Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Side 7

Fálkinn - 31.05.1965, Side 7
Börnin fjögur höfðu eigin skólastofu í hótelinu. Kennarinn var 23 ára gamall. Þau sendu eftir börnum sínum þegar tóm gafst til að leika við þau og tala við þau. Börnin fóru með kennaran- um í gönguferðir og könnunarferðir um borgina. Ljósmyndarar eltu þau á rönd- um. Eitt sinn er þau fóru framhjá blaðsöluturni heyrðist Lisa Todd segjat „Sko, þarna eru öll tímaritin hennar mömmu," ■- Hvernig er deginum varið hjá þessu aðalsfólki kvikmyndanna, er rakar :saman ógrynni fjár á starfi sínu. Kvik- -myndaverin eru ætíð tilbúin klukkan tíu. En þessu kóngafólki leyfist að koma of seint, ef svo ber undir. Það •er jafnvel gert ráð fyrir slíku sein- læti í samningum um hverja kvikmynd. Ef þau fara út að kvöldlagi og koma heim síðla nætur, úr samkvæmi, ber þeim ekki skylda til að mæta fyrr en eftir hádegi. Þetta er fólk, sem verður að geta tekið þátt í veizlum án þess að Verða þreytt. En þau koma loksins akandi í dökk- grænum Rolls Royce, sem næstsíðasti eiginmaður hennar fékk frá henni í afmælisgjöf. Viðtökur starfsfólksiris eru með þeim hætti sem tíðkast er forstjórinn í risa- fyrirtækinu, auðkýfingurinn og harð- .jaxlinn, kemur til vinnu. Starfsfólkið stendur álengdar, rann- sakar andlit þeirra, svipbrigðin, róminn, tóninn í röddum þeirra. Hvernig er skapið í þeim, þennan morguninn? Hvað skyldi takast að ná mörgum filmumín- útum af þeim í dag. Þau heilsa. Fólkið tekur varlega undir, hikandi, feimið, en bíður þess að þau taki til óspilltra málanna, reiðubúið að sinna hverju boði þeirra og bánni. Hún gengur rak- leitt til förðunarmeistaráns. Hún lætur nokkur orð falla, meðan hann stendur yfir henni og spreytir sig á fögru, frægu aridlitinu. Setningar drottningarinnar ► Elizabeth Taylor og Richard Burton hafa nú leikið saman í nokkrum kvikmyndum. „Hún hefur gert mig að stjörnu,“ segir Burton. Drottningin kælir sig með borðviftu í hita sviðsljós- anna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.