Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Page 5

Fálkinn - 31.05.1965, Page 5
Ritstjórarnir Agnar Bogason og Indriði G. voru meðal boðs- gesta Eimskipafélagsins um borð í Gullfoss daginn sem skip- ið átti 15 ára afmæli. Agnar hefur stundum skotið örvum sinum að Indriða í Mánudags- blaðinu, og um þessar mundir hafði Mánudagsblaðið kvatt Gunnar Thoroddsen í dálítið mergjaðri Kakalagrein. Þegar blaðamennirnir voru að skoða farþegaklefa skipsins hittast þeir Agnar og Indriði í einum klefanum, og hafði Agnar nýlokið við að segja, að hann myndi fara með Gullfossi næstu ferð (Gunnar Thorodd- sen fór utan með sömu ferð) — Sæll, Indriði bóndi, segir Agnar og glottir. Indriði svarar að bragði: — Sæll sjálfur. Ég ætla að biðja þig um að fara varlega þegar þú kemur til Kaup- mannahafnar — annars getur þú átt á hættu að vera gerður að sendiherra! Mffft-fbi* 1iUlf[* Einn morguninn er mömmu- stelpa kom of seint í skólann spyr kennarinn hana hverju þetta sætti. — Jú, herra kennari, ég lagði svo seint af stað að heiman. — Hvers vegna lagðirðu ekki fyrr af stað? — Jú, herra kennari. Það var orðið of seint að leggja snemma af stað! (Send. X-8). Eina lielgina fyrir skömmu fór fjölskylda pabbastráks upp í sveit. Þegar þau voru komin á leiðarenda, sagði pabbi: — Alltaf er nú dásamlegt að komast út í guðsgræna náttúr- una! — Er hann guð grænn, pabbi? (Send. H. Þ. S.) ROLLING STOiMES Charles Robert Watts fædd- ist 2. júní 1941 í Islington. Faðir hans var vörubílstjóri. Watts gekk ekki alltof vel í skóla til að byrja með, en bezt- ur var hann í sögu, teikningu og skrift, enda varð hann síðar góður teiknari, sérstak- lega sem auglýsinga- og mynst- urteiknari. Eins og aðrir „Roll- arar“ hafði hann lítinn áhuga á ieikfimi. Hann lýsir því svo, að hann hafi ekkert haft á móti því að æfa leikfimi út af fyrir sig, en aftur á móti fannst honum hann vera hlægilegur í leikfimifötunum! Watts gekk vel til fara og hann kaus frem- ur að vera „smart“ en þægi- lega klæddur. Snemma bar á þvi að hann hafði músíkgáfu og hann mátti heita öllum stundum hamrandi með hníf- um, skeiðum og göfflum, ef hann heyrði einhversstaðar músík. Hann var hrifinn af trompetleikaranum Miles Davis og Louis Armstrong og jafnvel Sammy Pavis, og hann talaði um þessa menn og tónlist þeirra af mun meiri ákafa en hann talaði um auglýsinga- teiknun, sem átti að verða hans framtíðarstarf. Watts var dulur og oft al- varlegur í bragði. Hann sást sjaldan skipta skapi og lét engan rugla sig í ríminu. Watts hafði mikinn áhuga á gömlum byssum og langaði mikið til að safna þeim, en hann varð að láta sér nægja að horfa á dýrð- ina í búðargluggum. Hann las mikið og einkum hafði hann mikið dálæti á öllum sögnum um frelsisstríð Bandaríkjanna. Og þá kynnum við næst Bill Wyman. JAPAIMI SKRIFAR Nýlega barst okkur bréf frá 16 ára japönskum pilti, er stundar nám við landbúnaðar- háskóla í Japan. Hann hefur mikinn áhuga á að skrifast á við Islending. Hann skrifar á ensku. Nafn og heimilisfang: Kiyoko Mizihara, Simizu-machi higsi-ku, Jagowa-si Jukuoka bon, Japan. Ari segist hafa fengiS hug- myndina að þessum skapbæti fyrir mörgum ávum og hcfur hanna unnið að tilraunum tii að kæta fisk. fugla og sjálfan sig í nokkur ár og nú svo komið að hann leiur sig liafa náð þeim árangri að tími sé tii þe?s kom inn að sctja tæki sitt á markaS inn. AlþýðublaSið. Sendandi. B. V. Ísínn bar með sér kaffibolla Rcykjaskóla í Hrútafirði, 16/3. — Slæðingur af hafís- jökum berst nú inn Hrúta- fjörð og eru þeir komnir inn i fjarðarbotn. Jakamir eru yfirleitt ekki stórir og ísinn er enn ekki samfeild- ur heldur aðeins jakaslæð- ingur. Einn allstór jaki barst upp í íjöru hér hjá skólanum og ofan á honum stóð kaffibolli mcrktur bandariska hemum, hvort sem það merkir að hafis- inn sé ekki lengur „lands- ins fomi fjandi“ heldur sendur okkur til varnar gegn vondum kommúnist- u:n! 1 dag er hvöss norðan átt hér i Hrútafirði og rekur hún ísinn inn. — RÞ. Þjóðviljinn. Scndandi. B. V. m < Þær fréttir berast nú úr heimi kvikmyndanna. að kyn- bomban Elizabeth Taylor sé að breyta um manngerð og ætli sér nú að verða hlýleg og góð, nánast móðurleg! Þessu fylgir að sjálfsögðu nokkur auglýs- ingastarfsemi og leikkonan keppist við að láta gott af sér letða. blessunin. Siðasta sæt- súpufréttln er á þessa leið: Eiizabeth sá hundgarm á flækinji i Dublin og tók hann upp í sinn eigin eyk (Rolls Royce). Hundinn nefndi hún Sinead sem er sallíska fyrir Jane (það er um tík að ræða) ■ og gaf hann Miehael syni sín- ura í afmælisgjöt I \ Þjóðviljinn. Sendandi. B. V. Þegar fréttir bárust af því að forseti Bandaríkjanna hefði loks mannað sig upp í það að tala til Kú Klúx Klan samtak- anna eins og þau verð skulduðu hringdu margir til L. F. og spurðu, hvort L. B. Johnson hefði lært af Frjálsri þjóð, hvern ig meðhöndla ætti svona samsærisklíkur? Þegar við rákum upp stór eyru, var skýring in: Nú, eru þetta ekki sömu tökin, sem þið tókuð frímúrara og þakklæti allra heiðar- uppskáruð blessun og legra manna fyrir? Frjáls Þjóð. Sendandi. B. V. Keyptu sér konur NOKKRIR bændur í Embu-héraði suð- ur í Kenya fengu nýlega ríkislán til á- burðarkaupa, en keyptu sér svo bara í þess stað nýjar konur. Og nú geta þeir ekki endurgreitt ríkinu lánið, þvi að konurnar reyndust ekki eins arðbærar og jarðirnar hefðu orðið, ef þær hefðu hlotíð ríkulegan áburð. Afturelding. Sendandi. B. V. Iiann svaraði: „Ég veit, að ég hef fundið það, sem þér eruð að leita að, eins vel og þér vitið, að þér hafið ekki fundið það, sem þér eruð að leita að.“ Jl SamtiSin. Sendandi. B. V.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.