Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 10.08.1964, Blaðsíða 28
iii !■ i—— JÁ? MEI? HVEIMÆR ? Þúsuri..ij .venna um heim allan nota nu C. D. Indicator, sviss- neskt reikningstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga i hverjum mánuði, sem frjógun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa ráðleggja C. D. Indica- tor fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband. Skrifið eftir bækling- um vorum, sem veita allar upp- lýsingar. — Sendið svarfrímerki kr. 6.00. C. D. INDICATOR, deild 2. Pósthólf 1238 Reykjavík. Stolnu árin Framhald af bls 26. var viss um, að undir hæðninni í rödd Charles lá biturleiki og sært stolt. Samt var ég hrædd við hann. Enn á ný greip mig æðisgengin löngun til þess að flýja, en ég get ekkert farið, og ég held líka, að ég hefði ekki verið látin komast langt undan. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni, að bæði Charles og frk. Rose fylgd- ust með mér og hverri minni hreyfingu, enda þótt enginn reyndi að hindra mig í að fara út úr húsinu. Einveran, sem ég bjó í, var farin að leggjast enn þyngra á mig. Ég fylltist þunglyndi, sem nálgaðist að vera veiklun. Ef til viil var það til þess að gleðja mig, að Charles stakk upp á, að ég kæmi með honum til London. Ég samþykkti það strax, því ég hafði sokkið svo djúpt, að mér fannst húsið vera orðið hreinasta fangelsi fyrir mig. Ég óskaði ekki eftir neinu öðru, en að komast í burtu héðan. Það rigndi þegar -'ið lögðum af stað, og það var á takmörkum, að vinnukonurn- ar gætu haldið rúðunum hrein- um, en samt vildi ég keyra sjálf. Ég hafði séð Charles keyra ljósbláa bílinn, sem var nákvæmlega af sömu gerð og minn, og þá skildi ég, hvers vegna Lisa Landry hafði feng- ið sér ökuskírteini. Þegar. Charles keyrði bílinn, með- höndlaði hann hann eins og villidýr, sem yrði að yfirbuga. En hvorki rigningin eða um- ferðin ullu mér vandræðum, ekki heldur, þegar við fórum að nálgast London og végirnir f>r1,tust af farartækjum. Ég sá FÁLKINN greinilega, að Lisa Landry hafði keyrt alloft til London. Dyra- verðirnir á hótelunum þekktu mig líka aftur, þegar í stað, og sama máli gegndi um yfirþjón- inn, þar sem við borðuðum há- degisverð og dyravörðinn á næturklúbbnum, sem við fórum á um kvöldið. Ef Charles hafði farið með mig með sér til London til þess að gleðja mig, þá fékk hann bráðlega að sjá eftir góðvild sinni. Ég var ekki neitt sérlega skemmtilegur félagi. Ég komst fljótlega að raun um, að mér gæti fundizt ég nákvæmlega jafn einmana og niðurdregin hér í hótelinu í London, eins og verið hafði heima í húsinu, og ég varð ekki sérlega undr- andi, einn morguninn, þegar Charles stakk að lokum upp á því, að ég færi heim á undan honum. Hann gaf mér góðar upplýsingar um leiðina í gegn- um London, þegar ég bað hann um það. En engu að síður villtist ég. Hefði ég ekki villzt, þá hefði ég ef til vill heldur ekki farið að líta í kringum mig, þegar ég varð að staðnæmast við rautt ljós, og þá hefði ég heldur ekki tekið eftir húsinu beint á móti mér, sem ég þekkti aftur. Óhemju löng bílalest fyrir aftan mig byrjaði að flauta, á meðan ég sat og starði. Darlton Hótel! Þarna var það, sem Dorcas Mallory hafði fengið inni, þegar hún kom til London til þess að gifta sig og þangað hafði ég hringt, þegar ég vaknaði fyrsta morguninn í húsi Charles Lan- drys. Titrandi af æsingu lagði ég bílnum við gangstéttarbrún- ina. Hafði ég raunverulega þekkt aftur hótelið, áður en ég las nafnið? Eða var þetta aðeins eitthvað, sem ég ímyndaði mér? Ég þekkti mig vissulega aftur. Auðvitað voru húsgögn- in öðruvísi í anddyrinu og skreytingar líka, og starfsliðið á bak við afgreiðsluborðið var annað, en ég þekkti mig samt aftur. Ég hneig niður í hring- sófann með silkiáklæðinu í miðju anddyrinu, lémagna af þreytu. Ég sat nákvæmlega á sama stað og Dorcas Mallory hafði gert, þegar hún beið fyrir mörgum árum eftir því, að fað- ir hennar talaði við manninn við afgreiðsluborðið. Ég get svo greinilega séð þetta allt fyrir mér, að ég beið næstum eftir því, að faðir minn gengi til mín vfir anddyrið, löngum skrefum. og talaði til mín, dá- lítið snöggt, svolítið