Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Síða 6

Fálkinn - 31.05.1965, Síða 6
KONUNGIJK OG DROTTNING Þau eru konungur og drottning í ríki kvikmyndanna, forrík, umtöluð og eftir- sótt. Menn og konur af öllum stigum leitast við að koma sér í mjúkinn hjá þeim. En þau láta ekki teyma sig. „Vit- ið þið ekki hver við erum,“ hrópaði hann eitt sinn. Milljónir manna krefj- ast stöðugrar vitneskju um hvert fót- mál þeirra — valtur en óvefengjanleg- ur vottur um veldi þeirra Burtons- hjóna. Fyrir einu ári virtist líf þeirra í megn- ustu óreiðu. Þau voru í Toronto í Kanada. Þar unnu þau að sýningum á Hamlet. Hún barðist fyrir skilnaði við eiginmann sinn. Hann neitaði að veita skilnað og hóf málaferli sem snertu milljónir dollara, til að tefja fyrir framgangi hans. Þau höfðu í hyggju að fara inn í Bandaríkin eftir Toronto-heimsóknina. Bandarískur þing- maður reis upp og hrópaði: Þið eruð óvelkomin hér sunnan landamæranna. Þau börðust hlið við hlið, þrákelknis- leg og áhyggjufull. Jörðin sýndist leika á reiðiskjálfi undir fótum þeirra, þau höfðu þörf fyrir útrétta vinarhönd. En þau voru saman hverja stund, og það skipti þau öllu máli. Þau vildu ekki þurfa að skiljast að. Hún óttaðist að þau yrðu að fara aðskilin inn í Bandarikin, búa þar aðskilin, mega ekki sjást eða hittast. En fyrr en varði rofaði til og það birti á nýjan leik í lífi þeirra. Maki hennar lét af andstöðu sinni. Þau giftu sig strax í Montreal. Síðan héldu þau inn í Bandaríkin. í New York biðu þúsundir manna á götunum til að sjá þau yfirgefa Lunt- Fontanne leikhúsið eftir sýningar. Hann vann hvern stórsigurinn eftir annan á sviðinu. Hún lék ekki sjálf, en var viðstödd á hverju einasta kvöldi. Hún stóð í hliðarvængjum leiksviðsins og tók á móti honum og leiddi hann til bún- ingsherbergjanna að sýningu lokinni. Adlai Stevenson bauð þeim í veizlu. Önnur boð fylgdu í kjölfarið. Sam- kvæmisheimurinn tók að krefjast þátt- töku þeirra. En þau voru treg til að koma. Eitt kvöldið stóðu þau saman á risastóru sviði og lásu saman upp úr sígildum verkum. Þetta var góðgerðar- skemmtun. Aðeins auðugt fólk hafði efni á að sækja skemmtunina. Þar voru allir þeir sem máttu sín einhvers. Burton sagði síðar: „Auðurinn blasti við okkur, allir þessir minkar og ilmvötn. Og steinköld þögnin frá áheyrenda- bekkjunum. Ég hugsaði: Nú handfjalla þau rýtingana.“ En þegar allt kom til alls höfðu hjónin ekkert að óttast. Þau yfirgáfu sviðið við áköf fagnaðarlæti ; manngrúans. Er þau héldu brott frá Bandaríkjun- um sigri hrósandi, stóðu þúsundir á hafnarbakkanum til að kveðja þau. Þau sigldu með Curtard-skipinu Queen Elisabeth áleiðis til Parísarborgar. Með skipinu var einnig fyrrverandi eigin- kona fyrrverandi maka hennar, Debbie Reynolds. í París sagði Elísabet: „Merkilegt hvað eitt pappírssnifsi skiptir miklu máli. Við erum hvorki betra né verra fólk en fyrir giftinguna. Við erum sömu manneskjurnar.“ Meðan þau dvöldust í París við kvik- myndatöku bjuggu þau á litlu sóma- kæru hóteli skammt frá Champs- Elysées. Þau greiddu 420 þúsund krón- ur á viku fyrir 21 herbergi, fæði og aðra þjónustu allan sólarhringinn. Burton-hjónin eiga hús í Sviss og Mexíkó, en una sér bezt á hótelum, sem geta veitt þeim skjóta og skilyrðislausa þjónustu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.