Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Side 14

Fálkinn - 10.08.1964, Side 14
Stolnu árin Framh. af bls. 12. Charles varfærnislega. Ég lyfti höndunum í vonleysi mínu. — Ekki man ég eftir því. Ég veit ekki, hvar ég hef verið, eða hvað ég hef gert síðustu fjórtán árin. Það síðasta, sem ég man eftir er, að ég átti að gifta mig næsta dag — faðir :minn og ég höfðum komið til London — og það var í apríl 1943. Eftir það man ég ekki eftir nokkrum einasta hlut fyrr en ég vaknaði í morgun. Þá hélt ég að kominn væri næsti dagur — en nú er þó komið árið 1957! Ég veit ekki hve lengi ég hef verið hérna í húsinu — en það hljótið þér að vita hr. Landry! Hann svaraði hægt: — Já, það veit ég. Þú hefur búið hér í húsinu frá því það var byggt fyrir tíu árum. Þar á undan leigðum við á ýmsum ólíkum stöðum. — En hvers vegna er ég hérna? Hvers vegna er ég ekki hjá föður mínum — eða John? — John? — Já, sagði ég. Við ætluðum að fara að gifta okkur ... Hann starði á mig. — En fyr- ir stríð bjuggum við í Kanada, sagði hann. Ég varð næstum því mállaus. Ég endurtók: — Fyrir stríðið .. — Já, við giftum okkur í Kanada. Þú ert fædd þar, og hefur búið þar allt þitt líf, þar til við komum til Englands árið 1943. — En það er þó lýgilegt! stundi ég upp. Ég hef aldrei í lífinu verið í Kanada! Og ég man eftir öllu, sem skeði fyrir 1943. Ég get ekki munað árin þar á eftir! Og að við skulum vera gift... — Við giftum okkur ár- ið 1938. — Þá var ég aðeins þrettán ára! Ég gat næstum skellt upp úr, þetta var svo ótrúlegt. -— Þú varst átján ára, ég get sýnt þér fæðingarvottorðið þitt. Þú ert fædd í Ottawa, þú hézt Elise Fourner áður en við giftum okkur. Lisa, þú hefur ofreynt þig á vinnunni og ert allt of þreytt — brúðkaupið hefur verið þér ofraun. Þú þjá- ist af einhvers konar minnis- leysi, en þegar þú ert búin að hvíla þig ... Þetta er ekkert minnisleysi! mótmælti ég. Ég man eftir hverjum smáhlut fram til þessa kvölds í London. Ég heiti Dor- cas Mallory ... Hann sagði blíðlega: — Þú hefur aidrei heitið Dorcas Mall- 14 FÁLKINN ory. Það er staðreynd, Lisa. Eða heldurðu virkilega, að ég myndi ekki þekkja þig aftur, eiginkonuna mína? Eða að Joanna þekkti þig ekki, þú, sem ert móðir hennar? — En það er ekki rétt, kvein- aði ég. Það getur ekki verið rétt! — Jú, það er það. Þú hefur bara ímyndað þér þetta með þessa Dorcas Mallory og London. Þig hlýtur að hafa dreymt það. Þetta getur ekki verið annað en minnisleysi. — Nei, sagði ég. Nei! — Mannstu ekki eftir nokkr- um sköpuðum hlut frá lífi þínu í Kanada? sagði Charles undr- andi, og var farinn að verða dálítið áhyggjufullur á svipinn. — Nei, sagði ég þrákelknis- lega. Hvernig ætti ég að geta munað eftir því? — Minnið kemur áreiðanlega aftur, það skaltu sjá. Vertu ekki að gera þig órólega út af þessu. Svona nokkuð Kemur ósjaldan fyrir. — Ég man eftir öllu öðru, mótmælti ég aftur. Föður mín- um og John ... — Þeir hafa aldrei verið til nema í hugarheimi þínum. Sú hugsun gerði næstum út af við mig. Að John hefði aldrei verið til — að hann væri aðeins til í hugarheimi mínum ... Ég fann að Charles lagði höndina á öxl mér, og ég skyldi, að hann var að reyna að hug- hreysta mig, og á sama augna- bliki sá ég fyrir mér allt, sem hann hafði. verið að segja mér. Hann var maðurinn minn. Sam- kvæmt því, sem hann sagði, hafði ég búið hjá honum síðustu átján árin, fætt barn hans, elskað hann ... Hugsunin fyllti mig skelfingu. Hann leit út fyr- ir að vera svo miklu eldri en ég — ég gat ekki hætt að hugsa um sjálfa mig öðru vísi en sem unga stúlku, átján ára gamla. Þetta var eins og martröð. Verst af öllu var að fá aldrei að sjá John aftur. Hvert sem ég færi, og hvað sem ég gerði fengi ég aldrei að sjá John aftur. Ég gat ekki afborið það. Ég var að því komin að bresta í grát — en til hvers var það? Það þýðir ekki að gráta glat- aða ást, sem maður hafði aðeins ímyndað sér . ... Ég hafði aldrei fundið til jafn mikillar ein- manakenndar og