tauga- óstyrkur, tæki síðan undir handlegg minn og færi með mig út um myrkraðar sveiflu- dyrnar og í átt til stöðvarinnar, þar sem ég átti að hitta John. Ég sat þarna niðursokkin í hugsanir mínar, ég veit ekki hve lengi, og enginn tók eftir mér. Fjöldi fólks flýtti sér fram og aftur. Ég veit ekki hve lengi ég sat þarna, það eina sem ég skynjaði var tilfinningin um al- gjöran frið, sem kom af því að nú hafði ég fundið aftur eitthvað, sem ég þekkti og fann að ég átti eitthvað sam- merkt með. Ég held það hafi liðið löng stund, áður en mér datt í hug, að fara upp og sjá, hvort ég þekkti aftur herbergin, sem Dorcas Mallory og faðir hennar höfðu haft. Og þarna var allt eins og ég mundi eftir því. Ég fór upp á aðra hæð með lyft- unni, beygði til vinstri, og sá dyrnar beint fyrir framan mig: númer fimmtíu og fimm og fimmtíu og sjö. Mér fannst ég þyrfti ekki annað en opna dyrn- ar, og þá gæti ég séð bláu drakt- ina, og ferðatöskurnar, sem enn var ekki búið að taka upp úr, föður minn, sem beið eftir því að fara með mig til Johns. Til- finningin var svo sterk, að ég lagði hönd á hurðarhúninn, áður en ég mundi eftir því, að það voru liðin fjórtán ár frá því þetta var. Þegar ég kom niður í anddyr- ið aftur sneri ég mér að unga manninum bak við afgreiðslu- borðið.. Hann var mjög vin- gjarnlegur, en honum þótti fyr- því, að geta látið mig fá her- bergi fimmtíu og fimm og fimmtíu og sjö. Þau voru bæði upptekin, og hann vissi ekki hve lengi þau yrðu það. Ég varð fyrir miklum von- brigðum og settist aftur niður í rauða silkisófann. En nú var friðartilfinningin horfin, og í hennar stað kom næstum því skelfing ruglingstilfinning. Hvernig gat Lisa Landry þekkt aftur Darlton Hotel? Hvar hafði hún verið fyrir fjórtán árum? Að minnsta kosti ekki hér! Fyr- ir fjórtán árum var hún þegar orðin eiginkona Charles Lan- dry og hafði fætt honum dótt- ur og lifað lífi, sem varla gat haft nokkuð sameiginlegt með lífi Dorcas Mallory. Hafði Dorcas Mallory nokkurn tíma verið til? Ef Charles -Landry hafði á réttu að standa, þá hafði hún einungis verið í ímynd- uðum hugarheimi mínum. I vonleysi mínu gekk ég að afgreiðsluborðínu og bað um áð fá að tala við hótelstjórann. Hann var fullorðinn maður, mjög vingjarnlegur og velvilj- aður. Hann var dálítið efasamur á svipinn, en sagði samt ekki nei þegar ég útskýrði fyrir honum, hvað mig langaði til að biðja hann um. Hann hringdi á unga stúlku, sem kom með illa meðfarna gestabók, af svip- aðri gerð og þeirri, sem hótel nota yfirleitt til þess að færa í gestanöfnin. Hún lagði hana á borðíð fyrir framan forstjór- ann, og hann horfði á bókina með svolitlum mótþróa. — Hún er ekki sérlega hrein að sjá lengur, sagði hann. — Hún skemmdlst í stríðinu, sagði unga stúlkan. — Jahá, já ... Hann kinkaði kolli i þakklætisskyni og blað- aði í gegnum bókina. Hvaða dagur var það, frú Landry. Ég gat með naumindum kom- ið í veg fyrir, að ég kippti bók- inni úr höndunum á honum. Ég sagði honum dagsetninguna aftur, og hann gaf sér tíma til þess að líta upp á mig og brosa vingjarnlega til mín. Og þetta gerði mig svo óþolinmóða, að ég gekk bak við borðið og til hans. Hann var nokkuð undr- andi, en sagði ekkert, og svo stóðum við þarna bæði tvö og leituðum í gegnum þessi skít- ugu blöð í sameingingu. Bókin hlaut einhvern tíma að hafa rennblotnað í gegn, og þegar hún þornaði aftur, höfðu blöðin orðið stíf og hörð eins og perga- ment. Mörg blöð voru límd saman og skriftin var því næst ólæsileg, en ég hélt samt áfram að fletta henni, síðu eftir síðu, og hálsinn var svo þurr orðinn, . að ég gat varla kingd. Dagatal- ið, sem ég var að leita að var aftast í bókinni, og þar höfðu ! tvær blaðsíður límzt saman, og ; blekið hafði runnið út, svo næstum ómögulegt var að lesa nöfnin. Ég lét vísifingur renna niður eftir röðunum, og hann 1 titraði svo, að ég gat varla hald- . ið honum kyrrum. [ Og allt í einu rakst ég á nafn- ið. Skriftin var nett og jöfn og vel læsileg, en nöfnin voru þarna. Adrian R. Mallory, og í næstu línu fyrir neðan stóð: ungfrú Dorcas Mallory! Framhald í næsta blaði. FÁLKÍNN FLVGIR I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.