Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 21
Hin nýja kennsluvél af gerðinni Cessna 150. í haust mun Þytur eignast aðra vél sams konar. þessu sviði. Þá eru einnig nokkrir sem fá atvinnu hjá „litlu“ flug- félögunum. Nýlega voru Loftleiðir að festa kaup á stórum flugvélum af gerð- inni Rolls Royce 400. Önnur þess- ara véla hefur þegar verið tekin í notkun. Til þess að halda einni svona vél gangandi munu Loft- leiðir þurfa á sex áhöfnum að halda. Fyrir þessar tvær vélar þarf því tólf áhafn.ir og hver áhöfn er allt að tíu manns tveir flugmenn, einn vélstjóri einn siglingafræð- ingur og fimm til sex flugfreyjur. Þetta verður í allt 120 manns. Og litlu minni mannafla mun þurfa á DC-6B. Og fyrst við erum koinnir út í þessa sálma er gaman að hugleiða hvað einn flugstjóri, sem sezt við stjórntæki Rolls Royce 400, hefur kostað flugfélagið. Fyrst þarf mað- urinn að vera aðstoðarflugmaður á tveggja hreyfla vél. Síðan fær hann flugstjóraréttindi á henni og þarf sem slíkur að fljúga nokkurn tíma, áður en hann verður aðstoð- arflugmaður á f jögurrahreyfla vél. Og allir flúgmenn flugfélaganna þurfa að láta endurnýja flugskír- teini sitt tvisvar á ári, og um leið ganga þeir undir stranga læknis- skoðun. Það er því drjúgur skildingur sem fer í það hjá flugfélögunum að halda flu*gáhöfnum sínum í þjálfun, því hver einstakur verður að vera í fullri þjálfun. Hver flugmaður mun fara í fjóra æfingartíma á ári og einu sinni sögðum við frá því í grein hér í blaðinu að slíkur tími á Cloud- master kostaði um 500 dollara. Hlutverk flugfélaganna vex með hverju árinu sem líður, og þau munu drjúgum þurfa að bæta við flugflota sinn. Af þessu er augljóst að fram- tíð flugsins er mikil hér á íslandi. Nýlega festi flugskólinn Þytur kaup á nýrri kennsluflugvél frá Bandaríkjunum og bráðlega Kostnaður við fiugnám hjá flugskélanum Þyt Fyrir EINFLUGSPRÓF (Sólópróf) 10 klst. á 360.00 kr. 3.600.00 Fyrir EINKAFLUGPRÓF (A.-próf) 30 klst. á 450.00 kr. 13.500.00 Námskeið í bóklegum fræðum vegna EINKAPRÓFS kr. 2.000.00 Kostnaður vegna EINKAPRÓFS kr. 19.100.00 Fyrir ATVINNUPRÓF (B-próf) 140 klst. á 450.00 kr. 63.000.00 Námskeið í bóklegum fræðum vegna ATVINNUPRÓFS kr. 3.300.00 Kostnaður vegna ATVINNUPRÓFS kr. 85.400.00 Blindflug í Link Trainer 20 klst. á 180.00 kr. 3.600.00 Blindflug á 2 hreyfla vél 20 klst. á 11.500.00 kr. 30.000.00 Kostnaður alls að meðtöldu BLIND- FLUGI kr. 119.000.00 munu þeir fá aðra af sömu gerð. Þessar vélar eru af gerðinni Cessna 150 og eftir því sem okkur var sagt, eru þessar vélar séi'staklega byggðar fyrir kennsluflug. Þær eru vel Imnar tækjum, og eru m. a. hæfar til blindflugs og 1 ær munu fyrstu kennslu- vélarnar, sem hafa afturrúðu. í tilefni af komu þessarar vélar var okkur boðið að kjmnast starfsemi Þyts. Við lögðum þangað leið okkar síðdegis einn laugardag í góðu veðri og þar var mikið um að vera. Allar vélar skólans voru í stöðugri notkun varðandi kennsluna, nema ein tveggja hreyfla Piper Apache, sem þessa stundina var á Framhald á næstu síðu. Hér er bóklegi nlutuín kenndur. A borðinu er lítill flugvéla- mótor. 21 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.