Fálkinn - 10.08.1964, Qupperneq 26
Stolnu árin
Framh. af bls. 14.
vilt jú aldrei, að ég keyri.
Komdu nú inn í.
— Hef ég ökuskírteini?
spurði ég í ráðaleysi.
— Auðvitað hefur þú það.
Það hefurðu haft í tíu ár. Er
það ekki í töskunni þinni? Já,
það skiptir annars ekki máli.
Lögregluþjónarnir hérna í bæn-
um þekkja þig, svo það fer
enginn að stöðva þig og biðja
um ökuskíretinið.
Ég steig inn í bílinn full mót-
þróa, sannfærð um, að ég hefði
aldrei nokkurn tíma keyrt bíl
áður. Ég hafði meira að segja
aldrei séð svona stóran bíl!
En þegar ég rétti út höndina
hitti ég beint á startarann. Það
var engu líkara en líkami minn
og bíllinn skildu hvor annan
'pótt sálin kæmi þar hvergi
íærri. Á óskiljanlegan hátt var
óað mér jafn eðlilegt að aka
bílnum eins og það að flytja
matinn upp í munninn, þegar
maður borðar. Beygjan út á
aðatveginn var óvenjulega
kröpp, en ég varð aftur gripin
skelfingu, en mér gekk ágæt-
lega, svo mér var Ijóst, að ég
hlyti að hafa farið þessa leið
oft áður.
Við fórum í gegnum lítið
þorp — það hlaut að vera
Chaawell St. John — og síðan
yfir brú, áður en við héldum
inn í skóg. Fg þekkti ekki aftur
þessa leið, en samt hafði ég
það á tilfinningunni, að ég
þekkti þarna hvern einasta
metra. Þetta var næstum
draugalegt.
Og eins var það með gólf-
völlinn. Ég liélt ekki, að ég
vissi, hvaða kylfur ætti að nota
við einstök högg, en þrátt fyrir
það rétti ég ósjálfrátt út hönd-
ina eftir hinu rétta. Við lékum
átján holur, og mér gekk ágæt-
lega. Það var fallegt veður og
gott að vera úti á vellinum, og
í fyrsta skipti leið mér ekki sem
verst. Ég naut þess, að vera
komin út úr hinu stóra húsi
Charles Landry.
Charles var mikið í burtu
næstu dagana á eftir, og ég
notaði tímann til þess að fara
um allt húsið og reyna að finna
eitthvað, sem ég kynni að
þekkja aftur. í einni skúffunni
rakst ég á bunka af ljósmynd-
um, flestar voru af Joanna, og
ég athugaði þær nákvæmlega.
Ef Joanna var í raun og veru
dóttir mín, þá hlaut ég að muna
eitthvað um hana — einhver
smáatvik úr lífi hennar.. .
Elztu myndirnar voru af henni,
26
sem litlu, dökkeygðu og patt-
aralegu barni, síðan komu
myndir af Joanna sem gáfu-
legri, dökkeygðri skólastúlku
og alvörugefinni ungri dömu,
en ekki ein einasta mynd lokk-
aði minningar í huga mér.
Þarna voru líka nokkrar tiltölu-
lega nýteknar myndir af Char-
les og einnig af sjálfri mér, auð-
sjáanlega frekar nýlegar. Þarna
var mynd af mér í skíðabún-
ingi — gat ég raunverulega
gengið á skíðum — og mynd
af mér í sundbol, sem tekin
hafði verið á barmi einhverrar
sundlaugar. Það leit út fyrir
að við ferðuðumst mikið. Ég
rakst á myndir bæði frá Kapri
og Napólí og einnig frá St.
Moritz, Feneyjum og Lugano,
en þetta voru aðeins nöfn, sem
höfðu enga þýðingu fyrir mig.
Það einasta, sem ég mundi
eftir, var að John og ég höfð-
um látið okkur dreyma um að
fá tækifæri til þess að ferðast..
Ég tók stóra bílinn út og ók
í kring í nágrenninu til þess að
leita að einhverjum kennileit-
um. En ég fann ekkert. Ég fór
á litla veitingahúsið í þorpinu
— eiginlega aðeins til þess að
fá tækifæri til þess að skiptast
á orðum við afgreiðslustúlkuna.
Mér var farin að finnast ég
svo óhugnanlega einangruð. Ég
fór einnig í fáeinar búðir. En
hvert, sem ég fór mætti mér
undrandi augnaráð — fólkið
þekkti mig, en það var greini-
legt, að frú Landry hafði ekki
hingað til látið svo lítið að
verzla í búðunum í þorpinu.
