Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 10
MINIMING
Rétt eftir slysið voiu allir
s o nærgætnir, skilningsríkir
cj vingjarnlegir í viðmóti við
Eólveigu. Enginn efaðist um að
ung stúlka sem missir þann er
hún ann og ætlaði sér að eiga,
þarfnast mikillar umhyggju og
éstríkis.
Sólveig stóð á erfiðum tíma-
mótum. Hún varð að byrja að
nýju. Hún vai'ð aftur að ganga
é vit hversdagsleikans og standa
l vefnaðarvöruverzluninni og
taka þátt í vandamálum við-
skiptavinanna, sem í hennar
augum voru smámunir einir.
Minningin um Kurt vofði
yfir öllu daglegu lífi hennar og
hún varð að beita sig hörðu tii
að harka af sér svo söknuður-
inn heltæki hana ekki mitt í
cnnum hversdagslifsins. Henni
myndi aldrei úr minni líða
þegar hún veifaði til Kurts i
kveðjuskyni einn daginn, hann
ók brott vagni sínum og
klukkustundu seinna var hann
allur.
En lífið varð að ganga sinn
vana gang. Vinnuveitandinn
spurði Sólveigu hvort hún gæti
ekki endurvakið brosið sitt
hlýja að nýju, viðskiptavinii'nir
söknuðu þess.
Og Sólveig varð að brosa til
þeirra ókunnu kvenna, sem
hún afgreiddi. Fögur var hún
og full yndisþokka, grönn án
þess að vera mögur, hár hennar
kastaníubrúnt og djúpblá aug-
un ljómuðu þegar hún brosti
og spékopparnir hvikuðu í kinn-
um hennar.
Heima vai'ð hún að hlusta á
ótvíræðar ráðleggingar fjöl-
skyldunnar um að hún yrði að
vei'ða sér úti um nýjan vin og
vera meðal fólks. Minningin
getur lifað í brjósti okkar, þótt
við gefum okkur heil og óskipt
að því að lifa áfram því lífi,
sem þrátt fyrir allt verður að
halda áfram, sagði móðir henn-
ar. Sólveigu fannst móðir sin
hafa lög að mæla — henni
fannst bara ekki hún geta farið
eftir þessum leiðbeiningum.
Þó gat hún ekki er til lengd-
ar lét vikið tveim úr huga sér
sem börðust um yöldin í sál
hennar, — Emil, sem var
bankafulltrúi, fjörlegur og
stundum háðskur ungur maður,
og Jörgensen, sem nam lög, var
dökkhærður, íhugulli en Emil
og sífellt önnum kafinn við
próflestur og tíðum peninga-
íítm.
Sólveig lét þá bjóða sér út til
skiptis. Hún vildi ekki gera upp
á milli þeirra, því enginn gat
komið í staðinn fyrir Kurt.
Bæði Emil og Jörgen kunnu
stöðu hennar að hún vildi að-
eins vináttu.
Þannig siluðust mánuðirnir
áfram þar til nokkuð gerðist
sem hún mundi aldrei gleyma ..
Emil hafði sótt hana eitt
kvöldið og nú stóð mikið til
þvi hann átti afmæli og hafði
auk þess fengið kauphækkun
Hún helgaði líf
sitt minningu
manns sem
hún missti. En
ekki er til
eilífðar hægt að
lifa ■ fortíðinni
öil skil á harmsögu hennar og
tóku tillit til hennar.
Hún átti fjörug kvöld með
Emil á næturklúbbúm og
vertshúsum og það stytti henni
stundir svo að á stundum hló
hún af hjartans lyst.
Hún var Emil þakklát fyrir
þessi kvöld. Þegar hún fór út
með Jörgen fóru þau venjulega
á bíó og síðan á kyrrlátt kaffi-
hús á eftir og röbbuðu saman
og fengu sér stundum staup af
líkjör eða koníakki. Síðan fóru
þau stundum heim tíl Sólveigar
og röbbuðu við fjölskylduna og
nokkrum sinnum upp á siðkast-
ið hafði Sólveig látið til leiðast
að dvelja í herbergiskytru
Jörgens tvær stundir og þá sauð
hún kaffi.
Jörgen var einnig ástfanginn
af henni eins og Emil og hún
átti aldrei í örðugleikum með
Jörgen. Hann viðurkenndi af-
í bankanum og bauð henni út
að borða og síðan átti að fara
í leikhús og að lokum út að
dansa. Sólveig var þessu heldur
mótfallin en hann lét það sem
vind um eyrun þjóta og hafði
við oi'ð að þau væru svo sam-
rýmd í skemmtanalífinu. Og
það varð Sólveig að viðurkenna
og enda hafði kvöldið tekizt
vel, maturinn hafði verið ljúf-
fengur og bætiefnaríkur og leik-
ritið hafði verið mjög áhrifa-
mikið og skilið mikið eftir og
dansleikurinn var fjörugur og
líflegur, danshljómsveitin með
afbrigðum góð. Þar til að því
kom.
Hún hafði veitt því athygli
að Emil hafði neytt áfengra
drykkja í ríkará maeli en hann
var vanur og taldi að það væri
þess vecma sem hann laumaðist
til að vvssa hana í dansinum
einu sinni.
10
IN S
— Þetta skaltu láta vera,
Emil, sagði hún vingjarnlega
en með þeirri festu að ekki fór
á milli mála.
Hann lét sem hann hefði mis-
skilið hana og hló aðeins: —
Allar stúlkur segja nei, en þær
meina já.
— Ekki ég, svaraði Sólveig.
Brosið stirðnaði á andliti
hans.
— Er það í rauninni ætlun
þín að vera nunna það sem
eftir er? spurði hann.
Hún nam staðar í dansinum.
— Við skulum setjast.
— OK, eins og þér þóknast.
Það var heldur þjakandi
þögn þegar þau settust á ný en
brátt tókst Emil að fjörga hana
á ný og hún taldi að Emil hefði
nú gleymt því sem kom fyrir
á dansgólfinu.
Er þau höfðu dansað nokkra
stund enn, fór allt úr skorðum
á ný. Emil kyssti hana á ný
og án þess að mæla orð af vör-
um hnykkti Sólveig sér úr örm-
um hans og strunsaði aftur að
borðinu. Ungt fólk á næstu
borðum hló dátt að þessu.
Emil var fölur þegar hann
kom aftur. Hann titraði í munn-
vikjum.
— Þú þarft ekki að gera mig
að fífli! sagði hann reiðilega.
Sólveig stóð upp. Hún vissi að
kvöldið var ónýtt.
— Mig langar heim, sagði
hún.
Þessu hafði hann þó ekkj bú-
ist við. Hún sá að bræðin sauð
í honum og rödd hans var
ókennileg.
— Allt í lagi — við skulum
fara. — Þú leggur líf þitt í
rúst, sýtir og saknar manns,
sem sveik þig hvenær sem hann
gat þvi við komið. Þú —
— Þegiðu! æpti Sólveig og
tárin þröngdu sér fram í augun.
Hún safnaði í snatri saman dóti
sínu og lagði af stað. Emil var
ekki af baki dottinn. Hann
fylgdi henni fast eftir og hélt
áfram:
— Spurðu hvern sem þú vilt,
allir vita að Kurt átti kærustu
í hverjum bæ sem hann kom
til.. . en þú leggur líf þitt í
rúst vegna hans sem ekki er
neins virði.
Framh. á bls. 29.
FALKINN