð karfa full af fötum af
Riette og á borðunum stóðu
blómavasar.
Hann leit þegjandi í kringum
sig, settist svo niður í stól við
opinn gluggann.
„Ég þarf að fara með Gillian
til Cannes eftir hádegi á
morgun. Hún verður að fara í
banka. Við komum ekki aftur
fyrr en annað kvöld. Ég er
búinn að hringja í lækninn I
Vennes, og ef eitthvað alvar-
legt kemur fyrir má hafa sam-
band við hann. Verður ekki all
í lagi með þig?“
„Auðvitað.“
„Svo verðum við bráðum að
tala um skjólstæðing þinn.“
„Já.“
Hann sagði hægt: „Þú hefur
verið mjög fámálug upp á síð-
kastið."
„Það er kannski vegna þess
að frænka þín talar svo mikið.“
Hann brosti sama brosinu og
hann var vanur að brosa til
Gillian, og mér leið illa.
„Já, hún hefur alltaf verið
fyrir það að tala. Eigum við að
bíða með að tala um Riette
þangað til seinna?"
„Já, það væri gott.“
Hann stóð á fætur, en hikaði
við. í hjarta mínu heyrði ég
sjálfa mig æpa: „Farðu! Farðu!“
Ég leit ekki á hann. Til hvers
var það? Hann sagði: „Þakka
þér fyrir Martine,“ og fór út
úr herberginu.
Við Riette fórum á eftir Alex
og Gillian Hames. Ég gat ekki
annað en horft á þau fara. Ég
stóð dálítið frá glugganum og
sá bílinn aka út um hliðið og
hverfa niður hlíðina. Þá setti ég
niður í töskurnar okkar, skildi
eftir þriggja setninga b”óf til
Alex, og tók barnið i f^'ngið.
Ég leit í síðasta sinn yfir her-
8 FALKINN