Fálkinn - 31.05.1965, Side 13
1 einni svipan var Loren kom-
in út að hurðinni á sveínher-
berginu og hristi hana.
Fyrst virtist hurðin lokuð, svo
lét hún allt í einu undan, og
Loren sá inn í stofuna.
Robert Campbell sat á hækj-
um við hliðina á manni, sem lá
á miðju stofugólfinu.
Það var Stein, lögreglumaður.
Á sama augnabliki lyfti Doro-
thy skammbyssunni og miðaði
henni á Loren. „Vertu kyrr
þarna!“
Robert Campbell athugaði inni-
haldið í vösum Steins. Hann
fann lögregluskírteinið og skoð-
aði það gaumgæfilega. Það var
ekki erfitt fyrir Loren að gizka
á, hvað gerzt hafði. Campbell
hafði staðið bak við hurðina,
þegar systir hans opnaði. Svo
hafði hann rotað Stein.
„Er hann dauður?" spurði
Dorothy. En þegar Robert lét sér
nægja að hrista höfuðið og hélt
áfram að skoða lögregluskírtein-
ið, bætti hún við: „En þú verð-
ur að drepa hann ... Þegar hann
kemur aftur til sjálfs sín, þá
man hann eftir, að ég opnaði
fyrir honum.“
„Og hvað með það?“
„Ef hann man eftir mér — þá
erum við ekki lengur fólk, sem
Loren hefur skáldað upp: þá
erum við orðin að veruleika! Þú
verður sem sagt að drepá hann.“
Robert Campbell stóð á fætur.
„Þetta er rétt hjá þér,“ sagði
hann, „við erum bara verur,
sem orðið hafa til í huga Loren-
ar... og það má ekki breyt-
ast..
Hann hvarf inn í eldhúsið.
Dorothy beindi skammbyssunni
alltaf að Loren.
Robert Campbell kom til baka
með eldhúshníf. Hann staðnæmd-
ist fyrir framan Loren.
„Réttu mér hægri hendina,"
sagði hann. Og þegar Loren hik-
aði, greip hann um úlnliðinn á
henni, lagði hnífinn í lófa henn-
ar og þrýsti fingrunum að hon-
um.
„Svona," sagði hann ánægður,
„nú eru fingraförin þin líka kom-
in á hnifinn — og þú ferð að
verða fjöldamorðingi... Því
miður er það lögreglumaður,
sem þú drepur núna, hver hefði
trúað þessu á þig...“
Og ef ég rek hnifinn í hann
núna, hugsaði Loren... Ég er
með hann í hendinni, og Bob
stendur beint fyrir framan
mig...
Ef ég rek hann blátt áfram í
hann...
Bob virtist verða hættunnar
var. Hann hrifsaði hnífinn úr
hendi hennar og stökk til hlfð-
ar.
„Þú hefur nú aldrei verið sér-
lega hugkvæm, Loren mín,“
sagði hann, „en þetta hefði ver-
ið það allra heimskulegasta, sem
þú hefðir getað gert!“
Hann hélt á hnífnum I hægri
hendinni og nálgaðist Stein, lög-
reglumann.
„Eða vilt þú frekar gera það,
Dorothy?" spurði hann og stóð
þegar gleiður yfir Stein með
hnífinn í hendinni.
„Einhvern tíma getur þú gert
eitthvað," sagði Dorothy æf.
„Ég —“
f þessu gerðist það: Stein
sentist til hliðar. Vinstri fótur-
inn lenti í kviðnum á Bob. Og
í sömu svifum spratt Stein á
fætur.
Robert Campbell missti jafn-
vægið, skjögraði utan í systur
sína, svo að þau duttu bæði á
gólfið.
Skammbyssan valt yfir tepp-
ið.
Loren og Stein ætluðu bæði
að gripa hana, en Robert varð
fljótari til.
I einu vetfangi hafði hann hent
sér á byssuna, hrifsað hana og
miðaði nú á Stein og Loren til
skiptis.
„Hreyfið ykkur ekki,“ hvæsti
hann og gekk aftur á bak að
hurðinni.
Nú sýndi Bob Campbell sitt
raunverulega innræti.
Stjarfur brá hann grönum, svo
að skein í tennurnar, og fálm-
aði eftir hurðarhúninum bak við
sig með samankipruð augu.
f sömu svipan opnuðust dyrn-
ar að utan. Karlmaður birtist á
þröskuldinum — og svo skipti
það engum togum: það heyrðist
stutt, þungt hljóð og Robert
Campbell hneig niður.
í dyrunum stóð Peter Sayers.
Hann hélt á eldiviðarbút í
hendinni.
—v—
Tæpri klukkustund siðar var
öllu lokið.
Meðan Peter og Loren gættu
Campbell-systkinanna, fór Stein
og talaði við undirmenn sina
gegnum talstöðina.
Skömmu seinna var Robert og
Dorothy Campbell ekið til New
York undir umsjá lögreglunnar.
Þau voru bæði mjög þögul —
það fór bókstaflega ekkert fyrir
þeim, þau voru svo afskiptalaus
og föl...
Aðeins handjárnin, sem þau
báru, voru raunveruleiki...
Stein, Peter og Loren horfðu
á eftir þeim.
„Það munaði ekki miklu, að
þeim tækist þetta," sagði Stein
og strauk sér um hnakkann.
„Þau treystu því bæði, að lög-
reglan tryði engu, sem á ein-
hvern hátt viki frá því venju-
lega. Þau flæktu ungfrú Hartley
í mál, sem enginn gat lagt trún-
að á ...“
„Og tókst það bærilega," sagði
Peter og brosti kaldhæðinn.
„Því ber ekki að neita,“ svar-
aði Stein, meðan þau gengu hægt
út af lóðinni í áttina að bílnum.
„Þau bjuggu til sögu, þar sem
ungfrú Hartley var aðalpersón-
an. En eins og flestir viðvaning-
ar gengu þau of langt I lokin i
Framh. á bls. 18.
PHILIPS
JAPNGÓÐ PYRIR TON OG TAL
GERÐ PYRIR BATTERI
OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o
SPÓLURNAR SETTAR í —
MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN)
FALKINN
13