nú. Eftir því, sem dagarnir liðu myndi ég reyna að venja mig við það sem var. Ég reyndi að segja við sjálfa mig, að ég gæti ekki verið sú eina, sem hefði á réttu að standa, á meðan allir aðrir færu með eintóma vit- leysu. Samt gat ég ekki trúað þessu. Hvernig gat ég verið eiginkona Charles Landrys, þegar ég vissi í hjarta mínu, að ég elskaði John Winslow? Charles reyndi sannarlega að hjálpa mér á sinn hátt, en hann gat ekki dulið óþolinmæði sína. Það gat heldur ekki verið auð- velt fyrir hann að finna, að konan hans þekkti hann ekki aftur og dró sig frá honum af ótta — eða að hún reyndi að komast hjá því að trúa, að hún hefði borið barn hans í þennan heim. Charles hafði heimtað að fá að sýna mér öll þau vottorð, sem hann hafði talað um, og mér fannst ekki ég geta haft á móti því, enda þótt ég vildi helzt ekki sjá þau. Samkvæmt fæðingarvottorðinu var ég fædd í Ottawa 14. marz 1920, dóttir Elizabethar og Dominique Four- nier. Ég reyndi að spyrja Charles um foreldra mína — þessa ókunnugu foreldra, sem ég mundi ekkert eftir. — Þau eru bæði látin sagði hann. Ég hitti þau aldrei, svo ég get ekkert sagt þér um þau. Þau dóu áður en ég hitti þig. — Átti ég nokkur systkini? — Nei, þú varst einkabarn. Þegar við giftum okkur ... Ég vildi ekki heyra neitt um giftingu okkar, svo ég skipti um umræðuefni. Charles hafði einnig krafizt þess, að ég kæmi með honum til þess að leika golf við vini hans daginn eftir brúðkaup Joanna. — Við lofuðum því, sagði hann, þegar ég færðist undan. — En ég þekki þau bara ekkert — og ég get heldur ekki spilað golf. — Þú spilar ágætlega. Og þú hefur þekkt William og Mary í sjö — átta ár. Vesaldarlega sagði ég: — En ég man ekki eftir þeim. Hvað á ég að tala um við þau? — Það skiptir ekki máli. segðu það sem þig langar til. Eftir því, sem ég bezt veit, hefur þér aldrei þótt neitt mikið til hvorki Williams eða Mary koma, og þau eru heldur ekkert óskaplega hrifin af þér. Ég leit ráðvillt á hann. — Hvers vegna þá ... — í guðs bænum, Lisa! hreytti hann óþolinmóður út úr sér. Þá getur vízt ekki setið hér innilokuð til eilífðar. Þú verður að reyna að koma svo- lítið eðlilega fram! Svo ég fór með honum. Þegar við komum út, stóð stórt, spegil- gljáandi og hvítt bílferlíki fyrir utan og beið okkar. Hann líktist í engu þeim bílum, sem ég mundi eftir frá tímum Dorcas Mallory. Ég hugsaði með mér, að hann hlyti að vera amerísk- ur. Charles henti golfkylfunum inn í farangursgeymsluna og settist sjálfur í framsætið. Ég horfði óttaslegin á hann: — En ég get ekki ekið bíl! — Víst geturðu það. — En — en þetta er slíkt ferlíki! Ég á við — hann er svo stór... — Þú hefur keyrt þetta fer- líki síðan við keyptum það. Þú Framhald á bls. 26. Petra Krause heitir vin- sælasti sjónvarpsþulur Þýzkalands. Hún er ákaflega viðfelldin og virðist alltaf í góðu skapi — eins og fólk í hennar stöðu á að vera. En lif hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum og fyrir þremur árum, — þá var hún raunar ekki orðin sjón- varpsþulur — fannst henni öll sund lokuð og hún ákvað að binda enda á líf sitt. Hún fleygði sér út úr þriggja hæða húsi. Hún lifði fallið af, en lamaðist fyrir neðan mitti. Margar ungar stúlkur hefðu algerlega gefist upp undir slíkum kringum- stæðum, en það gerði Petra ekki. Þvert á móti herti hún nú upp hugann og ákvað að horfast í <. augu við staðreyndir lífs4 ins. Og hún vann hug og hjarta hvers manns, / er hún tók til starfa við sjónvarpið. Um daginn jókst svo hamingja hennar að miklum mun. Þá giftist hún blaðamanninum Uwé Nettelbeck. Þau eru ákaflega ástfangin hvort í öðru. Hún segist honum mjög þakklát fyrir það, að hann hafi aldrei látið hana finna, að hann vorkenni henni og bæði segja þau: Við erum ákaflega hamingjusöm, og hvaða máli skiptir hjólastóll, þegar maður er hamingjusamur. Við birtum hér mynd af Petru við hljóðnemann og tvær af ungu hjón- unum á hveitibrauðs- dögunum. j

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.