Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 32
m mmfM jiy Birpj frá embætti fyrir það, að hann hafði gefið saman hjón ólög- lega. Þá var hann orðinn prest- ur í Stöð í Stöðvarfirði. Má því með sanni segja, að albrösótt hafi hún verið embættistíð sr. Jóns. Hefur drykkjuskapar- óreglan sjálfsagt verið megin- orsök þess, því að talið er að hann hafi þótt „sæmilegur karl- maður“. Síðustu æviá-in vat sr. Jón á Sauðanesi hjá sr. Stefáni bróður sínum, sein þá var blind- ur orðinn og hélt aðstoðarprest, sr. Vigfús Sigurðsson. í veik- indaforföllum kapilánsins mun sr. Jón hafa messað fyrir hann, því á þeim tíma voru guðs- þjónustur ógjarna látnar niður falla, ef annars var kostur. Þann 27. júlí 1845 messaði sr. Jón á Sauðanesi. Eftir messu fór hann ásamt fleira fólki út í danskt kaupskip, sem lá á Þórshöfn. Varð hann drukkinn og ætlaði að klifra upp í reið- ann á skipinu en varð fóta- skortur og hrataði niður hátt fall. Kom hann niður í sjóinn en mun hafa ler.t á borðstokkn- um í fallinu og lærbrotnað. Sr. Jón var dreginn með lífs- marki upp á skipið og raknaði við. Eftir það lifði hann í viku og andiðist 2. ágúst. Þetta var árið 1845. Þannig urðu æviiok síðasta prestsins á Háisi í Hamarsfirði. Um þau var þetta kveðið: Einarsniður er og dáinn nyrðra, séra Jón, sem víða var, veltiköttur gæfunnar. Hermilega hraut af dönskum knerri ofan úr reiða og út í sjó, eftir lifði viku þó. G. Br. FÁLKINIV FLÝGR LT Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Ef þér verðið þunglyndur þessa dagana þá er ekki nema um eitt að gera og það er að yfirvinna þunglyndið. Látið það ekki ná tökum á yður heldur verið í göðu skapi. Nautsmerkið (21. avríl—21. maí). Þessi vika sem nú fer í hönd verður róleg og þægileg fyrir yður. Það mun ekki verða mikið að gera og þér ættuð að nota þann tíma, sem yður gefst aflögu til að sinna áhugamálum yðar. Tviburamerkið (22. maí—21. júnl). Ef þér eigið þess kost þá farið í ferðalag um helgina þvi ekki er ósennilegt að þá mynduð þér kynnast fólki sem ætti eftir að hafa varanleg áhrif á líf yðar. Þetta á einkum við ef þér eruð ólofaður. Krabbamerki (22. júní—22. júlí). Það er hætt við að þér verðið fyrir vonbrigðum vegna samskipta yðar við vissa persónu í þessari viku. Þér skuluð þó ekki láta það á yður fá og reiðast því þér eigið mikið eftir við þessa persónu að sælda. Ljónsmerkið (23. júlí—23. áqúst). Þér ættuð að gæta tungu yðar vel í þessari viku og gæta þess vel að særa engan sem er yður nákominn. Fimmtudagurinn kann að verða yður nokkuð erfiður en helgin verður skemmtileg. Jómfrúarmerkið (2h. ác/úst—23. sevt.). Þér ættuð að notfæra yður vel þau tækifæri sem gefast yður í þessari viku en þau verða einkum viðvík.iandi vinnustað. Þér ættuð að fara gætilega í fiármálunum. Voc/arskálamerkið (2j. sept—23. okt.). Ef þér eruð enn ólofaðir verður þessi vika með einkar rómantískum hætti. Þér munuð í fyrri hluta vikunnar kynnast persónu, sem þér hafið lengi sóst eftir að kynnast og allt útlit er fyrir að þessi kynni verði langvin. Svorðdrekamerkiö (21/. okt.—22. nóv.). Þessi vika verður frekar leiðinleg fyrir yður og þér skuluð fara ákaflega varlega varðandi vinnu- staðinn því þar eru ýmsar blikur á lofti. Föstu- dagurinn verður þó skemmtilegur. Boc/amannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Þér ættuð að umgangast vini yðar meira en þér hafið gert að undanförnu því þeir vil.ia yður vel. Farið gætilega varðandi f.iármálin og trevstið einni persónu ekki um of.. Steinqeitarmerkið (22. des.—20. janúar). Þér ættuð að lyfta yður upp um helgina og gera yður dagamun ef þér getið því þér þarnist þess reglulega vel. Fyrri hluti vikunnar kann að verða nokkuð annasamur. Vatnsberamerkið (21. janúar—18. febrúar). Þessi vika verður með ýmsum hætti skemmtileg. Þér munuð kynnast nýiu fólki og útlit er fyrir ferðalag seinni hluta vikunnar. Þér ættuð að vera sem mest heima við fyrri hlutann. Fiskamerkiö (19. febrúar—20 marz). Nú er um að gera fyrir yður að taka lífinu með ró og hvíla yður eftir því sem þér mögulega getið. Þér ættuð því að gæta þess vel að ofreyna yður ekki í vikunni því það mundi hafa m.iög alvariegar afleiðingar í för með sér. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.