Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 24
Það heyrist ekkert útburSarvæl ofan úr Tobbugjót, enda er engra veðurbreytinga von. Það er fullt útlit fyrir að sama veðurblíðan haldist enn um sinn. Það heyrist eiginlega ekkert hljóð — það er allt svo undurhljótt þennan milda og kyrra vordag þegar Kjartan oddviti stöðvar jeppann sinn og við stígum út við kirkjugarðinn á hinu forna prestssetri — Hálsi í Hamarsfirði eða Beruhálsi eins og hann er sums staðar nefndur í fornum heim- ildum. Kirkjugarðurinn er eiginlega það eina sem minnir á, að hér hafi eitt sinn verið kirkjustaður með kirkjugestum og messu- gerð á hverjum helgum degi. Og þessi kirkjugarður dylst ekki neinum vegfaranda. Það ætti ekki að fara framhjá neinum, sem leggur leið sína í björtu eftir þjóðveginum um Hálsaþinghá að þetta er helgur reitur — hinzti hvílustaður fólksins í þessu plássi um aldaraðir. Þjóðvegurinn liggur sem sagt alveg meðfram kirkjugarðs- veggnum, sem er hlaðinn úr torfi og grjóti upp á gamlan móð með einhvers konar girð- ingu ofan á. í þessum garði eru nokkrir bautasteinar, fáir þó. Flest minnismerkin eru svartir, breið- ir járnkrossar sumir með dönskum áletrun- um, því hér hafa borið beinin erlendir innan- búðarmenn, kannski faktorar fyrir selstöðu- verzluninni á Djúpavogi. Sumir krossarnir eru skakkir og hallast, sumir fram, sumir aftur, sumir út á hlið. Þeir hafa ekki náð festu í íslenzkri mold frekar en þeir sem undir þeim hvilast. — En hér er samt einn íslenzkasti bautarsteinn íslands. Hann er yfir bóndanum Jóni Þórarinssyni frá Núpi á Beru- fjarðarströnd. Hann bjó síðast hér á næsta bæ Strýtu. Sonur hans Ríkharður hefur mótað andlitsmynd hans. Hún er á legstað hans austast í þessum gamla kirkjugarði. Þegar við höfðum litast um í þessum forna legstað, höldum við heim í bæinn. Hér ríkir sama kyrrðin eins og umhverfis. Og það er ekki nema eðlilegt. Nú er þetta gamla prest- setur í eyði eins og sum önnur býli íslands á þessum tímum hinna öru breytinga í atvinnu- háttum. Það er ekkert, sem rýfur þessa kyrrð nema steindeplar og sólskríkjur sem skjótast á hröðu flugi sínu milli auðra útikofa og hálf- fallinna garðbrota. Þó sjáum við menn í nokkrum fjarska. Þeir eru að bera á túnið á næsta bæ Strýtu, sem stendur hér s. a. s. samtýnis. En þeir nota hvorki traktor né dreifara, hafa bara gamla lagið sáldra áburð- inum með höndunum og lognið er svo mikið að Kjarninn „stendur“ í logninu áður en hann fellur ofan í gráðugt gin gróðursins í grænu túninu. Kannski það hafi einmitt verið svona dag- ur — mildur og kyrr, en sólarlaus sumar- dagur. Þá fékk þessi bær óvænta og ægilega heimsókn fyrir 337 árum. Það var einmitt um þetta leyti árs, 6. júlí árið 1627. Tyrkja- rán, öll hngsum við til þess atburðar með andstyggð og hryllingi. Aldrei lesum við um aðfarir víkinganna hér á þessu varnarlausa landi án þess að það setji að okkur hroll og óhuenan Árið 1627 var sr. Jón Þorvarðsson prestur hér að Hálsi. Hann var hniginn að aldri, sömi»lo?ð{« kona hans, Katrín Þorláksdóttir. 24 Jón Þórarinsson frá Núpi á Berufjarðarströnd faðir Ríkharðs Jónssonar bjó á Strýtu. Þau áttu að minnsta kosti tvær dætur og ef til vill fleiri börn, en alls vom 9 manns hjá þeim í heimili. í gamalli v.ísu um komu Tyrkjans að Hamri segir: Grimmdarlegar létu en ljón lýðurinn þeygi frjálsi. Ur sæng þeir tóku séra Jón, er sat á Beruhálsi. En þetta er ekki rétt. Sr. Jón var ekki heima þegar ræningja bar að garði. Hann var í seli uppi á Búlandsdal með allt sitt fólk, enda var þetta á þeim tíma árs, þegar þar þurfti að sýsla ýmislegt við málnytpening. En enginn má sköpum renna. Selför sr. Jóns þennan júlídag fékk ekki borgið hohum og fólki hans úr klóm ræningjanna. Selið var ekki ]pn«t undan og þar komu ránsmennirnir presti óvörum og föTki h--'"v oo fpnmi '• ngað það allt. utan einn nilt .Tón Ásgrímsson sem tók á rás ■ n kkn »■»’•> le'ð til Berufiarðar. Þangað ráku i'æningjar líka fanga sina eins og fénað, einnig hin öldruðu 1-AlwNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.