Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 35
ÞRÍR LJÚFFENGIR BLÓMKÁLSRÉTTIR Léttur sumarhádegisverður. Sjóðið blómkál svo lítið, að það haldi alveg lögun. Sjóðið nýjar gulrætur jafn lítið, setjið dálítið salt og sykur í suðuvatnið. Kælið báðar grænmetistegundirnar. Raðið þeim á litla diska fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Olíu-edikssósu hellt yfir: 3 msk. olía, 1 msk. edik eða sítrónu- safi, salt, pipar. Hrist saman. Saxaðri, nýrri steinselju stráð yfir. Borið fram með hrökk- brauði, osti og tómatsafa. Blómkál með rækjum og tómatsósu. 1 stórt blómkáls- höfuð i/2 1 mjólk % lítill laukur 1 lítil gulrót 1 lárberjalauf 1 negulnagli Blómkálið soðið á venjulegan hátt. Sett á fat. Sósunni hellt yfir, skreytt með miklu af rækjum. 3 piparkorn salt 35 g smjörlíki 35 g hveiti 1 msk. rjómi 1 msk. tómatkraftur Paprika. Rækjur. Blómkál og tómatar. Léttur sumarhádegisverður. Sósan: Mjólkin hituð með hreinsuðu grænmetinu (laukur, gulrætur) og kryddinu. Suðan látin koma vel upp. Látin standa með hlemm um % klst. Síuð. Mjólkin jöfnuð með smjörbollu, látið sjóða 3—4 mín. Krydduð með tómat- krafti og papriku. Rjómanum hrært saman við. Blómkál og tómatar. 8 tómatar 1 blómkálshöfuð 4 sneiðar reykt flesk 125 g makkaroni Smjör Brauðmylsna. Makkaroníið soðið í saltvatni, látið síga vel af því. Reykta fleskið skorið í bita, steikt á pönnu, blandað saman við makkaroníið, sett í djúpt, smurt, eldfast mót. Blómkálið hálfsoðið, skipt niður í hríslur. Skerið lokið af tó- 35 falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.