Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 9
bergið mitt, áður en ég flýtti
mér niður stigann.
Pascale stóð við stigann.
Hún sá allt á einu augna-
bliki. Barnið, komið í ferða-
föt. Ferðatöskuna. Kápuna og
hanskana, sem ég var ekki vön
að nota. Hún sneri sér við, án
þess að segja eitt einasta orð og
fór aftur inn í eldhúsið. Ég
gekk niður stigann og fylgdi
henni eftir.
Hún var þegar byrjuð að taka
til hveitið og smjörið og snúast
í eldhúsinu. Þar skein allt. Það
leit alveg eins út og frönsk
eldhús eiga að gera, með kopar-
hluti og blátt postulín, marm-
araborð og útsaumuðu svuntuna
hennar Pascale með löngum
stífuðum axlaböndunum.
„Pascale, ég er að fara aftur
heim til Englands.“
Hún sneri sér við og leit beint
framan í mig, og útlit hennar
breyttist allt.
,,En auðvitað verð ég að búa
til nesti til fararinnar handa
Mademoiselle! “
Hin langa ,ferð til St. Marie
leið eins og í draumi. Tvíbur-
arnir óku mér í óhreina bílnum
sínum, sem þeir notuðu næst-
um aldrei, til þorpsins í um 20
km fjarlægð, þar sem ég náði í
áætlunarbílinn, eftir að hafa
tekið í hendur þeirra mörgum
sinnum. Hefði ég ekki haaldið,
að það myndi hræða úr þeim
vitið, þá hefði ég kysst þá báða.
Eftir því sem bíllinn hélt
léngra fagnaði ég hverju merki
um það, að við værum að fjar-
lægjast þetta klunnalega land.
ph, við skyldum skilja það
eftir að baki okkar, landið, þar
sem ég hafði unnið fyrir og var
nú undir þumalfingri þessarar
§túlku, ástina, sem ég var stað-
|áðin í að kæfa! Það fór að
rigna, og það gladdi mig líka,
því við það breyttist landslag-
ið
. Ef til vill hefði ég átt að biðja
ívíburana að kaupa handa mér
|armiða alla leið til Englands,
og hætta á vandræði hjá tollin-
um. Allt, sem ég hafði nú, var
Vonin um að hitta Morrie
Lescher. En nú var það sannar-
lega Morrie, sem sem ég þarfn-
aðist.
Rigningin var hætt, þegar við
komum til St. Marie. Gangstétt-
arnar glömpuðu, klukkan var
orðin fimm, og alls staðar var
fullt af önnum köfnu og kátu
fólki. Ég stíg niður úr bílnum
og gekk hægt í gegnum bæinn
í átt til villunnar. Vindblærinn
blés, upp eftir götunni, sem lá
frá sjónum, og ég fann salt-
lyktina. Eólkið, sem fór framhjá
mér var sólbrúnt og fallega
klætt. Enginn leit svo mikið
sem í áttina til mín.
Ég beygði inn á löngu götuna
og gekk framhjá fallegum vill-
unum, við sumar þeirra voru
uý sóltjöld og á þeim var nýtt
lag af málningu. Ég þorði ekki
að líta í átt að villunni við
enda götunnar. Hvað myndi
koma fyrir, ef hún væri mann-
laus? Ég hefði getað grátið af
fögnuði, þegar ég augnabliki
síðar sá, að gluggarnir stóðu
galopnir, og ég heyrði í ritvél-
inni.
Morrie sá mig, þegar ég var
að ganga upp tröppurnar og
kom fram til þess að opna fyrir
mér og bjóða mig velkomna
með faðmlagi.
„Hin dularfulla , Martine!
Hverjum hefði getað dottið í
hug, að þú myndir koma ein-
mitt núna í kvöld, þegar ég var
svona einmana. Og með barn að
auki.“
„Morrie, ég er svo glöð að
sjá þig.“
„Ég er ekkert ánægður að sjá
þig, ef ég á svo eftir að sitja
uppi með barn.“
„Þú ert svo ruddalegur!“ Ég
setti frá mér töskuna, og hann
lagði handlegginn utan um mig.
Við gengum inn í setustofuna.
Allt andrúmsloftið, — Lund-
úna-heimurinn, andlitið, hárið,
sem farið var að þynnast — allt
sem hann snerti var velkomin
sjón. Hér var einhver, sem ég
skildi. Ekki þessi andstæða,
sem ég var ástfangin í. Oh, við
skulum hætta að elska. Ég var
orðin veik af því öllu.
„Seztu niður, seztu,“ sagði
hann, og hellti allt of sterkum
drykk í glas handa mér og
horfði svo rannsóknar- en ekki
ástaraugum á barnið.
„Morrie, ég kom til þess að
biðja þig að hjálpa mér.“
„Það er þá kominn tími til
þess. Komdu með það. Hvar er
þessi læknir, vinur þinn? Þú
ert þó ekki búin að yfirgefa
hann?“
„Jú.“
„Loksins. Genevieve og Tor-
quil fannst þetta ólaunaða
barnfóstrustarf eintóm vitleysa,
og það finnst mér líka. Það
hæfir þér ekki Martine. Góð-
verk eru ekki fyrir þig. Þetta
er mest bull. Þú átt að vera
auðug. Þú átt að klæða þig í
furðuleg föt og dansa. Jafnvel
þetta sníkjudýr Joe hæfði þér.
Hann ætti að vera barnið þitt
líka. Þú getur ekki verið nein
hetja.“
„Morrie, þegiðu. Ég vil hafa
hana, ætla að gera það líka.
Enginn annar vill hana og
fjandinn hafi það, ég vil það.
