Fálkinn - 10.08.1964, Síða 39
VARIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI"
Er Sigurður hafði snúið hesti sínum út af veginum og 1 skjól,
þar sem hann var óhultur, fór hann af baki og hélt fyrir munn
hestsins á meðan hinir ókunnu riddarar riðu framhjá. Hann var
ekki sérlega hræddur, en vildi samt ekki vera á vegi þeirra,
eins og á stóð, allra síst ef þar kynni að fara Ottó frá Arnar-
kastala. Þegar hópurinn var horfinn brott fór Sigurður aftur
á bak. Hann taldi minni likur á því að mæta mönnum ef hann
riði eftir skógarstignum en á aðalveginum og kaus því fyrr-
nefnda veginn. En honum skjátlaðist í þetta sinn, því brátt
heyrði hann hófadyn framundan sér. Nú- voru aðeins féir á
ferð. „Hvað á allt þetta að þýða?" tautaði hann ringlaður.
Hann fór af baki og skildi hest sinn eftir en iæddist fótaan^andi
í átt til reiðmannanna.
Hófadynurinn var hljóðnaður. Sigurður heyrði á tal manna.
Hann læddist nær, unz hann greindi orðaskiL „Ertu viss um
að þetta sé rétta leiðin,“ spurði einhver. „Ratarðu ekki lengur
að gamia felustaðnum okkar?“ svaraði annar. Sigurður sá
búninga mannanna og þekkti strax að þeir voru af illþýði
Fáfnis. „Ég á við, hvort þú sért viss um að Ottó ríði eftir
þessum stig?“ spurði nú sá er fyrr hafði talað. „Það er skemmsta
leiðin til föður hans. Við skulum halda örlítið lengra og liggja
þar í leyni í kjarrinu. Skjótið jafnskjótt og þeir birtast. Nú
mega engin mistök eiga sér stað. Það er fyrirskipun!" „Okkar
verk er auðveldara en þeirra, sem elta Norðmanninn," sagði
einhver. „Ef hann heldur eftir aðalveginum; þá geta þeir ekki
skotið á hann úr Iaunsátri.“
„Segið mér,“ spurði einhver, „hvers vegna viU Fáfnir láta
drepa víkinginn? Ég hélt þeir væru svo góðir vinir.“ „Veit
það ekki.“ var svarið ..kannski þarfnast hann hans ekki lengur.
En annars kemur bér bað ekkert við. V5ð hlýðum fvrirskipun-
um. Það er allt og sumt. Komið nú!“ Sigurður beið, unz hóp-
urinn var farinn framhjá honum. Þá sneri hann tU hests síns
og braut heilann um það, sem hann hafði heyrt. Svo tevmdi
hann hest sinn á stíginn og reið eins hratt og hann komst út
á þjóðveginn. „Svo minn ástkæri vinur Fáfnir sendi launmorð-
ingia á eftir mér og Ottó i •A’markastala!" tautaði hann. „Þessi
ræfill.. . Ég skal... ég skai .. “ Fyrst ákvað hann að halda
beint aftur til hallarinnar til þess að jafnt metin þegar í stað
FÁLK.INN