Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Side 27

Fálkinn - 10.08.1964, Side 27
SÝNIR: MEISTARAVERKIÐ Hann lendir í fangelsi fyrir viðskipti sín við listaverkasafnarann Hickson en dvelur ekki lengi innan veggja þess. Síðan fylgjumst við með Jimson eftir að hann kemur úr fangelsinu og þegar hann fer að vinna í húsi hins auðuga Sir. Willam Beeder. Hann kemur sér þar vel fyrir ásamt vini sínum myndhöggvara einum og það kemur ýmis- legt fyrir. Gólfið í húsinu þolir ekki þunga höggmyndar þeirrar sem vinurinn er að vinna og það lætur undan þunganum. En þessir tveir félagar eru ekki að gera sér neina rellu út af sliku. Þegar þeir eiga ekki fyrir lögginni sinni eru húsgögnin seld. Við skulum ekki rekja þessa sögu frekar því sjón er sögu ríkari og skulum láta þá Gray og Guinness það eftir. Svo sem fyrr segir fer Sir. Alec Guinness með hlutverk málarans Jimson. Guinness hefur oft birzt okkur stórkostlegur á hinu hvíta tjaldi. Nægir þar að minna á hlutverk hans í myndunum The Lady Killers og Brúnni á Kwai. Af öðrum leikurum sem fara með veigamikil hlutverk í myndinm má nefna Kay Walsh. Hún er mikilhæf leikkona og nú síðast sáum við hana í Oliver Twist sem Háskólabíó sýndi á dögunum. Einnig Renee Houston, Miki Morgan og Robert Coote. . Myndin verður með íslenzkum texta og ætti því öllum að vera auðskilin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.