Þess vegna er ég komin. Ég
hljópst á brott.“
Hann var ósnortinn. Háhn
hristi ísinn í glasi sínu. Mér
féll vel við hann. Ég þurfti ekki
að gera neitt til þess að honum
félli við mig.
„Ég skal segja þér einn hlut,
stúlka mín góð, þú getur ekki
haft hana hérna.“
„Ertu frá þér? Þú gætir ekki
þolað að hafa barrní húsinu. Og
ég er ekki búin að segja, að
ég muni hoppa beint upp í rúm-
ið til þín.“
„Hvernig veiztu, hvort ég er
að fara fram á það?“
„Þú gerir það alltaf.“
,;,Það er rétt.. Maður verður
að fá einhverja greiðslu fyrir
greiðasemina.“
„Slappaðu af drengur minn,
þ.ví það er ekki greiðinn, sem
ég e'r að biðja þig um. Gætir
þú hugsað þér að skrifa, þegar
hún byrjar að gráta? Hún ger-
ir það um miðjar nætur líka.“
„Allt í lagi, allt í lagi, hvað
viltu þá? Ég skal gera það ef
ég get. Kannski gerði ég það
jafnvel þótt ég gæti það ekki.
Ég hef hvort eð er alltaf verið
á eftir þér.“
„Ég vil komast aftur til Eng-
lands og taka barnið með mér.
Ég hef ekki neinn passa handa
henni, og hún er franskur borg-
ari. Ég hef ekki einu sinni fæð-
ingarvottorð. Hversu ólöglegt
er þetta?"
Ég gleymdi að daðra og hall-
aði mér hreinskilnislega að
björgunarmanni mínum.
„Augun í þér eru falleg. Hef-
ur nokkur sagt þér, að það er
blettur í öðru þeirra eins og
galli á postulíni. Ég vissi einu
sinni allt um postulín. Það var
þegar ég vann hjá Staffs.“
„Ég veit um þennan flekk,
en menn taka yfirleitt ekki
eftir honum.“
Hvenær ætlaði hann að kom-
ast að aðalatriðinu?
„Vissir þú, að þú ert með tvo
fæðingarbletti á hálsinum, sem
líta út eins og för eftir blóð-
sugu? Einhver hefur verið að
sjúga úr þér blóðið rétt einu
sinni.“
„Þótti þeim það gott?“
„Það var dásamlegt. Eins og
portvín. Ég verð að hætta að
horfa á þig. Hvert vorum við
komin? Að smygla óskilgetnum
mörnum ólöglega inn í brezka
heimsveldið. Látum okkur sjá,
hvað við höfum um það í safn-
inu.“
Ég dró út eina skúffu í her-
berginu mínu, setti hana á gólf-
ið og lagði Riette í hana. Hún
sofnaði þegar í stað. Ég horfði
öfundaraugum á hana, og ósk-
aði þess að ég gæti gert það
sama.
Þegar ég kom aftur inn í setu-
stofuna, var Morrie í símanum.
Hann lagði á og sneri sér að
mér og brosti.
„Ég gæti ef til vill komið þér
í tölu gimsteinanna, sem
skreyta hinn silfraða sæ ein-
hverntíma í þessari viku.“
„Hvernig? Hvernig?"
„Það er alltaf nóg af leigu-
flugvélum. Og flugklúbbum.
Maður þarf ekki vegabréf hjá
flugklúbbunum.“
„Morrie, þú ert hreinn snill-
ingur.“
„Svona, svona,“ sagði hann,
og losaði sig úr faðmlögum
mínum. „Að þú skulir vilja
binda þig við þetta barn! Kon-
ur eru undarlegar. Ég hef aldrei
skilið þær. Meðal annarra orða,
hvað varð þess valdandi, að þú
yfirgafst lækninn?“
„Sagði ég þér það ekki?“
„Nei, kæra, þú komst bara
aðvífandi með þennan böggul
og einhvers konar ósiðlegar
athugasemdir."
Ég sagði honum frá Gillian
Hames. Hann virtist skemmta
sér. „Mér hefði ekki komið til
hugar, að önnur kona væri
kom'n í spilið, en ég var viss
um, að þú færir áður en lyki.
Það var bara tímaspursmál."
„Hvers vegna?“
„Vegna þess, sem ég sagði
þér um hann.“
„Morrie, þú sagðir mér aldrei
neitt um Alexis Whittaker. Þú
sagðir, að þú hefðir ekki kynnt
þér öll málsatriðin enn þá.“ Mér
var farið að kólna.
„Segðu mér þetta,“ sagði ég
og kingdi.
„Ertu viss um, að þú viljir
heyra það?“
„Ekkert sérstaklega.“ Hjart-
að fór að slá óþægilega hratt,
og munnurinn varð þurr.
„Nú, þegar þú ert farin frá
honum, máttu eins vel vita,
hver það er, sem þú hefur búið
hjá,“ sagði hann. „Það mun
sýna þér, að það var sannar-
lega rétt af þér að fara. Þessi
læknir var aðalmaðurinn í stór-
hneyksli fyrir fimm eða sex
árum. Ég hitti hann ekki, þegar
hann var að bera vitni fyrir
einhvern annan. Hann var sjálf-
ur á sakborningsbekk. Það var
mál um ráðskonu. Ráðskonu
hans. Hún drap sig. Og hún
skildi eftir bréf, sem kom því
næstum til leiðar, að hann
missti læknisleyfið."
„Ég trúi því ekki!“
Það var farið að dimma í
herberginu. Morrie stóð upp
og kveikti. „Auðvitað gerir.þú
Fra>'-’h § bls 36.
FALKINN