Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 36
Kvsnþjóftin mötunum, skafið innan úr þeim, salti og pipar sáldrað innan í. Blómkálshríslunum skipt niður í tómatana, brauðmylsnu stráð á, smjörbitinn látinn ofan á. Raðað ofan á makkaroníið. Sjóðið tómatsafann og tómata- lokin ásamt dálitlu vatni og krydd't. Síað. Hellt í mótið. Bakað í ofni um 25 minútur við um .200°. Munið: að sjóða blómkálið við vægan hita, svo að það sjóði ekki sundur að láta 1—2 tsk. af sítrónusafa út í suðuvatnið, þá verður blómkálið hvítara. að hella aldrei grænmetissoði, notið það í sósur, súpur eða til drykkjar. H/lakkoronuterta um, sykri og tvíbökum, krydd- að með möndludropunum (eða fínt muldum möndlum). Sett í mótið. Afgangurinn af deiginu flattur út, skorinn í ræmur, lagt sem grindverk ofan á. Bökuð í 25—30 mínútur við nál. 200°. Þytur Framhald af bls. 23. með flugvélunum hefja sig til flugs. Það var mikið um að vera á flugvellinum. Litlar og stór- ar vélar voru að koma og fara. Þeir stóðu þarna strákarnir og horfðu hugfangnir á eftir þess- um farartækjum loftsins og kannski á einhver þeirra eftir að stjórna þessu farartæki fram- tíðarinnar — flugvélinni. Falin tortíft Framh. af bls. 9. það ekki. Hún drap sig á mjög skemmtilegan hátt. Hún drakk einhvers konar vitisóda. Hann brenndi innyfli hennar. Það er skemmtilegur dauðdagi. Ekki satt? Líkskoðaranum líkaði þetta samt ekki, og heldur ekki læknafélaginu." „Hún hlýtur að hafa verið brjáluð.“ „Vitni sögðu, að þetta hefði verið róleg kona. Stillileg, dá- lítið feimin. Hún fór oft í kirkju, þú kannast við þá teg- und Bréfið, sem hún skrifaði, sagði annað. Eitthvað um þá ómannúðlegu meðferð, sem hún hafði orðið að þola, Þetta er ástæðan fyrir því, að læknirinn þinn starfar nú á þessum af- 36 skekkta stað Hann má teljast heppinn, að þeir skyldu ekki svipta hann leyfinu." Ég sagði ekki neitt. Alex ómahnúðlegur. Alex grimmur. Alex orsök þess, að gömul mey- kerling drap sig á þennan hryllilega hátt. „Þetta var þá sagan. Ég býst ekki við, að þér falli hún, en þú verður að vita staðreyndirn- ar.‘‘ „Já, það er betra að vita þær.“ Ég var búin að gleyma hjá hverjum ég var. Hann leyfði mér ekki einu sinni að gráta svolítið. Hann hellti í glasið mitt, lagaði kaffi og talaði. Eftir rödd Gillian Hames var rödd Morrie eins og englarödd. Hann talaði líka um Gillian, því hann hafði hitt hana, á meðan á málinu stóð og lýsti henni einmitt eins og ég hefði sjálf gert, aðeins af meiri snilld. Hann talaði um starf sitt og um mig. Hann gaf mér ekk- ert tækifæri til þess að hugsa og brátt sló kl ikkan, hvíta og gyllta, tólf á miðnætti. Hann fór með mig upp í her- bergið mitt, hristi koddana og kyssti mig, og skildi svo við mig með brandara á vörum, sem hann meinti reyndar alla. Ég leit á Riette sofandi í skúffunni. Þessi dýrðlega vera, ég tilbað hana. Ég lagðist út af í rúminu mínu og andvarpaði. Nú voru persónurnar tvær, sem ég tilbað. Fyrir tveimur mán- uðum hafði ég ekki haft annað en Joe. Og nú átti grimmur maður og barn hjarta mitt. Ég hafði tapað manninum en stolið barninu. Það tók Morrie fjóra daga, að undirbúa flótta minn. Hann ók til Monte Carlo til þess að hitta einn af blaðamönnunum vinum sínum. Hann var stöðugt í símanum. Ég hefði fundið til sektar, ef hann hefði ekki farið með þetta, sem hann kallaði „hernaðaraðgerðir hertogans“, eins og eitthvað fyndið. Hann hafði vakandi auga með öllum merkjum um sorg, og þess vegna var ég kát, þegar ég var með honum, en utan við mig af sorg, þegar ég var ein. Að lokum tilkynnti hann, að allt væri komið í lag. Ég átti að fljúga með lítilli flugvél, sem tímarit hafði tekið á leigu undir blaðamann, sem átti að skrifa um Rainier-dansleikinn í Monte Carlo næsta fimmtu- dag. „Tim Carter, sem var einu sinni á bíaðinu með mér, ætlar heim til Englands með heil- mikið af myndum. Hann mun líta eftir þér.