Þegar ég gekk út aftur fann ég
ósjálfrátt, hvernig fólkið fór að
tala saman aftur, um leið og ég
lokaði hurðinni á eftir mér.
Kvöldin voru verst. Þá laukst
stóra húsið utan um mig eins
og fangelsi. Hin þvingaða sam-
vera með Charles var verri en
nokkur einvera. Fyrsta kvöldið,
sem við vorum saman í stóra
svefnherberginu, var ég stíf af
skelfingu — Charles var mér
algjörlega framandi. Ég gat
ekki sætt mig við, að hann
væri eiginmaður minn! En
þegar ég fór að reyna að stama
fram einhverjar útskýringar á
því, hvernig mér liði, sat hann
langa stund á rúmbrúninni og
horfði á mig, og svo sagði hann
hæðnislega:
— Við hvað ertu eiginlega
hrædd? Þú getur varla verið
hrædd við mig? Það eru ótelj-
andi mörg ár síðan við hættum
að elskast. Ég leita mér þess
konar unaðar annars staðar.
Mér létti svo, að ég skamm-
aðist mín næstum því, því ég
Framh. á bls. 28.
'i
KVIKMYNDA
ÞÁTTUR
Stjörnudýrkun er heldur
leiðinlegt fyrirbrigði varð-
andi kvikmyndir og það á I
raunar við alla persónu-
dýrkun. Menn eru tilbeðnir
af milljónum og hafnir upp
til skýjan-na oftast nær fyrir
fremur litla hæfileika nema
þeir séu kannski öðrum ör-
lítið snoppufríðari eða geti
raulað skammlaust einfalda
slagara. Þessi dýrkun getur
oft nálgazt hreint æði, í
þessu sambandi er skemmst
að minnast að eitt slíkt æði
er nú að ganga hjá — hinir
fimm ungu menn frá Liver-
pool eru nú ekki lengur jafn
vinsælir og þeir voru fyrir
nokkrum mánuðum. Og hætt
er við að eftir nokkurn tíma verði þeir fallnir í skuggann
fyrir öðrum stjörnum og jafnvel gleymdir en svo fer oft
um stórar stjörnur að þær hrynja af stjörnuhimninum í
einni svipan.
Fáir kvikmyndaleikarar munu vinsælli en Sir Alec
Guinness. Túlkun hans á ýmsum hlutverkum er slík að
vart er hægt að hugsa sér betur gert. Guinness er mikill
listamaður og hann nýtur vinsælda sem slíkur, vinsældir
hans eiga ekkert skylt við stjörnudýrkun. Og hann hefur
líka hlotið laun vinnu sinnar, ekki aðeins í því að vera
aðlaður fyrir listræna túlkun sína heldur á þann hátt sem
margir listamenn sækjast eftir, verið viðurkenndur af
fjöldanum.
Sagt er að Sir Alec Guinness sé maður lítillátur og hóg-
vær. Þetta er einkenni á mörgum mikilmennum. Þar sem
margir eru samankomnir lætur hann lítið bera á sér en þeir
sem þekkja hann vel segja að hann sé skemmtilegur maður
með góða kímnigáfu. Hann mun sjaldan breyta svip í dag-
legri umgengni, það er ekki nema þegar hann er að leika,
og þá oft í ríkum mæli eins og menn kannast við.
Bráðlega mun Austurbæjarbíó taka til sýningar mynd
þar sem Guinness fer með aðalhlutverkið. Mynd þessi heitir
Meistaraverkið (The Horse Mouth) og er byggð á sögu eftir
enska rithöfundinn Joyce Gray.
Joyce Gray er einn af fremstu rithöfundum Breta á
þessari öld. Hann tekur gjarna til meðferðar í verkum
sínum sérkennilegar persónur og persónusköpun hans er
oft stórkostleg. Hann skrifar af næmum skilningi um það
efni sem hann tekur til meðferðar hverju sinni og beitir
oft skemmtilegu háði.
Ef framleiðendum myndarinnar hefur tekizt að ná blæ
sögu Gray er ekki að efa að þarna er á ferðinni góð mynd
og ekki sízt þegar það er haft í huga að Guinnes skrifaði
sjálfur handritið að myndinni eftir bókinni.
í þessari mynd er sagt frá listmálaranum Gulley Jimson.
Hann er mikill listamaður, værukær og er ánægður ef hann
hefur fyrir lögginni sinni og hefur aðstöðu til að vinna.
FALKINN