“ „Hvernig get ég þakkað þér, Morrie?" „Ég reyni að finna einhverja leið,“ sagði hann og kleip mig. Mér tókst að baða og klæða barnið, setja niður og vera til- búin án mikilla erfiðleika morguninn, sem við átturn að leggja af stað. Ég fékk sting í hjartað, þegar ég leit í kringum mig í herberginu til þess að gæta að því, hvort ég hefði gleymt nokkru. Ég sá fyrir mér hvernig allt myndi verða, þegar ég kæmi til Lundúna. Framtíðin var óviss, ég átti ekki nema tíu pund, og var með annars manns barn og kramið hjarta. Morrie sat úti í bílnum á skínandi fallegum morgni. Hann átti að aka mér til flug- vallar flugklúbbsins í nánd við Nissa. Hann kom mér vel fyrir í bílnum, muldraði: „Ég veit um einn, sem ég mun ekki sakna,“ og ók af stað með okkur eftir veginum meðfram sjónum. Veitingastaðirnir voru ekki búnir að opna enn. Einn eða tveir tnenn, svartir eins og vín- ber, voru að raka sandinn. Smáöldur skoluðu sandinn í fjörunni með litlu andvarpi. Fáeir um mínútum síðar kyssti Morrie mig í kveðjuskyni og ég var sezt upp í flugvélina með barnið í fanginu, flugvél, sem ekki var stærri en leikíang og stóð úti á flugbrautinni fyrir framan klúbbinn. Flugvélin hófst á loít eins og fugl, og fyrir neðan okkur glitr- andi ströndin og sjórinn. Þegar ég var að horfa á þessa sjón hverfa í fjarska snéri förunaut- ur minn, Tim Carter, sér við og brosti til mín. Hann var lag- legur, skarpnefjaður og jafn vingjarnlegur og Morrie. Hann bauð sígarettur, súkkulaði og að lokum kaffi á hitabrúsa á meðan við flugum í átt til Eng- lands. „Þarna er það!“ hrópaði hann, og benti út um gluggann. Og fyrir framan okkur var grár skýjabólstur, sem breyttist smátt og smátt í rigningu: England. Þrettándi kafli. Skýin þéttust og brátt vorum við komin inn í þau, og flugum í gegnum þykknið, rákumst annað slagið á, eða féllum niður svo að maginn í mér lyftist. Það væri svo sem eftir mér, hugsaði ég þunglyndislega, að lenda í flugslysi. Riette yrði þá veidd upp úr brakinu og sendaftur beinustu leið til Alax Whittaker eða til munaðarleys- ingjahælisins. Tim Carter, sem sat og reykti eins og einhver, sem var að auglýsa sígarettur aftan á tíma- riti, hrópaði glaðlega upp yfir hávaðann í vélinni: „Vertu ekki taugaóstyrk! Ég hef gert þetta áður.“ „Það hef ég líka,“ hrópaði ég til baka. Hélt hann kannski að ég hefði aldrei komið í flug- vél fyrr? Það fór í taugarnar á mér, að hann skyldi sjá, að mér leið ekki vel. Ég brostij fýlulega, þegar ég minntist ferð-, anna yfir Atlantshafið, storm- anna og tafanna, og einu sinni, þegar Dot og ég höfðum verið í flugvél hafði jafnvel komið upp eldur í einum hreyflinum. Ég hafði aldrei orðið meira en smávegis spennt. Nú var ég á nálum eins og köttur. „Nei, nei, ég átti ekki við veðrið.“ sagði hann og hafði auðheyrilega lesið af svipnum, hvað ég hugsaði, og hló nú að mci'. „Ég átti við að smygla fólki. Ég gerði það síðast um jólin. Mér var falið að koma leikkonu nokkurri til Englands á þennan hátt. Hún átti að koma til veizlu -svona til gamans.“ „Hvers vegna fékk hún ekki vegabréf?“ „Hún hafði það. Hún var mjög þjóðrækin. Buxurnar hennar voru svo að segja búnar til úr brezka fánanum.“ „Hvers vegna þá?“ „Hún býr í Sviss vegna skatt- anna. Hún vildi bara ekki missa af veizlunni.“ Hann brosti breitt. „Sagði Morrie þér, hvers vegna ég geri þetta svona?“ Hann svaraði og veifaði síga- rettunni í kringum sig, að hanp byggist við að það væri barnið, sem ég væri að smygla inn í landið. „Hún er óskilgetin, og þau ætluðu að setja hana á barna; heimili. En ég vil hafa hana.“ Guð minn góður, ég hljómaðí sannarlega eins og mér væri full alvara. Hvað hafði komið fyrir mig? Það var svo margt alvarlegt, að ég var hætt að vera léttúðug í tali. En jafnvel þótt orð mín hljómuðu einna líkast því, sem þau væru sögð í sjónvarp, þá varð það ekki til þess að þau hættu að vekj^ sársauka eða væru ótrúlegri, hugsaði ég óánægð. Tim Carter neyddi mig til þess að þiggja meira súkku- laði. Ekkert kom honum til þess að verða þvingaður. Hann var mér til hreinoota léttis eins og Morrie. Flugvélin lenti í Kent, á.flug- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.